Bændablaðið - 08.07.2003, Page 14
14
Bændobloðið
Þriðjudagur 8. júli2003
Nokkur lykilatriði í breytingum á landbúnaðarstefnu ESB
•Eingreiösla á bú til
bænda innan ESB,
óháö framleiðslu;
haida má takmarkaöri
tengingu viö
framleiöslu tii aö
koma í veg fyrir aö
framleiösla leggist
niöur.
■Eingreiöslan veröur
tengd
umhverfisþáttum,
matvælaöryggi,
heilbrigði dýra og
plantna og kröfum um
meðferð búfjár, auk
kröfunnar um aö
halda
landbúnaöarlandi í
góðu ástandi meö
tilliti til
landbúnaöarnota og
umhverfismála.
•Aukin áhersla á
byggðamál, meö
auknum
fjárframlögum, nýjum
aöferöum til aö ná
markmiöum sbr. aö
ofan (t.d. meö
framlögum til
ráögjafar).
■Lækkun á styrkjum til
stærri búa (bú sem fá
meira en 5000 evrur á
ári í styrki) en þaö
fjármagn sem sparast
verður notaö til nýrra
aögeröa i
byggðamálum.
■Lágmarksverð á
smjöri verður lækkaö
um 25% á fjórum
árum og á
undanrennudufti um
15% á þremur árum.
EndurskoBim
landbúnaðar-
stefnuESB
Þann 26. júní sl. komust
landbúnaðarráðherrar ESB að
niðurstöðu um endurskoðun
landbúnaðarstefnu þess.
Niðurstöðumar em sagðar marka
tímamót í sögu sameiginlegrar
landbúnaðarstefnu ESB en
kjaminn í þeim er að horfið verður
frá því að tengja styrki til bænda
við framleiðslu. Hér er bæði um
að ræða stuðning sem telst í "gula
boxinu" gagnvart og WTO og
einnig það sem flokkað hefúr
verið í "bláa boxið". Markmiðið
er að gera evrópskan landbúnað
samkeppnishæfari og að
markaðsöfl ráði meim um
framleiðsluákvarðanir einstakra
bænda.
Gmnnurinn að stuðningi við
einstök bú verða þeir styrkir sem
viðkomandi bú fékk á ámnum
2000-2002. Aftenging
stuðningsins á að hefjast ffá og
með 2005 þó að einstök lönd hafi
heimild til að fresta því til 2007.
Frakkar fengu því ffamgengt að
hluti stuðningsins verður áffam
tengdur ffamleiðslu. Þannig
verður lágmarksverð á komi
óbreytt og einstök lönd geta valið
milli þriggja valkosta við að tengja
hluta stuðnings við nautakjöt við
framleiðslu. Niðurstaðan felur
einnig í sér að til að fá þann
stuðning sem verður ótengdur
framleiðslu þurfa bændur að
uppfylla kröfúr varðandi meðferð
búfjár, umhverfisvemd,
plöntuheilbrigði og
matvælaöryggi. Einnig kröfúr
varðandi viðhald ásýndar lands í
dreifbýli. Sé þessu ábótavant
lækka greiðslur til viðkomandi
framleiðanda. Tenging greiðslna
við fleiri þætti en ffamleiðslu mun
hins vegar auka eftirlit og
skriffæði við styrkjakerfið.
Að mati dönsku
bændasamtakanna em áhrif
endurskoðunarinnar mest á
mjólkurffamleiðslu. Lækkun á
lágmarksverði á smjöri og
undanrennudufti mun
óhjákvæmilega fylgja lækkun á
mjólkurverði til bænda.
Nautakjötsffamleiðsla er einnig
mikilvæg á jaðarsvæðum og
aftenging stuðnings við
ffamleiðslu í vemlegum mæli mun
breyta forsendum búskapar þar
vemlega.
Viðbrögð samtaka bænda í
Evrópu em blendin. í
fféttatilkynningu ffá COPA og
COCEGA, samtökum
bændasamtaka og samvinnufélaga
innan ESB, er lýst vonbrigðum
með niðurstöðuna. Hún þýði aukin
áhrif einstakra landa á stuðning
við landbúnað í hverju landi fyrir
sig auk þess sem fyrirkomulag
stuðnings verði flóknara en fyrr.
Óvissa og misræmi skapist í
samkeppnisstöðu milla bænda,
milli búgreina og aðildarríkja.
Mestur þrýstingur skapist á
harðbýl svæði þar sem
framleiðslukostnaður er hærri en
verðið sem markaðurinn greiðir
fyrir afurðimar og þar mun
aftenging stuðnings við
framleiðslu hafa mest áhrif og
leiða tii samdráttar í framleiðslu.
Krafa COPA og COCEGA er að
ráðherrar ESB lýsi yfir að hér sé
um lokatilboð af hálfú ESB að
ræða í WTO viðræðunum í
Cancun í september. Foiystumenn
WTO hafa hins vegar líkt
niðurstöðu ESB við blóðgjöf fyrir
yfirstandandi viðræður um nýjan
samning um viðskipti með
landbúnaðarvörur. Því má telja að
líkur hafi aukist á að ráðherrafúndi
WTO í Cancun í haust takist að
koma þeim viðræðum áffam en
þar hefúr lítið miðað síðustu
mánuði. /EB
Landbúnaðop
stefna E86
Þann 26. júní sl. náðu lönd
Evrópusambandsins samkomulagi um
endurskoðun á hinni almennu
landbúnaðarstefnu (kölluð CAP- Common
Agricultural Policy) eftir þriggja vikna
samningalotu. Samkomulagið byggir á
tillögum ffamkvæmdastjómarinnar um
endurskoðun á Agenda 2000, sem
inniheldur stefnu ESB í landbúnaðarmálum.
Aðalmarkmið ffamkvæmdastjómarinnar
með þessum tillögum var að hverfa ffá
framleiðslutengdum styrkjum í landbúnaði
og greiða þá án markaðstruflandi áhrifa s.s.
með hliðsjón af umhverfisþáttum,
dýravernd og heilbrigði dýra og afúrða. Ur
þessu markmiði var dregið nokkuð með
samningunum, en framkvæmdastjómin telur
þó að aðalmarkmiðið hafi náðst með þessu
samkomulagi eftir nær 12 mánaða
samningaþóf.
Samkomulagið er byggt á fyrri
ákvörðunum ESB um ramma fýrir
fjárhagslegan stuðning til landbúnaðarins
sem nær ffam til 2013 og var settur við
ákörðun um stækkun Evrópusambandsins. I
samkomulaginu er talin felast ein mesta
breyting sem gerð hefúr verið á
landbúnaðarstefnu ESB í fjóra áratugi.
Verður hér á eftir greint ffá helstu
breytingum en ekki er um tæmandi lýsingu
að ræða.
Meginbreytingar
Samkomulagið felur í sér að meginhluti
styrkja í landbúnaði greiðist hverju býli
óháð ffamleiðslu og er áætlað að þegar hið
nýja fyrirkomulag hefúr tekið gildi að fúllu
muni beinn stuðningur innan svæðisins eins
og það er nú nema um 35 milljörðum evra
og 60% hans verði óframleiðslutengd. Til
að halda óffamleiðslutengdum styrkjum þarf
einungis að vera stundaður landbúnaður á
býlinu án tillits til hvað er ffamleitt.
Markmið þessa nýja fyrirkomulags er að
ákvarðanir um ffamleiðslu á einstökum
býlum verði teknar með tilliti til
markaðsverðs fyrir afúrðimar á hverjum
tíma.
Út á hvert býli greiðist ffamlag, sem
reiknast á hverja einingu lands, út ffá
viðmiðunarstærðum um ffamleiðslu og
framlög árin 2000 til 2002 með rétti til
endurskoðunar vegna sérstakra aðstæðna.
Til að ná sameiginlegri niðurstöðu var
samið um frávik ffá þessari meginreglu sem
hverju landi er heimilt að beita teljist það
nauðsynlegt til að afstýra vandamálum, sem
breytingamar em taldar kunna að valda. Því
verður hveiju ríki fyrir sig heimilt að halda
25% styrkja út á akurlendi sem
ffamleiðslutengdum. Nú nema þessir
styrkir um 63 evmm á hektara að meðaltali
fyrir allt svæðið. Fastur styrkur á hektara
verður því 75% af þeim sfyrk sem hefúr
verið greiddur eða um 47 evrur á ha á ári að
meðaltali, óháð ræktun. Út á ffamleiðslu á
dummhveiti verður heimilt að halda 40%
ffamlaga sem ffamleiðslutengdum greiðslu.
Veittar em undanþágur vegna styrka út á
ffamleiðslu sauðfjár, geita og nautgripa.
Heimilt verður að halda 50% ffamlaga á
kindur og geitum áfram tengdum fjölda bú-
fjár og því framlagi sem greitt er á jaðar-
svæðum (LFA - Less Favored Areas). A
þeim svæðum verður einnig heimilt að við-
halda sérstökum ffamleiðslutengdum
styrkjum við þurrkun á komi.
Vegna ffamleiðslu nautgripakjöts em
ríkjunum veittir þrír undanþágukostir. í
Fyrsta lagi að halda að fúllu ffamlagi á
hverja holdakú og 40% ffamlags á hvem
sláturgrip. í öðm lagi að halda fullu
ffamlagi á hvem sláturgrip og í þriðja lagi
að halda 75% af sérstöku framlagi á hvert
holdanaut.
Markaðskerfi mjólkurafúrða tekur sér-
stökum breytingum. Þær felast í að dregið
verður úr aðgerðum sem hingað til hefúr
verið beitt til að halda uppi verði fyrir
bænda. Skylduuppkaup til að tryggja lág-
marksverð fyrir útfluttar mjólkurafúrðir
verða skert. Einnig lækkar hámarksmagn
uppkaupa í smjöri á fjórum ámm úr 70
þúsund tonnum í 30 þúsund tonn en helst
óbreytt fyrir mjólkurduff. Uppkaupaverð á
smjöri lækkar á sama tíma um 25% og
uppkaupaverð á mjólkurduffi er lækkað um
15% á þremur ámm. Til að mæta þessari
skerðingu verða teknar upp beingreiðslur til
mjólkurbænda er nema á fyrsta ári (2004)
11,81 evm á tonn mjólkurkvóta sem hver
bóndi hefúr, sem hækka í 35,50 árið 2007.
Þessum greiðslum er ætlað að verða
aftengdar ffamleiðslukvóta mjólkur árið
2008 og verða þá tengdar landi jarðarinnar
eftir það á sama hátt og aðrar
óffamleiðslutengdar greiðslur.
Við endurskoðun landbúnaðarstefnunnar
árið 1999 var samþykkt að skerða
mjólkurverð til bænda um 15% á ámnum
2005-2008 og að auka mjólkurkvóta um
1,5% ffá árinu 2006. Með þessum
breytingum verður skerðingin 5% meiri en
áformað var þ.e.a.s. 20%. Framleiðslukvóti
mjólkur verður ffamlengdur til ársins
2014/15.
Sérstakt ákvæði er um að
aðildarríkjunum skuli vera heimilt að greiða
10% álag til einstakra jarða á ffamlög þau
sem sameiginlegur sjóður ESB veitir til að
stuðla að betri búskaparháttum sem hafi
þýðingu ffá umhverfislegu sjónarmiði.
Sérstakt ákvæði er um að styrkir til býla
yfir 5000 evmm á ári skuli skerðast um 3%
árið 2005 sem hækkar í 5% árið 2007 og
helst óbreytt úr því. Þessum fjármunum
verður ráðstafað á hlutlægan hátt eftir
almennum reglum er taka mið af
landbúnaðarlandi, atvinnustigi og
þjóðartekjum landanna eða svokölluðum
"samhygðarforsendum". Þó skulu aldrei
minna en 80% skerðingarfjárhæðar renna til
baka til hvers lands.
Áhrifá viðskiptalegt umhverfi
landbúnaóarafurða
Hið nýja fyrirkomulag sem aftengir
styrki ffamleiðslunni á að taka gildi 1.
janúar 2005. Til samkomulags var fallist á
að þó sé einstökum ríkjum heimilt að fresta
ffamkvæmd þess um tvö ár.
Framkvæmdastjómin hefúr lagt áherslu á að
þessum breytingum sé ætlað að gera
landbúnað ESB umhverfis- og
markaðsvænni og samkeppnishæfari. Horfið
verði ffá að greiða með einstökum afúrðum
fyrir utan áðumefndar undantekningar sem
leiði til þess að bændur í Evrópu leiti fyrst
og ffemst eftir að ffamleiða þær afúrðir sem
best borgar sig út ffá ffamleiðslukostnaði og
heimsmarkaðsverði án tillits til styrkja. Þá
er einnig lögð áhersla á að þessar breytingar
greiði fyrir gerð nýs landbúnaðarsamnings
Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO).
Eftirfarandi tölur sýna hvert er svigrúm ESB
í þeim samningum með tilliti til
sículdbindinga þess um hámark á reiknuðum
innanlandsstuðningi og tillögur sem WTO
hefúr lagt ffam um skerðingu
innanlandsstuðnings sem er
markaðstruflandi (kallað "gult box") um
60% og á framleiðslueiningatengdum
stuðningi (kallað "blátt box") um helming
eða að hann haldist óskertur.
Markaðshlutlaus stuðningur (kallað "grænt
box") skerðist ekki.
Sjá töflu
Tölumar bera með sér að
innanlandsstuðningur leyfður innan ESB
þyrfti að lækka ef tillögur WTO yrðu
samþykktar eins og þær liggja fyrir úr 84
milljörðum evra í 76 milljarða.
Hið nýja samkomulag mun auðvelda
ESB að koma til móts við tillögur WTO án
þess að til sérstakrar skerðingar á
ffamlögum til landbúnaðarins þurfi að
koma. Það felst m.a. í lækkun komverðs og
mjólkurafúrða og lækkun á uppkaupum
smjörs og undanrennudufts. Það ætti því
greiða fyrir því að samkomulag náist í
yfirstandandi samningum um landbúnað
innan Alþjóða viðskiptastofnunarinnar.
Samtök bænda innan ESB hafa lýst
áhyggjum sínum af að of margar
undantekningar finnist í samkomulaginu
sem séu óljósar og kalli á flóknar pólitískar
lausnir sem veiki hina almennu
landbúnaðarstefnu (CAP).
Guðmundur Sigþórsson
Skrifststj. Brussel
Lauslegt mat á tilkynninaum ESB um innanlandsstuöning til WT0 (1999/2000) miöaö
viö mismunandi móguleika á aftengingu viö framleiöslutengingu (mia Euro)
í raun Tillögur-WTO + núverandi landbúnaöar- stefnu ESB Tillögur -WT0 + full aftenging Till-WTO +50% aflenging
Gult box (hámark) 67 27 27 27
Gult box (í reynd) 35 27 27 27
Blátt box (hámark) - 0 (eOa 15) 0 (eða 15) 0 (eöa 15)
Blátt box (1 reynd) 30 0 (efia 15) 0 15
Grænt box 19 19 49 34
Heild (f reynd) 84 46 (eöa 61) 76 76