Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 8
AUKABLAÐ MEÐ 2. TBL 3. ÁRG. 1989 BÆNDA- 8 BLAÐIÐ BYLTING í ÍSLENSKUM HEYSKAP? ER RÚLLUBINDINGIN BYLTING í ÍSLENSKU 70 hestafla dráttarvél með ámoksturstækjum veröur stofnkostnaður viö þrjú áðurnefnd tæki ekki undir 1100 þúsund krónum.(Sjá nánar um verð einstakra tegunda f sérstakri samantekt annarsstaðar f blaðinu.) Og það veröur aö líta á þessa upphæö sem lágmarksstofnkostnaö þar sem gera verður ráð fyrir aö dráttarvélarkaup verði nauösynleg, einkum á þeim búum þar sem notast hefur verið við minni dráttarvélar. Þá eru breytingar sem nauösynlegar kunna að vera á útihúsum og búnaður til fóðrunar ekki talin með en slíkar breytingar eru mjög ein- staklingsbundnar og fara eftir þeim bygging- um og aðstöðu sem er fyrir hendi á hverjum sveitabæ. Meö hliösjón af því má gera ráð fyrir að heildarkostnaður bónda sem skiptir yfir f rúllubindingu og hefur byggt á jörðinni fyrir cinum til tveimur áratugum geti hæglega oröiö tvær milljónir króna. Viö þetta verður að bæta aö eldri verkfæri svo sem hey- hleðsluvagnar, heydreifikerfl og bindivélar fyrir þurrheysbagga falla úr notkun. Ef rúllu- bindiaöferðin ryöur sér hratt til rúms má gera ráð fyrir aö slík tæki veröi meö öllu verðlaus þótt þau séu f góðu ásigkomulagi og gætu hæglega notast mörg sumur í viðbót. Þá er ó- talinn sá kostnaður sem veröur af kaupum á polythene filmu. Verð á henni er háö olíu- veröi á hverjum tfma og getur verið sveiflu- kennt. Nú er verð á hverri 20,9 kg. pakkningu af filmu um kr. 4400. Þaö þarf 0,8 kg. að meöaltali til aö pakka einni rúllu inn. Pakkn- ing sem kostar kr. 4400. dugar þvf til aö pakka 25 rúllum. Efni til að pakka hverri rúllu inn kostar þvf 176 kr. Ef miðað er við heyskap á meöal búi, 20 til 25 nautgripi og um 150 Qár veröur kostnaöur við pökkun á bilinu 80 til 90 þúsund krónur á sumri. Heyhleðsluvagn, bindivél og rúllubindivél á sama bænum! Nokkrir bændur hafa skipt um heyverk- unaraðferð í einu lagi. Þeir eru þó fleiri sem hafa fengið sér rúllubindivél, nota hana að hiuta en heyja einnig með öörum aöferðum. "Ég ætla að auka rúllubindinginn næsta sum- ar," sagöi Ari Björn Árnason á Finnastöðum. Þorsteinn Gunnarsson á Vatnsskaröshólum og Eiríkur Sigfússon á Sflastöðum hafa einnig rúllubundið hluta af sínum heyskap. Leifur Þórarinsson í Keldudal notar þrjár heyverk- unaraðferöir. "Ég bind f þurrheysbagga fyrir sauöféð. Ég er með 14 ára gamla heybindivél sem væri einskis viröi að selja og meö því aö binda f þurrheysbagga er ég nánast búinn að gefa fénu fyrir veturinn." Leifur flytur einnig laust hey f hlöðu og gefur nautgripum og hrossum það ásamt rúlluböggum. Þorsteinn Gunnarsson á Vatnsskaröshólum taldi góðan kost aö hiröa f súgþurrkun og sagöist fyrst og fremst hafa skipt frá votheyinu yfir í rúllu- bagga. "Þetta er alveg átakalaus heyskapur," sagði Þorsteinn, sem notar meöal annars 100 hestafla dráttarvél við heyskapinn. Hann kvaðst hiröa á öðrum degi frá slætti en sam- dægurs ef veöurfar væri ótryggt. Hann sagöi aö sér fyndist rúllubindingin hafa algjöra yfirburöi þegar heyskapartíð er stirfln. Rúllubindinguna hefur boriö að með mis- munandi hætti hjá bændum. Margir viröast hafa farið af staö með þetta sem hluta af hey- skapnum. Miðaö viö þann kostnaö sem fyrir- sjáanlega er samfara þvf að hefja rúllubind- ingu er eölilegt að álykta að hagkvæmast sé aö breyta alveg um og nota aöeins eina aö- ferð. Mismunandi aðstæður hvers bónda geta þó valdiö því aö sumir telji aðrar leiðir heppi- legri. Erfitt er aö leggja dóm á þaö fyrr en meiri reynsla er fengin af þessum heyskap. Vandamál á vetrum Eins og getiö er um aö framan eru rúllu- baggar 400 til 500 kg. að þyngd og geta farið í um 800 kg. ef um grænfóður er að ræöa. Það gefur auga leið að þeir verða lftiö hreyfðir meö handafli einu saman. Vélabúnaður er nauðsynlegur til að annast fóörun þegar hey er geymt á þennan hátt. Húsakynni á sveita- bæjum henta misjafnlega fyrir tækjabúnaöi til að flytja rúllubagga af geymslustaö á hlöðu- gólfi í fóðurganga. Aö öðru jöfnu er auöveld- ara að laga nýrri byggingar og koma nauðsyn- legum búnaöi þar fyrir. Yngri byggingar cru oft vélgengar, hægt að nota lyftara, fóður- vagna og talíur. Eldri hlöður eru jafnvel nið- urgrafnar, gólfflötur lftill og vegghæð mikil. Einnig er algengt aö þröngar dyr séu á milli hlööu og gripahúsa auk þess sem fóðurgang- ar voru oft hafðir mjóir f eldri byggingum. Á mörgum sveitabæjum eru því erfiöar aðstæð- ur til að geyma rúllubagga og flytja þá f gripa- hús þegar þeirra er þörf til fóðrunar. Bændur hafa reynt að leysa þessi vanda- mál og sumir hafa gripiö til þess ráös aö geyma rúllurnar úti. Talið er heppilegt aö raða rúllunum f þrjár raöir á hæö og þurfa þær því mikinn gólfflöt en litla hæö. Það gcf- ur auga leið aö ef byggja þarf yfir rúllubagg- ana, jafnframt þvf aö kaupa öll tæki veröur fjárfesting of mikil til aö meöalbú geti staðiö undir henni. "Það er algjört skilyröi að geta komiö rúllunni inn áöur en hún er tekin f sundur ef heyiö er geymt úti," segir Helgi Bergþórsson f Eystra Súlunesi. Helgi notar flatgryfju, sem hann aflagöi þegar hann fór að rúllubinda, til að geyma rúllubaggana. Hann lftur á þaö sem bráðabirgðalausn og telur nauðsynlegt fyrir sig aö byggja skemmu. Leifur Þórarinsson f Keldudal segist nota dráttarvél með ámoksturstækjum til aö flytja baggana en hann geymir þá í hlöðu sem ekki er áföst þeim gripahúsum sem heyið er gefiö f. Leifur segir að menn veröi að gera sér fulla grein fyrir þvf hvernig þeir ætli að geyma rúllubundið hey og nálgast það yfir veturinn áður en þcir byrja aö binda það. Hann sagði að rúllubinding hafi oröiö aö æöi í Skagafiröi á sföastliðnu sumri og eftirköstin væru sum- staöar slæm. Rúllur lægju úti, sumstaðar undir snjó og bændur ættu f erfiöleikum meö að nálgast heyið. Erlendur Eysteinsson á Stóru Giljá sagö- ist vera heppinn aö þvf leyti aö útihús hjá sér hentuöu mjög vel fyrir þessa aöferð. Hægt væri aö aka um hlöðuna og f fjárhúsum væru breiðir gangar sem auövelt væri aö koma heyinu um. Ari Björn Árnason á Finnastöð- um kvaöst hafa geymt rúllubundna heyiö úti í vetur. Það hefði tekist mjög vel og engin af- föll orðiö. Hann taldi þó nauðsynlegt að bændur heföu einhver skýli til að geyma það f en gat þess aö þetta yrði ekki gleypt á einu ári. Þaö yröi aö dreifa kostnaðinum við að taka þessa hcyskaparaðferö upp á lengri tfma. Eirfkur Sigfússon á Sflastööum sagöist hafa geymt rúllurnar í pokum og nota lyftara til að færa þær á veturna. Hann taldi aö pokarnir hefðu fælt menn frá því að rúllu- binda en þegar fariö væri aö pakka þeim inn í filmu myndi viðhorf manna breytast. Ódýrar lausnir Þeir bændur sem rætt var viö hafa farið nokkuö mismunandi leiöir viö að geyma rúllubagga og fóöra úr þeim. Þær aðferðir hafa aö mestu miðast viö byggingar og aö- stæður á hverjum staö. Þaö kom fram f máli þeirra að ákveðinnar fyrirhyggju yröi að gæta, menn yrðu aö hugsa dæmiö til enda og gera sér fulla grein fyrir því hvernig þcir ætluðu að gefa heyiö áöur en þeir fjárfestu í dýrum bún- aöi. Nokkuö er um aö bændur hafi fengið ná- granna sína, sem eiga rúllubindivélar, til aö binda eitthvert magn af heyi fyrir sig. Á þann hátt gefst mönnum kostur á að prufa sig á- fram meö fóðrúnina og finna út hvað þeir þurfi gera til að geta notfært sér rúllubagga á auöveldan hátt áöur en þeir taka ákvöröun um miklar fjárfestingar. Fullyrða má að verktakastarsemi af því tagi eigi ekki aðeins fullan rétt á sér, heldur sé hún hentug þegar bændur vilja aöeins nota rúllubindiaðferöina viö lftinn hluta af sínum heyskap. Félagseign f vélum getur auöveld- lega oröiö aö vandamáli. Fleiri en einn telja sig þurfa aö nota tækin á sama tíma og einnig geta deilur spunnist út af viðhaldi. Menn verða ekki sammála um hver hafi skemmt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.