Bændablaðið - 08.07.2003, Side 2
2
Bændabloðið
Þríðjudagur 8. júli 2003
Jóhannes Sigfússon ræðir málin á aðalfundinum.
Nýr formeður Landssamtaha sauöfjárhænda
„Heí ekki töíralausnir en er
Olbúinn 01 að gera mio besta"
Jóhanncs Sigfússon, bóndi á
Gunnarsstöðum í Þistilfirði, var
kjörinn formaður Landssam-
taka sauðfjárbænda á fundi LS
sem haldinn var á dögunum. í
ávarpi til fundarmanna sagði
Jóhannes mikilvægt að í félagi á
borð við LS fengju allar raddir
að heyrast, en hann lagði ekki
síður áherslu á að félagar ynnu
saman og færu að leikreglum
lýðræðis. Félagslega samstöðu
yrði að efla og verkefni væru
næg. "Ég hef ekki töfralausnir í
málefnum sauðfjárbænda en ég
er tilbúinn til að gera mitt besta.
Ég hef alltaf haft gaman að
vinna með góðu fólki og ég vona
að svo verði áfram."
„Nýkjörin stjóm mun að sjálf-
sögðu vinna þeirri stefriu brautar-
gengi sem nýafstaðinn aðalfundur
markaði. Fundurinn samþykkti
mörg mál en mér er efst í huga að
nú þarf stjóm LS að fjalla um við-
miðunarverð og útflutnings-
prósentuna," sagði Jóhannes.
Aðalíundur LS fjallaði meðal
annars um breytingar á flokkun
ullar. Jóhannes sagði ljóst að það
þyrfti að lækka kostnað við mat
og flutning eins og mögulegt er.
Þetta yrði að gera í ljósi þeirrar
reynslu sem komin er á ullarmatið
heima hjá bændum.
A fundi LS var mikið rætt um
sláturhúsaskýrsluna en Jóhannes
sagði að hún hefði valdið miklum
óróa meðal bænda. "Ég tel að
skýrslan sé um margt ágæt og í
henni er bent á hluti sem menn
verða að hugleiða. Skýrslan sem
slík er hins vegar enginn stóri-
dómur og hún segir engum fýrir
verkum. Ef einhver er í stakk
búinn til að slátra og uppfylla lög
og reglur þá bannar það enginn. I
skýrslunni er mörkuð stefna og
ýmsir telja að þær stofnanir sem
lána í uppbyggingu af þessu tagi -
eða veita hlutafé í hana - taki
skýrsluna bókstaflega. Slíkt má þó
ekki leiða til þess að mönnum
verði mismunað að öðru jöfnu.
Þegar horft er til framtíðar
verða menn að taka allan kostnað
með í dæmið. Lenging sláturtíma
felur til dæmis í sér ákveðinn
kostnað sem lendir á bóndanum.
Ég er þeirrar skoðunar að það
þurfi að skoða, á mun markvissari
hátt en gert hefúr verið, hvemig
hagstæðast er að geyma lömb
ffamundir áramót. Nú er það svo
að það er fyrirsjáanlegt að það
þarf að fiysta ákveðinn hluta
kjötsins og það liggur í augum
uppi að fyrir bóndann er hag-
stæðast að afsetja það á besta tíma
eða ffá 10. september til 20.
október."
Mikið hefúr áunnist í útflutn-
ingi á dilkajöti á liðnum árum, en
árleg ffamleiðsluaukning ásamt
mjög óhagstæðri gengisþróun hefúr
étið þennan ávinning upp. Við
eigum að sinna þeim mörkuðum
sem eru að gefa besta verðið en það
má ekki eyðileggja þann ávinning
með því að setja umtalsvert magn
af kjöti á hrakvirðismarkað. Ef við
stefnum í 30-40% út-
flutningsskyldu þá er magnið ein-
faldlega of mikið en gæti hentað
eftir nokkur ár. Markaðssóknin og
ffamleiðslan verða að haldast í
hendur," sagði nýkjörinn formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda.
Case og Steyr um-
boOifl til Akureyrar
CNH fjölþjóðafyrirtækið, eig-
andi Case IH, Steyr og New
Holland verksmiðjanna hefur
óskað eftir því að Vélaver hf.
taki að sér umboð og þjónustu
fyrir Case og Steyr dráttarvélar
í ágúst nk. Vegna þessarar yfir-
töku mun Vélaver hf. breyta nú-
verandi þjónustumiðstöð fyrir-
tækisins á Akureyri í sjálfstætt
dótturfyrirtæki sem mun annast
alla sölu á Case og Steyr
dráttarvélum ásamt varahluta-
og viðgerðarþjónustu á lands-
vísu.
Núverandi þjónusta Vélavers á
Akureyri mun að mestu verða
óbreytt í hinu nýja dótturfyrirtæki,
en hjá fyrirtækinu munu starfs-
menn verða 7-8, en bókhalds-
þjónusta og yfirstjóm mun áfram
vera í Reykjavík eins og verið
hefúr ffá stofhun þjónustumið-
stöðvar á Akureyri í maí 1998.
Þessari viðbótarstarfsemi munu
fylgja töluvert aukin umsvif á
Akureyri en um 1.500 Case og
Steyr dráttarvélar eru í notkun hér
á landi samkvæmt upplýsingum
ffá Umferðarstofú, en þar af em
um 1.200 vélar 20 ára og yngri.
/Fréttatilkynning.
Hér má sjá mikið þarfaþing í kúa-
haganum á Bessastöðum í Húna-
vatnssýslu. Staurinn góði stendur
þarna frír og frjáls, en eftir að
kýrnar uppgötvuðu staurinn hafa
þær nýtt sér hann til að klóra sér á
höfðinu og hálsinum. Um leið
hættu þær að hnoða og skemma
moldarbala. Hins vegar eru sól-
eyjarnar til lítils gagns í haganum,
nema kannski rétt fyrir augað.
Ráögjalalijónustan á NorOausturlandi
HeimasíOan bugardurJs
opnufl á Nefinu
Um síðustu mánaðamót var
opnuð á Netinu heimasíða á
vegum Ráðgjafaþjónustunnar á
Norðausturlandi og er vefslóðin
www.bugardur.is. Vefurinn er
hluti af hinu sívaxandi vefsvæði
Bændasamtaka íslands,
www.bondi.is.
Markmiðið með heimasíðu
Ráðgjafaþjónustunnar er að miðla
upplýsingum, bæði fféttum og fag-
legu efni, til bænda á starfs-
svæðinu.
Vignir Sigurðsson, ffam-
kvæmdastjóri Búgarðs ráðgjafa-
þjónustu á Norðausturlandi, sagði
að svo stutt væri síðan þessi
heimasíða var opnuð að segja
mætti að hún væri á byrjunarreit
enn sem komið er. Smám saman
væri verið að tína inn upplýsingar
og fféttir á síðuna.
Vignir sagðist hins vegar vera
viss um að mjög margir bændur á
Norður- og Norðausturlandi væru
orðnir tölvuvæddir en hve mikil
tölvunotkun þeirra væri sagðist
hann ekki þora að segja til um. Þó
væru ótrúlega margir þeirra vel að
sér í þeim upplýsingum sem
miðlað er á Netinu, til að mynda á
vef Bændasamtaka Islands.
Landssamband veiöifélaga vill semja við Bl
Aðalfúndur Landssambands veiðifélaga, sem
haldinnvaráHúsavíkdagana 13.-14. júní heimilaði
stjóm LV að ganga til viðræðna og semja við
Bændasamtök íslands eða aðra aðila um skrifstofúhald
fýrir LV. Var ákveðið að núverandi skrifstofúhúsnæði
yrðileigtúL
Þá heimilaði fúndurinn stjóm að sækja um aðild
að Bændasamtökum íslands fýrir hönd Lands-
sambandsins ef viðræður og athuganir leiða í ljós að
slíkt þjóni hagsmunum félagsmanna og bijóti eigi í
bága við þau fýrirmæli laga sem veiðifélög og landssambandið starfa
samkvæmt.
Bændur í Sandlæk I Skeiða- og
Gnúpverjahrappi oro að hefja sðlu
Á öllum betri
veitingastöðum í
Evrópu er boðið upp á
kanínukjöt. Hefur svo
verið um aldir og
þykir það herramanns
matur. Hér á landi
hefur ekki verið til
siðs að borða
kanínukjöt enda þótt
kanínur hafi verið í
landinu í áratugi. Nú
er að verða breyting á.
Með auknum
ferðalögum íslendinga
til útlanda hefur fólk
lært að meta
kaninukjöt og nú er
svo komið að farið er
að selja það í
verslunum í
Reykjavík. í
Melabúðinni er
kanínukjöt til sölu og
kemur það frá bænum
Sandlæk í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi. Þar
búa þau Loftur
Erlingsson og Helga
Kolbeinsdóttir og
rækta holdakanínur.
Loftur sagði t
samtali við tíðindamann
Bændablaðsins að
kanínuræktin hjá þeim
gengi orðið ágætlega en
þau hófú hana fýrir
þremur árum og hafa til
þessa selt kjötið sjálf til
neytenda. Hann segir að
mesta vinnan í kringum
þetta séu markaðsmálin
því hér sé ekki hefð
fýrir því að borða
kanínukjöt og þeir sem
það gera viti ekki af
þessari kjötframleiðslu
þeirra. Loftur segir þó
að þetta mjakist hægt og
rólega í rétta átt.
Um tvö tonn á árí
„Við erum komin
með um eitt hundrað
læður og að meðaltali á
hver þeirra sex unga.
Þeir eru síðan aldir í tíu
til tólf vikur áður en
þeim er slátrað og vegur
þá hver skrokkur á
bilinu 1.000 til 1.300
grömm. Við ættum með
þessum læðufjölda að
geta framleitt um tvo
tonn af kjöti á ári,"
sagði Loftur.
Það er Sláturhúsið á
Hellu sem séð hefur um
slátrun dýranna og
vinnslu á kjötinu. Boðið
er upp á kjötið í heilum
skrokkum eða
hlutuðum. Kanínukjöt
er fitusnautt en orku- og
próteinríkt og býður
upp á marga möguleika
í matreiðslu. Hægt er að
nota kanínukjöt í allar
kjúklinga- og
kálfakjötsuppskriftir.
Loftur segir að þau
hafi ekki enn farið út í
að verka kanínuskinnin
en það sé gert víða og
þau notuð til ýmissa
hluta. Það sé því
möguleiki á að fá meira
út úr ræktuninni en bara
kjötið.
„Það er auðvitað
draumurinn að auka
framleiðsluna og gera
ræktunina að okkar aðal
atvinnu. Það ræðst hins
vegar algerlega af því
hvemig til tekst með
markaðssetninguna á
kjötinu," segir Loftur.
Fengu nóg af
borgarlifinu
Hann segir að þau
Helga hafi búið í
Reykjavík en fengið
nóg af lífinu þar og
langað til aó söðla um
og flytja út í sveit. Þeim
stóð til boða hæð í húsi
foreldra Lofts á
Sandlæk og fluttu
þangað fýrir rúmum
þremur ámm.
„Þá fórum við að
velta fýrir okkur
möguleikum á að hefja
einhvem búskap. Við
skoðuðum möguleikana
í hinum hefðbundnu
búgreinum en sáum
strax að þar yrði um of
mikla fjárfestingu að
ræða. Síðan gerðist það
að við fómm í sumarfrí
út á Dalatanga þar sem
við þekkjum til. Hjónin
þar em með kanínur
bara fýrir heimilið og þá
kviknaði hugmyndin að
þessari kanínurækt
okkar. Fyrst ætluðum
við að fara út í
feldkanínurækt og ég
fór á námskeið á
Hvanneyri í þeirri grein
en síðan sáum við að
kjötræktin væri
heppilegri og fómm út í
hana," segir Loftur
Erlingsson.