Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 1
 ■ B^DABLAÐIÐ AUKABLAÐ UM RÚLLABAGGABYLTINGUNA!? fylgir með 2. tbl. 1989. í þessu aukablaði Bændablaðsins reynum við að varpa Ijósi á nýja tækni sem nú ryður sér til rúms í sveitum landsins. Við birtum út- reikninga á því hvað það kostar að koma ser upp tækjum og aðstöðu til rúllubaggaheyskapar, tölum við sex bændur úr jafnmörgum sýslum sem eiga það sameiginlegt að hafa reynt þessa tækni og við leituðum upp- íýsinga hjá hinum ýmsu ráðunaut- um og sérfræðingum landbúnaðar- ins. Þá er í blaðinu neytendasinnuð úttekt á markaðinum; hvað fyrir- tækin hafa að bjóða í þessum efnum og hvað einstakar vélar kosta. Von- andi verður þetta bændum landsins að einhverju gagni. Eins og oft áður þá dreifum við aukablaðinu inn á hvert sveitaheimili en til þess að fá aðalblaðið þurfa menn að vera á- skrifendur og það kostar litlar 980 krónur á ári. j>að var Þórður Ingi- marsson frá Asláksstöðum í Eyja- fírði sem vann allt efni um rúllu- baggana. BRÉFASKÓLINN TIL HAGSBÓTA FYRIR LANDSBYGGÐAR- FÓLK - Bls.18 VÍSNAÞÁTTUR BÆNDABLAÐSINS - Bls. 20 Ertu ekki áskrifandi aö BÆND ABLAÐINU ? - Hverra hagsmuni eru Þorvaldur Gylfason og Neytendasamtökin aö verja í kartöflumálinu? - A aö leggja Stéttarsambandiö niöur eöa er fýsilegri kostur aö slátra Búnaöarþingi,- fréttaskýring um átökin í félagskerfi landbúnaðarins... - Geta ungar dömur náö í bændaefni á Hvanneyri!!? Um þetta og margt fleira má lesa í 2. tölublaði Bændablaðsins í ar en þaö eru einungis áskrifendur sem fá þaö sent. Og áskriftin aÖ tólf blöðum kostar litlar 980 krónur. Bændasynir hf.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.