Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 6
BÆNDA BLAÐIÐ AUKABLAÐ MEÐ 2. TBL 3. ÁRG. 1989 ER RÚLLUBINDINGIN BYLTING í ÍSLENSKUM HEYSKAP? ER RÚLLUBINDINGIN verulega skemmtilegur heyskapur og mikið öryggi f honum, einkum þegar tíöarfar er slæmt. Ari Björn Arnason á Finnastööum í Eiðaþinghá fékk sér rúllubindivél á síðast liðnu hausti. Hann sagöi aö vegna óþurrka hefði hann lítið getaö átt viö heyskap fram eftir sumri og hefði þaö ýtt undir aö hann keypti rúllubindivélina. "Þetta bjargaöi mér alveg. Ég tók seinni sláttinn grasþurran. Þetta er algjör snilld og hlýtur aö vera framtíöar- lausn gagnvart óþurrkasumrum," sagöi Ari Björn. "í haust rúllubatt ég það sem ekki komst I hlöðu," sagöi Erlendur Eysteinsson á Stóru Giljá í Húnavatnssýslu. "Reynslan mfn af því er þannig að ég er búinn aö selja heydreyfi- kerfiö og heyhleösluvagnana og ætla aö rúllu- binda allt næsta sumar. Ég geri ráö fyrir aö heyja einn og hafa strák mér til aðstoðar I sumar. Rúllubindingin veldur þvf aö bændur geta farið aö vinna frá nfu til fimm yfir hey- skapinn," sagði Erlendur. "Rúllubindiaöferöin hefur meöal annars þann kost aö hægt er aö bjarga sér á öllum stigum," sagöi Leifur Þórarinsson í Keldudal í Hegranesi. Leifur sagöist hafa mjög góöa reynslu af rúllubindingu og sérstaklega hefði tekist vel hjá sér aö binda seinni sláttinn. "Þetta er alveg frábært fóður og ef heyiö er verkaö á þennan hátt er alveg óþarfi aö gefa öörum búpeningi en mjólkurkúm fóðurbæti," sagöi Leifur. Þorsteinn Gunnarsson á Vatnskarðshól- um í Mýrdal sagöi sína reynslu mjög góða. Hann hvaðst ekki hafa pakkað í filmu ennþá, heldur notaö plastpoka. Hann ætlar að fá sér pökkunarvél fyrir sumariö því geymslumögu- leikarnir eru betri á þann máta. "Mér Iíkar mjög vel aö rúllubinda," sagöi Eiríkur Sigfússon á Sílastöðum í Eyjafirði. Hann sagöi þaö skoöun sfna aö heyskapur muni fyrst og fremst byggjast á rúllubindingu f framtföinni. Tækin kosta 1100 þúsund Hæsta verð á rúllubindivél, sem blaöiö fékk uppgefið var 695 þúsund krónur. Lægsta verö var 500 þúsund. Meöalverö á rúllubindivél samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðiö hefur aflaö sér er tæp 600 þús- und. Á sama hátt er meðalverö á pökkunar- vél til aö pakka rúllum f polythene filmu um 445 þúsund. Baggagreip sem fest er á á- moksturstæki á dráttarvél kostar á bilinu 60 til 80 þúsund og meðalverð á slíku tæki er um 66 þúsund. Þessi þrjú tæki eru nauðsynleg til aö geta rúllubundiö, pakkað og hreyft rúllur- nar úr staö aö pökkun lokinni. Ef reiknaö er meö aö bóndi eigi aö minnsta kosti eina 60 til ‘‘‘

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.