Bændablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. júli 2003 3 Nýir nemendagarðar Heildarfjöldi nemenda við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri verður ríflega 160 á komandi vetri. Nýir nemendagarðar meö 19 íbúðum voru opnaðir síðastliöinn vetur og um næstu áramót verður lokið við annan eins áfanga með 18 ibúöum. PJ byggingar ehf. sjá um framkvæmdirnar. Hér er horft út um glugga nýbyggingarinnar á gömlu skólahúsin__Bændablaðið/Torfi Breyttar áherslnr hjii LánasjðOi landbnnaOarins stofiianna til þriðja aðila. Til að ráða bót á þessu er sú leið sem við förum nú sú einfaldasta og öruggasta. Menn eiga væntanlega gíróseðlana sína og það ætti ekki að vera svo óskapleg fyrirhöfh að taka af þeim ljósrit og senda með umsókninni. Varðandi veðbókarvottorðin, þá er mjög mikilvægt að þau séu ný eða nýleg. Vanti upplýsingar á veðbókarvottorð vegna þess að það er orðið of gamalt, getur það leitt til mistaka sem tímaffekt er að leiðrétta og þannig tafið afgreiðslu umsóknar, jafnvel verulega. Þegar upp er staðið getur þessi vonandi óverulega aukafyrirhöfn bænda skilað sér í öruggari um- fjöllun og afgreiðslu lánsumsókna og jafnvel stytt afgreiðslutíma í einhverjum tilvikum". Eru vindraíorkustöðvar valkostur þeirra sem ekki geta reist vatnsaflsstttfivar? Innan Félags raforkubænda er hópur manna sem hefur ekki að- stöðu til að koma sér upp vatns- aflsrafstöð en á hins vegar möguleika á að setja upp vind- orkustöð eða vindmyllu. Miklar framfarir hafa átt sér stað í gerð vindorkustöðva og er nú svo komið að farið er að fjölda- framleiða allt að 3ja MW stöðv- ar. Talað er um að kostnaðurinn við að reisa stóra vindmyllu sé á milli 40 og 60 þúsund krónur á KW. Fyrir skömmu var að frum- kvæði Félags raforkubænda hald- inn á Selfossi firndur áhugamanna um vindorkurafstöðvar. Olafur Eggertsson, formaður félagsins, segir að allt að fimmtán aðilar hafi sýnt því áhuga að reisa vindorku- stöðvar. Um er að ræða bæði bændur og smáfyrirtæki sem eru að skoða þennan möguleika. A fúndinn mættu fúlltrúar ffá Vind- virkjun sem er félag áhugamanna um vindorku. Þeir bændur sem áhuga hafa á að reisa sér vindmyllur ætla sér að selja raforku inn á kerfi RARIK, alveg eins og bændur sem eru að reisa vatnsaflsstöðvar. Mikill áhugi hjá bœndum Öm Marelsson er einn af forystumönnum Vind- virkjunar. Hann segir að mikill áhugi sé nú fyrir vindorkurafstöðvum hér á landi, ekki síst hjá þeim bændum sem ekki hafa aðstöðu til að koma sér upp vatnsaflsstöðvum. Félagar í Vindvirkjun em að vinna að athugun á Getur verið að svona fyrirbæri verði algeng stórri vindraforkustöð með íslenskum sveitum í framtíöinni? Elvari Eyvindssyni á Skíð- bakka II í Landeyjum. Ef niður- stöður þeirrar athugunar verða já- kvæðar verður að öllum líkindum haldið áfiam með þá vindmyllu. Elvar sagði í samtali við tíðinda- mann Bændablaðsins að þetta hefði lengi blundað með sér. Hann sagðist bíða spenntur eftir niðurstöðum athugana Vindvirkjunarmanna en síðan yrðu verkin látin tala. Vindmylla fyrir Vestmunnaeyjar Öm talar um þann möguleika að mynda hlutafélag um myllu og að ffá henni yrði selt ódýrt raf- magn til bænda í nágrenninu og af- gangurinn færi inn á kerfi RARIK. Þessi möguleiki opnaðist með nýju orkulögunum. Öm telur jafnvel þann möguleika vera fyrir hendi að framleiða með vindmyllu alla þá raforku sem Vestmannaeyjar hafa þörf fyrir. Öm segir að Danir og Þjóð- verjar standi ffamarlega í smíði á vindmyllum og í Danmörku sé búið að reisa 6 þúsund myllur. Miklar framfarir hafa orðið í gerð vindmyllna og þær því orðnar afar vænlegur kostur til raforkuffam- leiðslu. Hann segist þess fullviss að ef sú athugun sem nú er í gangi verður jákvæð muni bændur taka sig saman um að reisa vindmyllur með það fyrir augum að selja raforku sem þeir hafa ekki sjálfir þörf fyrir til RARIK. Öm segist líka sjá fyrir sér möguleika fyrir fúllorðna bændur sem viija minnka bú sín að reisa sjón í vindmyllu og hafa tekjur af ______ raforkusölunni. ítarlegri upplýsingar um vindmyllur er að fa á heimasíðu Vind- viricjunar sem er www.vindvirkjun.is í Bændablaðinu nú er auglýsing frá Lánasjóðnum þar sem fram kemur m.a. að sjóðurinn óskar eftir afriti greiðsluseðla af öllum áhvílandi veðlánum, auk þess sem að framvegis munu veð- bókar vottorð eldri en mánaðar gömul ekki verða tekin gild sem fylgiskjal með umsókn. Lán frá Lánasjóðnum eru yfirleitt á 1. veðrétti og því ættu þau lán sem á eftir koma ekki að skipta svo miklu máli fyrir Lánasjóðinn. Bændablaðinu lék forvitni á hvers vegna þessar reglur eru settar og spurði Guðmund Stefánsson, framkvæmdastjóra sjóðsins, hvort hér væri ekki bara um óþarfa skriffinnsku að ræða sem gerði ekki annað en að íþyngja bændum. "Nei þetta er ekki óþarfi, heldur liður í að bæta okkar þjónustu við okkar viðskipta- menn" sagði Guðmundur. "Þó við séum yfirleitt á efstu veðréttum verða lántakendur að fá veðleyfi hjá seinni veðhöfúm og við höfúm annast þau mál fyrir okkar við- skiptavini. Síðari veðhafar þurfa að vita hver staða allra lána er og við höfúm ekki haft þær upplýsingar á reiðum höndum, a.m.k. ekki nærri því alltaf. Við viljum auk þess hafa betri yfirsýn yfir veðstöðuna við afgreiðslu um- sókna og bændur landsins eru margir hveijir famir að skulda miklu víðar en hjá Lánasjóðnum og Lífeyrissjóði bænda. Við eig- um enga greiða leið að upp- lýsingum um stöðu lána aðra en til umsækjendanna sjálfra vegna þeirra eðlilegu takmarkana sem eru á upplýsingagjöf fjármála- lilýr héraðsfulltrúi LandgræOslunnar á Vesturlandi Þann 1. júní sl. tók Þórunn Pétursdóttir við starfi héraðs- fúlltrúa Landgræðslunnar á Vesturlandi af Friðriki Aspelund. Þórunn er landffæðingur frá Háskóla ís- lands og stundar meistaranám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri samhliða starfmu. Héraðssetrið er nú til húsa í nýbyggðu skrifstofúhúsi á Hvanneyri ásamt fjölmörgum öðrum stofnunum land- búnaðarins. Nýtt símanúmer héraðssetursins er 433-7059. Reiaplága í Flóanum Ref hefúr fjölgað mjög í öllum hreppum í Flóanum og segir Guðmundur Stefánsson, oddviti í Hraungerði í Hraungerðishreppi, að segja megi að tófan sé komin um allt í Flóanum. Hann segir að tófa sæki mjög að sumarbústaðabyggðinni í Grímsnesi. Þar sé friðland fyrir hana því enginn skjóti inni í sumarbústaðabyggðinni. Að auki gangi fólk oft illa frá úrgangi sem tófan sæki í. „Hún fer einnig yfir ána og síðan niður allan Flóa. Það er orðið svo mikið af tófú hér á svæðinu að við verðum að fara að bregðast við af meiri þunga en verið hefúr við veiðar á henni og það er í undirbúningi," sagði Guðmundur Stefánsson. Hilda Pálmadóttir á Stóra Ármóti sagði í samtali við tíðindamann Bændablaðsins að það helsta sem plagaði fólk þar á bæ væru tófur. „Þær eru famar að valsa hér um allar sveitir. Eitthvað hafa þær verið að fara í lömb hér í hreppnum og fúglalífið hefúr látið nokkuð á sjá. Eitt greni hefur fundist hér svo gott sem við bæjardymar okkar og tófa hefúr sést víða í hreppnum og líka á Skeiðunum. Sumum finnst að gjaman mætti verða átak í að veiða kvikindin. Það er ekkert sérstaklega spennandi að hafa þau svona gott sem á hlaðinu hjá sér og að auki valsandi innan um kindumar í haganum," sagði Hilda Pálmadóttir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.