Bændablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 4
4
Bændabtaðið
Þriðjudagur 8. júli 2003
BúneManhinn fllbúinn til nú tapa iiáum
fjárhæQum til að halda úti shemmdan
verkastarfsemi ú kjötmarkafii
- segir varafarmafinr sflúrnar Bændasamtaka íslands
"Ábyrgð lánastofnana á því
ástandi sem nú ríkir á
kjötmarkaði er mikil og þar
virðist Búnaðarbankinn vera í
fararbroddi. Þaó hlýtur að vera
spurning hvernig við eigi að
bregðast en bankinn er tilbúinn
að tapa háum fjárhæðum til að
halda úti skemmdarverka-
starfsemi á kjötmarkaði," sagði
Gunnar Sæmundsson,
varaformaður stjórnar
Bændasamtaka Islands, í
ávarpi á aðalfundi sauðfjár-
bænda sem haldinn var á Hótel
Vin í Eyjaíjarðarsveit fyrir
skömmu. "Því miður er Lána-
sjóður landbúnaðarins ekki
saklaus heldur. Gjaldþrota
fyrirtæki eru endurreist hvað
eftir annað. Til hvers? Fyrir
hvern? Það hlýtur að vera
spurning sem sauðfjárbændur
verða að velta fyrir sér, hvað
þeir eigi að greiða gjald til
sjóðsins í þeim mæli sem nú
er."
Gunnar sagði fjölda aðila á
kjötmarkaði stefna í gjaldþrot
ef ekki yrði gripið til róttækra
aðgerða. "Nú er svo komið að
cðlileg markaðslögmál ná ekki
fram að ganga heldur er spurn-
ingin að lifa af með klækjum og
brögðum á annarra kostnað."
Varðandi sláturhúsamálin
sagði varaformaður
Bændasamtakanna að þar yrðu
menn að taka upp annan
hugsunarhátt. "Það er vonlaust
að hægt sé að halda uppi
atvinnu við sauðfjárslátrun á
öllum þeim stöðum sem nú
slátra sauðfé. Framtíðin er sú
að bændur munu leggja inn
dilka sína hjá þeim aðilum sem
bjóða besta verðið og menn
treysta til að standa við
greiðslur á réttum tíma. Það er
ekki nóg að bjóða gott verð ef
ekki er staðið við
greiðsludaga."
Elín Sigurðardóttir, bóndi á Neöri Vindheimum. Við hlið hennar er
vinnumaðurinn á bænum, Geir Konráð Theodórsson, en þá kemur
Kristján Gunnarsson, mjólkureftirlitsmaður.
Saujján bændnr á svæii Norlur-
mjálknr hnia rífifi nifiur gömlu rör
mjaltaknrfin og keypt brautakerfi
Á liðnum mánuðum hafa margir norðlenskir bændur látið setja
upp brautarkerfi í fjósin hjá sér. Kostnaður við uppsetningu svona
kerfa, auk mjaltabúnaðar, er að sjálfsögðu aðeins brot af þeim
útgjöldum sem verða við kaup á mjaltabás eða róbót. Kristján
Gunnarsson, mjólkureftirlitsmaður hjá Norðurmjólk, sagði að á sl.
tveimur árum hefðu um 17 bændur á svæði Norðurmjólkur rifið
niður gömlu rörmjaltakerfin og keypt brautarkerfi. Vinna við
mjaltir verður mun léttari en talið er að fólk þurfi að beygja sig
hclmingi sjaldnar en það helgast af því að hér fylgja sjálfvirkir af-
takarar sem gera það að verkum að ekki hangir um of á kúnum.
Þetta kerfi gefur fólki færi á að mjólka með fieiri tækjum og stytta
þar með mjaltatímann og ekki má gleyma því að þetta er mun
betra mjaltakerfi fyrir kúna en gömlu rörmjaltakerfin vegna af-
kasta og flutningsgetu brautarkerfisins.
Þessi tæki (milkmaster) eru
stillanleg á marga vegu eftir
óskum eða sérvisku hvers og eins
bónda og ýmsar gagnlegar upp-
lýsingar er hægt að lesa af skjá
tækisins s.s. mjólkurmagn sem
gerir þá kjamfóðurgjöf skilvirkari
þar sem bóndinn er í raun að
mæla úr kúnum í hvert mál.
"Hér er oft um að ræða fólk
sem á tiltölulega ný fjós og vill
síður endumýja þau í hólf og gólf.
Einnig má í þessum hópi bænda
finna fólk sem er komið um eða
yfir miðjan aldur og vill ekki
standa í miklum fjárfestingum en
vill létta sér störfin en algengt er
að mjaltafólk í básafjósum bili á
efri árum í hnjám og baki. Þá
mega menn ekki gleyma því að
það er hægt að rífa þessi brautar-
kerfi niður og selja þau ef
viðkomandi hættir búskap," sagði
-Kristján. "Eg er eins og mein-
dýraeyðir í veiðihug, ég vil út-
rýma gömlu rörmjaltakerfúnum
því þau em - að mínu mati -
líklega ein af orsökum bágrar
júgurheilsu auk þess sem flutn-
ingsgeta þeirra er slök þegar um
er að ræða vel mjólkandi kýr.
Auðvitað er ég láglínumaður en
það er mikið dýrari Ieið og ekki
skynsamleg fýrir alla."
Elín Sigurðardóttir í Neðri
Vindheimum á Þelamörk sagði að
nú væri liðið um eitt ár síðan hún
og maður hennar, Sverrir B.
Sverrisson, hefðu tekið kerfið í
notkun. "Við greiddum rúmar
þrjár milljónir tyrir kerfið með
virðisaukaskatti," sagði Elín. Þess
má geta að fjósið í Neðri Vind-
heimum er þrístætt og því varð
brautarkerfið lengra og dýrara en
t.d. í tvístæðu fjósi. I ijósinu [
Neðri Vindheimum em 46 kýr og
ffamleiðsluréttur búsins er 185
þúsund lítrar og mjólkað er með 5
tækjum. "Eftir að við fengum
þetta brautarkerfi emm við um
helmingi fljótari að mjólka, en
vinnan við mjaltimar er líka
miklu léttari. Flestar kúnna sættu
sig við breytinguna án mótmæla."
I Neðri Vindheimum og Skriðu
em tölvustýrðar þvottavélar sem
þvo kerfin eftir mjaltir. Þær em
afar fullkomnar og forritanlegar,
hita t.d. þvottavatnið ef það er
ekki nægilega heitt þannig að í
raun gerilsneyðist mjaltakerfið al-
gjörlega í þvotti.
Sigríður Sverrisdóttir og
Þór Jónsteinsson búa í Skriðu í
Skriðuhreppi (Hörgárbyggð)
ásamt foreldmm Sigríðar. Þau
tóku brautarkerfi með sex tækjum
í notkun fyrir nokkmm vikum.
Þau tóku undir orð Elínar varð-
andi tímaspamað og léttari vinnu.
"Þá má skoða þessa leið sem
stökkpall í eitthvað annað. Fjósið
hér er ekki gamalt og mikið eftir í
því," sagði Þór og gat þess að
kostnaðurinn hefði numið tæpum
þremur milljónum. í Skriðu er
tvístætt fjós með 40 kúm og fram-
leiðslurétturinn er 180 þúsund
lítrar. Eftir að brautarkerfið kom
upp tekur um 40 mínútur að
mjólka. Allt gamla rörmjalta-
kerfið var lagt til hliðar þegar
brautarkerfið kom til sögunnar.
Sigríður sagði að það hefði tekið
rúma viku að setja kerfið upp. Á
báðum þessum bæjum koma
brautarkerfin ffá DeLaval.
Sláturhúsið í BúDardal
ekki lagt niOur
Dalamenn
eruaO
endurbæta
húsið
Nefnd á vegum landbúnaðar-
ráðherra sem fór yfir málefni
sláturhúsa í landinu lagði til að
11 sláturhúsum yrði boðinn
styrkur til úreldingar og þá
væru eftir þau 7 sláturhús sem
hafa viðurkenningu Evrópu-
sambandsins. Sláturhúsið í
Búðardal er ekki í hópi þessara
7 húsa en heimamenn vilja ekki
úrelda húsið. Þeir ætla að
endurbæta það þannig að það
nái ESB-staðlinum og halda
áfram slátrun í þvi. Haraldur L.
Haraldsson, sveitarstjóri Dala-
byggðar, sagðist telja víst að svo
verði.
Endurbœtur hafnar
„Menn eru byrjaðir að vinna
að því að húsið nái ESB-staðlinum
og í fyrra var framkvæmt fyrir um
8 milljónir króna í endurbótum á
húsinu og nú eru uppi plön um að
halda áffam í sumar. Við munum
ekki ná að ljúka ffamkvæmdunum
í haust en stefnum að því að það
geti orðið haustið 2004. Það er
alla vega sú áætlun sem menn
vinna nú eftir," sagði Haraldur.
Hann sagði að í fyrra hefði allt
ónýtt jám á húsinu verið endur-
nýjað og að meiningin væri að
ljúka endurbótum utanhúss í sum-
ar og fara síðar í þær breytingar
sem nauðsynlegar eru innanhúss
til þess að ESB-staðli verði náð.
Öflug kjötvinnsla
Miðað við hina venjulegu
sláturtíð hér á landi taldi Haraldur
að mögulegt væri að slátra um 40
þúsund fjár í húsinu en það er ekki
stórgripasláturhús heldur aðeins
fyrir sauðfé.
I tengslum við sláturhúsið í
Búðardal er kjötvinnsla þar sem
15 til 20 manns hafa starfað allt
árið. Haraldur bendir á að fyrir
ekki stærra pláss en Búðardal
skipti þetta verutegu máli í at-
vinnulegu tilliti. Kjötvinnslan í
Búðardal er öflug og vinnur kjöt
fyrir Bónus og fleiri verslanir í
landinu.
Bandnblflðið
2. september
Fyrsta blað
eftir sumarleyfi
Úttekt á stnðu og
nýfingu lax-ng
silungsstofna
Aðalfundur Landssambands
veiðifélaga, sem haldinn var á
Húsavík dagana 13.-14. júní 2003,
skorar á stjómvöld að láta fara
ffam heilstæða úttekt á stöðu og
nýtingu laxa-og silungstofna
landsins. Sú úttekt taki til verð-
mætasköp- unar, lagaumhverfis,
nýtingar auk líffræðilegrar stöðu
og ástands. Stjómvöld tryggi að
lagaumhverfi og fjármagn sé til
staðar og að það nýtist til vemd-
unar og viðhalds á auðlindinni.