Bændablaðið - 08.07.2003, Síða 8

Bændablaðið - 08.07.2003, Síða 8
8 Þriðjudagur 8. júlí 2003 Bændablaðið Talið mfignlegt að fjfilga ferðamönnum ( Vesturbyggð Könnun sem gerð var á vegum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar um möguleika á aukinni ferða- þjónustu á þessum stöðum eykur mönnum vestra bjartsýni á að hægt sé að fjölga til muna ferðamönnum í V-Barða- strandarsýslu frá því sem nú er og ekki hvað síst á Látrabjargi. Könnunin var gerð fyrir ári og var studd af samgönguráðu- neytinu. Kannaður var fjöldi gesta og heimsókna og voru þeir greindir eftir kyni, búsetu, aldri, menntun, ferðamáta og farartækjum o.fl. Samkvæmt könnuninni koma um 15 þúsund ferðamenn á Látrabjarg á ári og þeir sem koma og hafa viðdvöl í V-Barðastrandarsýslu eru um 36 þúsund á ári. Þórólfúr Halldórsson sýslu- maður, sem sæti á í atvinnumála- nefhd Vesturbyggðar, segir að niðurstöður könnunarinnar gefi fullt tilefhi til að ráða sérstakan ferðamálafulltrúa fyrir svæðið og þá hugsanlega f samvinnu við Tálknafjörð. „Við í atvinnumálanefnd höfum beint því til bæjarstjómar Vesturbyggðar að þegar í stað verði gerðar ráðstafanir til að ráða ferðamálafulltrúa. Okkur sýnist sem að umtalsverður vaxtarbrodd- ur sé fyrir hendi í ferðaþjónustu hér vestra. Það er samdóma álit allra sem kannað hafa möguleika á aukinni ferðaþjónustu á sunnan- verðum Vestfjörðum að Látrabjarg sé einn af þeim stöðum á landinu sem hefur hvað mest aðdráttarafl fyrir ferðamenn," segir Þórólfúr Halldórsson. Hann segir að atvinnumála- nefnd leggi til að ferðamálafúlltrúi vinni að stefnumótun og skipulagi ferðaþjónustunnar á svæðinu. Hann verði einnig til ráðgjafar við þá vinnu sem fer í hönd við gerð aðalskipulags, þar með talin uppbygging þjónustumiðstöðvar á Látrabjargi og samþættingu ferða- þjónustuaðila á svæðinu. Leyndarmál í Búðardal! Það er kunnara en frá þurfi að segja að starfsmenn Mjólkursamlagsins í Búðardal eru kappsamir í vöruþróun. A þessari mynd má sjá Jóhannes H. Hauksson, ostameistara og vöruþróunarstjóra, að meðhöndla súrmjólkurvöru sem er framleidd samkvæmt einkaleyfi fyrirtækis á Norðurlöndum. Þegar myndin var tekin var Jóhannes að undirbúa sýni sem neytendahópur átti að prófa næsta dag. Ekki er unnt að segja meira um þessa nýju vöru annað en að hún kemur á markað næsta haust og að varan flokkast undir það sem gjarnan er nefnt "fæða með hlutverk". Sem sagt: Leyndarmál þar til í haust! Einstaklingsmerkingar nautgripa Merkja parf alla ásebiingskálfa sem koma I heiminn frá og með 1. september Senn líður að því að hefja skuli einstaklingsmerkingar nautgripa, en eins og flestum kúabændum er kunnugt skal merkja alla ásetningskálfa sem koma í heiminn frá og með 1. september n.k. Rætt hefur verið við tvo merkjaframleiðendur um að taka framleiðslu merkjanna að sér, annars vegar Allflex A/S í Danmörku og Os Husdyrmerkefabrikk í Noregi. Smíði tölvukerfis og gagnagrunns sem heldur utan um kerfið stendur einnig yflr á vegum tölvudeildar BI og vonast er eftir því að bændur geti farið að panta merki frá 1. ágúst n.k. Fyrir því verður þó gerð nánari grein þegar ljóst er hvenær pantanir geta hafist. Veró merkja og annars búnaðar Komnar eru fram verðhugmyndir framleiðenda, samkvæmt þeim er kostnaður við venjulegt, forprentað plötumerki ca. 60 krónur, raflæst merki (lítið, hringlaga) kostar rúmar 200 krónur og er í augnablikinu aðeins fáanlegt hjá Allflex, stærri gerð slíkra merkja kostar rúmar 230 kr. Norska fyrirtækið Os verður tilbúið með slík merki um næstu áramót. Skv. erlendum tölum fara 2-5% merkjanna forgörðum. Rekstrarkostnaður kerfisins hefúr síðan verið áætlaður 200 krónur á merki. Tangir til ísetningar kosta á bilinu 2.900-4.200 krónur og lófatölvur (fyrir þá sem það vilja) til að lesa af raflæsu merkjunum kosta á bilinu 30-50.000 krónur eftir gerðum. Þess ber þó að geta að á raflæsu merkjunum er að finna sömu forprentuðu upplýsingar og á plötumerkjunum. Innkaupsverð merkja, flutningur og dreifmg, svo og umsýslugjald innheimtist í einu lagi með millifærslu (beingreiðslur), gíró, Vísa/Euro eða á annan þann hátt sem bóndinn velur. Raflœs merki Það eru eindregin tilmæli BÍ að bændur noti raflæsu merkin, þar sem hugmyndir eru uppi um að hagnýta þau við sæðingar, útlitsdóma, sjúkdómaskráningu o.s.ffv., þannig að flytja megi þær upplýsingar beint inn í miðlægan gagnagrunn, án handvirkrar skráningar. Einnig má búast við að sláturleyfishafar muni innheimta skráningargjald (500 kr?) fyrir gripi sem þarf að skrá handvirkt í sláturhús, þannig að ca. 140 króna munur á verði merkjanna verður sennilega mjög fljótur að skila sér til baka. Merkjapantanir Gert er ráð fyrir því að bændur panti merkjabirgðir til ca. eins árs. Pöntunarferlið er þannig hugsað að bændur panta merki gegnum Netið, búnaðarsamböndin eða sína þjónustudýralækna. Hægt verður að panta til 20. hvers mánaðar, þá eru pantanir mánaðarins ffamleiddar og sendar til landsins. Merkingar fullorðinna gripa Eins og fram kemur í reglugerðinni um merkingar búfjár, skulu allir nautgripir vera merktir skv. ákvæðum hennar ffá og með 1. janúar 2005. Eins og áður hefúr komið ffam, skulu fúllorðnir gripir vera merktir með því númeri sem þeir hafa þegar hlotið í skýrsluhaldi BI, eins og mun vera tilfellið með um 80% nautgripa. Æskilegt er að allir nautgripir verði komnir með einstaklingsmerki hið allra fyrsta. Það stuðlar að því að kerfið virki sem skyldi og fari að skila kúabændum þeim ávinningi sem til er ætlast./BHB. Um „sorglega"... „sprengju11 í Bændablaðinu sem kom út hinn 24. júní 2003 er viðtal við Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra þar sem farið er vítt og breitt yfir stöðu landbúnaðarins nú um stundir. Margt ágætt kemur fram í viðtalinu eins og við er að búast (skárra væri það nú) og er ekki að efa að ráðherrann vill landbúnað- inum og búandi fólki allt hið besta. Vonandi er t.d. að spá Guðna um uppgang í ferða- þjónustu, hrossabúskap og trjárækt gangi eftir og að sauðfjárræktin komist í það horf að lífvænlegt verði fyrir þá sem í henni starfa. En það er þegar farið er að fjalla um ástandið á kjötmarkaðinum sem mér finnst slá dálitið út í fyrir ráðherranum. Blaða- maðurinn kemst svo að orði að „dökk ský" séu þar á lofti og í framhaldinu kemur sem svar frá Guðna spuni sem vart er hægt að sitja undir og láta ósvarað. Ráðherrann heldur því til að mynda fram að kjúklinga- búin séu farin úr höndum bænda og komin í hendur einhverra ótilgreindra „sláturfélaga" og einhverra dularfúllra „peningaafla ein- hvers staðar úr þjóðfélaginu" sem séu orðnir eigendur þeirra. Þama er svo frjálslega farið með staðreyndir og fúllyrðingar svo al- mennar, svo ekki sé sagt loðnar, að undrun sætir. Eg veit að Guðni veit betur og því er mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna hann setur þetta svona fram. Sannleikurinn hvað þetta varðar er að eitt kjúklingabú, Reykjagarður hf., er í meirihlutaeigu Sláturfélags Suðurlands, en hafði áður verið í eigu Búnaðarbankans og hefúr það verið rekið með tapi undanfarin misseri, þrátt fyrir að bankinn hafí ausið í það hundruðum milljóna. Tapið stafar af því að fyrirtækið (bankinn?) virðist ekki gera hina minnstu tilraun til að verðleggja afúrðir búsins þannig að einhver von sé til að reksturinn standi undir sér. Þetta hefúr hver sem er getað sannreynt sem hefúr fylgst með verðlagningu ,Holtakjúklinga t.d. í Bónus- búðunum. Þar sem Guðni ræðir um bú í eigu peningaafla gæti hugsanlega verið um að ræða .Islandsfúgl sem virðist hafa níu líf eins og kötturinn, fer á hausinn næstum ár- lega og rís jafnharðan upp aftur og eins og Reykjagarður, virðist ekki þurfa að fá fyrir kostnaði, leikurinn er bara endurtekinn. Þar koma að málinu sjóðir og sveitarfélög, þetta er nefnilega „landsbyggðarmál" og þá skipt- ir ekki endilega máli hvort reksturinn ber sig. Svo er þetta atvinnumál líka, fólk gæti misst vinnuna fyrir norðan og ekki er það gott, svoleiðis má bara gerast á Suð-Vestur- landi, þar er víst næga atvinnu að fá þrátt fyrir allt atvinnuleysið! Enginn virðist leiða hugann að því hvað þetta fólk gerði áður en Dalvíkurbúið reis upp eins og gorkúla fyrir örfáum árum og væri ffóðlegt að sjá hvemig það var fjármagnað á sínum tíma og kannski ekki síður núna síðast. Guðni heldur því réttilega ffam að skuldir hverfi ekki heldur skipti um greið- endur og eru það ekki ný sannindi, en hvers vegna skyldu menn taka þann kost að falla ffá hluta af sínum kröfúm ffekar en að knýja viðskiptaaðila sína í gjaldþrot. Ætli það geti nú ekki verið af því að fyrri kosturinn sé metinn betri til lengri tíma litið. Víst er sárt að sjá á eftir stórfé í svokölluðum nauða- samningum en verra gæti verið að missa góðan viðskiptavin sem líklegt er að geti spjarað sig sé til ffamtíðar litið. Svo aftur sé vikið að eignarhaldi á kjúk- lingabúum þá er rétt að upplýsa svo dæmi sé tekið að það eru nokkrir bændur sem eiga Isfúgl og leggja þar inn sínar afúrðir, svona rétt eins og sauðfjárbændur leggja sínar inn hjá t.d. Sláturfélagi Suðurlands. ísfugl er búinn að fara í gegnum gjald- þrot. Einnig er eitthvað um að bændur leggi inn hjá Reykjagarði. Reykjagarður væri eflaust gjaldþrota ef Búnaðarbankinn kæmi ekki til. Islandsfúgl er að nokkru sér á parti, verður gjaldþrota með vissu millibili eins og áður er getið. Hjá Móum er það þannig að um er að ræða dreifðan hóp bænda sem ýmist eru í verktöku hjá fyrirtækinu eða leggja inn afúrðir sínar með hefðbundnum hætti. Móar fengu samþykktan nauðasamning í byrjun júní og ganga nú í gegnum endur- fjármögnun. Móar voru byggðir upp af myndarskap og ffamsýni svo sem Móastöðin er glöggt dæmi um og Guðni ætti að kannast við, þar sem hann var eitt aðalnúmerið við opnun hennar og hafði þar mörg orð um hve vel væri að staðið. Þá má geta þess að bændur í viðskiptum við Móa eru allt ffá og með Húnavatnssýslu suður um og austur að Rangárvallasýslu. Af þessu má sjá að það er með öllu rangt að halda því ffam að kjúklingaffamleiðslan sé algjörlega farin úr höndum bænda en dæmi eru vissulega um það, svo sem sjá má á Reykjagarði og Islandsfúgli á Dalvík. Ingimundur Bergmann

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.