Bændablaðið - 08.07.2003, Page 6

Bændablaðið - 08.07.2003, Page 6
6 Bændablaðíð Þriðjudagur 8. júli 2003 Bændablaðið er málgagn íslenskra bænda Bændablaöið kemur út hálfsmánaöarlega. Þvi er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaöi. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur aö blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaöið, Bændahöll viö Hagatorg, 107 Reykjavik. Simi: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eirikur Helgason, blaöamaöur: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiöja Morgunblaðsins Bændablaöinu er dreift I tæpum 8000 eintökum. islandspóstur annast þaö verk aö mestu leyti. ISSN 1025-5621 Misskilin náttúravemd Fram kom í Bændablaðinu á dögunum að álftum hefði fjölgað gífurlega en tún og komakrar liggja víða undir skemmdum af völdum þessara fugla. I sömu frétt kom fram að ekki hefúr fengist fjárveiting til þess að ráða mann í starf til að koma í veg fyrir tjón af völdum villtra dýra og annast leiðbeiningar til þeirra sem verða fyrir skaða af þeim. Hins vegar segir í lögum nr. 94/1994: „Veiðistjóraembættið leiðbeinir þeim sem stunda veiðar og aðrar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir tjón af völdum viiltra dýra“. Brýnt er að þessum þætti umræddra laga verði framfylgt en nú svo komið að þolinmæði bænda er þrotin og þörf á róttækum aðgerðum. Biðlund manna eru skorður settar, einkum þegar sanngjömum hagsmunum er ógnað og vilji til að koma til aðstoðar virðist takmarkaður. Nauðsynlegt er að leyfðar séu staðbundnar veiðar á álft til að koma í veg lyrir verulegt tjón af völdum þeirra. Bændur fyrir vestan fullyrða að ref hafi íjölgað á Vest- fjörðum undanfarin ár og kenna um friðun hans á Hornströnd- um. Þeir, sem staðið hafa að friðun tófunnar á svæðinu, hafna þessu. Það skiptir þó ekki máli um hvaða rándýr er að ræða - engum er greiði gerður með offjölgun þeirra. Fram kom í áður- nefndri frétt í Bændablaðinu - og haft eftir þeim sem stunda eggjatöku í Hornbjargi - að tófan leiti nú í bjargið í ætisleit. Fullyrt er að ástandið hafi aldrei verið verra en í vor og að refurinn hafí hreinlega hrakið fuglinn burt þar sem hann hafi engan frið til að verpa. Talið er að villimink hafi fjölgað á undanfömum árum en hann veldur ómældu tjóni á fuglalífi landsins, auk þess að herja á fisk og seiði í ám og vötnum. í því sambandi má minna á ályktun búnaðarþings 2003 um „að villiminkur á íslandi verði skilgreindur sem meindýr sem beri að útrýma úr íslenskri náttúm með öllum tiltækum ráðum.“ Villiminkurinn var fluttur til landsins á sínum tíma á ábyrgð stjómvalda. Því er það rétt- mæt krafa að þau sömu stjómvöld taki af alvöru á því skaðræði sem minkurinn er í íslensku lífríki. Sagan segir að fyrir nokkm hafí sést til útlendra ferðamanna sem vom að rífa niður vörðu á heiðum uppi þar sem þeir töldu hana „skemma“ landslagið. Þegar þeim var bent á að á vetuma gæti varðan skipt sköpum fyrir þann sem væri á ferðalagi áttuðu þeir sig á að hér á landi á annað við en í ofúrskipulögðum heimshlutum. Nýlega hafnaði reykvískur ljósmyndari ósk Bændablaðsins um notkun á prýðilegri mynd sem sýndi tófú á Homströndum með fúgl í kjaftinum. Hann kvaðst ekki kæra sig um að myndskreyta frétt um refaveiðar, þar sem hann teldi að friða eigi tófúr. Þessar sömu tófúr hafa nánast skrúfað niður í mófúglum víða á Vestfjörðum og halda nú suður á bóginn í leit að æti. Ferðafólk, sem hetúr gengið um Homstrandir, saknar söngs mófúglanna en vaknar gjaman við þmsk í refúm í ætisleit. Hið sama virðist vera í uppsiglingu í Flóanum - samanber frétt á blaðsíðu 3. Vargfúgl nemur líka land og eyðileggur æðarvarp og má í því sambandi nefna Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði, þar sem skúmur er á góðri leið með að eyðileggja varpið. Þess má geta að æðarbændur hafa um árabil óskað eftir því að fá að skjóta skúm í friðlýstu æðarvarpi utan Skaftafellssýslna, en því hefúr ætíð verið hafnað með einni undantekningu. Utan úr heimi heyrast raddir sem bergmála hér á landi og segja að náttúmvemd felist í leit að jafnvægi - þar sem maðurinn sé nánast áhorfandi. Tilraun af því tagi virðist nú í gangi í friðlandinu fyrir vestan og er útkoman, enn sem komið er, vemlegt áhyggjuefni. Kreddusjónarmið eða skortur á ijármagni mega ekki ráða ríkjum þegar kemur að náttúmvemd - sem á fyrst og síðast að byggja á heilbrigðri skynsemi. /ÁÞ SmáveHasjóður landbúnaðarins Hvaða árangri skila styrktan verkefni sjóðsins? Smáverkefnasjóður Iandbúnaðarins var stofnaður í árslok 1990 með sérstakri fjárveitingu frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Frá upphafi hefur hann haft sérstaka stjórn og er svo enn. Tilgangur hans er og hefur verið að styðja við framtak og hugmyndir fólks í drcifbýli sem eflt gætu atvinnusköpun. Þau verkefni sem notið hafa styrkja eru afar fjölbreytileg þó að handverk hvers konar og starfsemi tengd því sé mest áberandi. Þegar sjóðurinn hafði starfað í nokkur ár var gerð könnun á árangri starfsins. Niðurstaðan var á þann veg að augfjóst þótti að halda áfram. Á árinu 2002 fannst stjóm sjóðsins kominn tími til þess að kanna árangurinn eftir tíu ára starf. A þeim tíma sem könnunin var gerð höfðu sjóðnum borist 544 umsóknir, þar af höfðu 424 (78%) hlotið styrk. Hlutfallsleg skipting þessara styrkja er þannig: konur 50%, karlar 30% og félagslegar umsóknir 20%. í mars 2002 sendi stjórn Smáverkefnasjóðs spurningalista til allra sem fengið höföu styrk úr sjóðnum undanfarin fjögur ár þar sem styrkþegar vom spurðir um árangur og afdrif þeirra verkefna sem hlotið höfðu styrk í því skyni að meta þann árangur sem styrkveitingar sjóðsins hafa skilað. Niðurstöður úr skoðanakönnun Hér á eftir fylgja þær spumingar sem lagðar voru fram og svör við þeim: Er verkefni þitt starfrœkt nú? 87% svarenda sögðu svo vera. Þeir sem höfðu hætt sögðu það vera vegna: brottflutnings, heilsu- brests, gjaldþrots eða tíma- bundinnar stöðvunar. Hefur uppbygging þess gengið eins og vonir stóðu til? 11% svarenda sögðu svo vera. Hafa áœtlanir þínar um starfsemina staðist? 81% svarenda kvað svo hafa verið. Hversu margir starfa við verkefnið, starfshlutfall? 1A% þeirra sem svöruðu gerðu grein fyrir árangrinum. Þeir töldu að alls hefðu 33 árs- störf orðið til vegna verkefha sem þeir hefðu stofnað til á fjögurra ára tímabili. Var fyrirgreiðsla sjóðsins nægileg? 73% svarenda töldu svo vera, en fjórðungur þeirra taldi að styrkurinn hefði þurft að vera hærri. Hversu miklu skiptir það að eiga þess kost að fá styrk úr sjóðnum til verkefna eins og þíns? 90% svarenda sögðu að það hefði skipt mjög miklu eða miklu máli að hljóta styrk til verkefnisins. Hafði styrkurinn eitthvert annaó gildi heldur en fjárhagslegt? 12% svarenda svöruðu því játandi. Hvert er markaðssvæði þitt? Rúmlega helmingur þeirra sem svaraði telur allt landið sem markaðssvæði og þar næst kom heimahérað. Hver var brúttóvelta verkefhis- ins árin 2001 og 2002? Meðal- velta á verkefni hjá þeim sem svömðu var kr. 1.209.400 fyrir árið 2001 og kr. 1.332.200 fyrir árið 2002. Hefði átt að gera meiri kröfur um þjálfun eða frœðslu í upphafi? 84% svarenda svömðu því neit- andi. Er samvinna við aðra um framleiðslu eða sölu? 55% svar- enda sögðu svo vera. Ekki reyndist unnt að fá frarn í hvaða formi sú samvinna væri. Ert þú aðili að félagsskap sem tengist framtaki þínu? Svarendur skiptust í tvo nokkuð jafnstóra hópa sem sögðust ýmist virkir í félagsskap tengdum verkefhinu eða þeir vom utan alls félags- skapar. Hyggur þú á frekari fram- kvœmdir eða fjárfestingu til at- vinnuauka? 68% svarenda svöruðu því játandi. Er þörf á frekari styrk og þá til hvers? 74% svarenda töldu svo vera. Umfjöllun Um þijá fýrstu liðina er tæpast hægt að álykta annað en að mjög vel hafi tekist til varðandi úthald, upp- byggingu og áætlanir umsækjenda. Varðandi það hversu mörg störf hafa orðið til þá hljóðar svar þeirra sem svömðu upp á 33 ársstörf. Ef tekið er tillit til þess að 87% verkefna í úrtakinu em enn gangandi, en 35 þátttakendur (74%) svara spum- ingunni, þá má telja líklegt að störfm séu f raun nokkm fleiri. Samkvæmt þessu virðist hver styrkveiting hafa skapað 0,94 árs- störfhjá þeim sem svömðu. Með því að líta yfir sviðið frá upphafi og yfirfæra niðurstöðu könnunarinnar á allt tímabilið þá kemur eftirfarandi í ljós. Þegar könnunin var gerð höfðu samtals 424 aðilar hlotið styric frá upphafi. Með framreikningi sam- svarar þetta 399 ársstörfum, þar sem Smáverkefnasj óður hefur átt hlut að máli. Ef litið er á heildampphæð styrkja frá upphafi og deilt með áætluðum fjölda starfa, þá hefhr hvert stöðugildi kostað sjóðinn 175.990 kr. Rétt er að geta þess að deila má um hversu raunhæfir svona ffam- reikningar em. Ef þeir standast er augljóst að ótrúlega lága upphæð þarf til þess að skapa atvinnu á því sviði sem Smáverkefnasjóður starfar. Hafa ber í huga að líklega gera þátt- takendur í könnuninni ffemur litlar kröfur um tekjur á bak við hvert árs- starf sbr. tölumar um ársveltu. Þótt deila megi um réttmæti ffamreikn- inga úr skoðanakönnun sem þessari, þá sýnir könnunin að um ótvíræðan árangur var að ræða hjá þeim sem svömðu. Varðandi þá hámarksupphæð sem veitt hefhr verið virðist sem all- vel hafi til tekist við að affnarka þann hámarksstyrk sem veittur er á hvert verkefni. Hámarksstyrkur á verkefni var ffá upphafi og til ársins 2003 kr. 300 þúsund en meðal styrkupphæð, sem veitt var á hvert verkefni, var þó mun lægri. Hámarksstyrkur var síðan hækkaður í kr. 500 þúsund á árinu 2003. Greinilega kom ffam að miklu skipti fyrir verkefnin að eiga þess kost að fá styrk því að oft er verið að ráðast í ný verkefhi af litlum efhum. Hvort styrkurinn hefði eitthvert annað gildi heldur en fjárhagslegt þá sögðu langflestir svo vera og notuðu umsögn eins og "hvetjandi, tiltrú annarra, að starfa heima, viður- kenning og félagslegt gildi." Varðandi það hvert væri helsta markaðssvæði ffamleiðslunnar, þá kemur nokkuð greinilega í ljós að það er landið allt en heimamarkaður virðist minni heldur en ofl hefhr verið talið. Varðandi ársveltu verkefnanna kemur í ljós að hjá nokkrum að- spurðra er hún ffemur lág. Margir gáfu þá skýringu að starfsemi þeirra væri fyrst og ffemst menningarleg og tekjur kæmu inn með óbeinum hætti og jafnvel á aðra liði eins og almenna þjónustu en starfsemin væri þrátt fyrir það nauðsynleg vegna annarra verkefna. Því má telja að ársvelta sé víða raunverulega talsvert hærri heldur en svörin sýna beinlínis. Þegar spurt var um tengsl við fé- lagsskap tengdan verkefiiinu kom í ljós að helst var um slíkt að ræða varðandi starf í handverkshópum þótt svörun á þessu sviði væri býsna fjölbreytileg. Athygli vekur hversu margir hyggja á ffekari ffamkvæmdir við núverandi verkefni, sem sfyður þá ályktun að vel hafi tekist til í upphafi. Þegar spurt var um þörf fyrir frekari styrk og til hvers þá kom í ljós að þörfin er fyrir hendi hjá langflestum og þá helst til fjár- festinga og markaðs- setningar. Að lokum Tekið skal ffarn að alls svömðu 43,5% I aðspurðra. Æskilegra hefði verið að fá fleiri svör. Niðurstaðan hlýtur þó að vera góð vísbending um árangur starfsins því að svörin eru eindregið á þann veg að vel hafi tekist til við að styrkja verkefni sem skila talsverðum tekjum og skapa mörg störf. Ánægjulegt er hversu margir hyggjast auka starfsemi á því sviði sem styrkt var og telja þá væntanlega að það sé líklegt til árangurs. Augljóst ætti að vera, samkvæmt ofangreindri könnun, að starf Smáverkefnasjóðs landbúnaðarins hefhr skilað umtalsverðum árangri. Ákveðið hefur verið að Smá- verkefiiasjóður muni starfa enn um sinn með svipuðu sniði og verið hefhr. í árslok 2004 verður tekin ákvörðun um ffamhaldið. Stjóm Smáverkefhasjóðs skipa: Jóhanna Pálmadóttir, Akri A-Húna- vamssýslu fonnaður, Jónas Helga- son, Æðey N-ísaf]arðarsýslu og Jón G. Guðbjömsson, ffamkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Umsjónarmaður með daglegum rekstri sjóðsins er Ámi Snæ- bjömsson, Bændasamtökum Islands. Upplýsingar um sjóðinn, ásamt umsóknareyðublöðum, fást hjá Bændasamtökum íslands, búnaðar- samböndum og á heimasíðu BÍ, bondi.is. Arni Snæbjörnsson, Bændasamtökum Islands

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.