Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 10
M HEYSKAP? ER RÚLLUBINDINGIN BYLTING í ÍSLENSKUM HEYSKAP? ER RÚL gefa rúllubagga kjósa samt a tlr koma alfario í staðinn fyrir halaá (þurrheysverkunlna og ekkert bendir tll þess að þessl nýja tœkni eigi eftl gömlu aðferðirnar. L Wm f fyrir hverjum þegar bilanir eiga sér staö, ef til vill á annatfma. Magnús Sigsteinsson ráöunautur hjá Búnaöarfélagi íslands sagöi aö f þessum efn- um væri nauðsynlegt fyrir bændur aö skoða dæmiö til enda, áður en þeir fjárfestu f dýrum búnaði. Vandinn væri aö eldri byggingar hentuöu misjafnlega vel en oft væri hægt að koma viö ódýrum lausnum. Lang ódýrasta lausnin væri að nota rúllugreip á ámoksturs- tæki en þau væru til á flestum sveitabæjum. Á þann hátt væri hægt að stafla böggunum á sumrin og einnig taka þá á vetrum og flytja í gripahús. Hann sagði að oftast væri mögulegt aö brjóta stærri dyr á Qós- og hlöðuveggi og þaö væri engin frágangssök aö fara meö rúll- ur á milli húsa á traktorsgálganum þótt fara yröi út og rúllunni sfðan stungið inn um dyr eða gat á vegg gripahússins þar sem mætti skera hana niður og flytja eftir fóðurgöngum á vagni eða með öðrum tiltækum búnaöi. Magnús taldi einnig auðvelt að geyma innpakkaðar rúllur úti ef þær væru staðsettar þar sem snjór næöi ekki að safnast að þeim í stórum stil og vel væri búiö um þær. Plast og nót ætti þá að breiöa yfir rúilustæðuna. Að- spurður taldi Magnús þaö ekki vænlegan kost aö setja rafmagnstalíur eða hlaupaketti í hlöður. Eldri hlööur bæru þó oftast slfkan búnað en hann væri dýr meðal annars vegna þess að einfasa rafmagn er á flestum sveita- bæjum og rafmótorar fyrir einfasa straum eru mikið dýrari en fyrir þriggja fasa rafmagn. Tæknin nýtist ekki Vegna aðstæðna f mörgum gripahúsum kemur ný tækni, sem komin er á markað, fyr- ir flutning, losum og fóðrum úr rúlluböggun illa að notum. Afrúllarar eru tæki sem vinda heyrúllurnar niður. Þeir eru bæöi til stað- bundnir og festir á dráttarvél. Einnig eru til matarar sem festir eru við dráttarvél. Þeir vinda rúlluna niður og skammta af henni f fóðurrennu sem ekið er meðfram. Þessi tæki virðast henta best þar sem útifóðrum fer fram. Það mætti hugsa sér heyskemmu þar sem rúllum er staflaö með talfubúnaði. Sami búnaður er einnig notaður til að taka heyiö á vetrum. Talfan skilar rúllunni f afrúllara sem matar færiband er flytur heyið beint í fóður- gang. Mannshöndin gerir f raun ekki annað en stjórna talfubúnaöinum, "hlaupakettin- um", skera bönd af rúllunum og kveikja á færibandinu. Þar með hefur fóðrum fariö fram. Til að koma þessum búnaði við verður aö gera ráð fyrir honum þegar hús eru byggð. Ef koma á slíkum búnaði fyrir f djúpri súgþurrk- unarhlöðu og fjósi með mjóum fóðurgöng- um, byggingum frá sjötta og sjöunda áratugn- um, sem flestar eru enn í notkun veröur að leggja f mikinn kostnað við breytingar sem engan veginn er hægt að fullyrða fyrirfram um að hafi möguleika á að skila kér í tekjum af vinnuhagræðingu eða aukinni framleiðni búsins viö að taka rúllubindingu upp. Magnús Sigsteinsson taldi að menn ættu að fara sér hægt í allar slíkar breytingar og oftast væri unnt aö komast af með mun ódýrari lausnir án þess að þaö ylli verulegum vandræöum við vetrarvinnuna. Engin bylting Þótt mikill áhugi virðist vera fyrir rúllu- bindingu er ljóst að hér er engin bylting á feröinni. Sést þaö best á því aö bændur hafa veriö hikandi að hætta öðrum heyskaparað- feröum þótt þeir bindi f rúllur. Húsakynni og geymsluaöstaða valda þvf einnig að rúllubind- ing á ekki eins auövelt uppdráttar og ætla mætti. Kostnaður við að koma þessari hey- skaparaðferð á er nokkuö mikill og menn hika við fjárfestingar f nýjum vélum þegar eldri búnaður er enn í fullu gildi. Fjármagns- kostnaður hefur veriö mjög hár aö undan- förnu og framleiöslutækifæri hvers bónda vandlega reyrð á klafa opinberrar stjórnunar f formi fullvirðisréttar. Þó er ljóst að rúllubinding kemur til með að aukast á kom- andi árum. Þegar menn þurfa aö endurnýja heyvinnutæki í framtíðinni koma þeir f aukn- um mæli til með að spyrja sig að því hvort ekki sé rétt að skipta um aöferö og rigninga- sumur munu vafalítið fjölga þeim sem rúllu- binda hey. Ekkert bendir þó til þess að þessi heyverkunaraðferð velti eldri aðferðum alfar- ið úr sessi á næstu árum. Þrátt fyrir þessa tækni num hey áfram verða þurrkað á velli, flutt f hlööu og súgþurrkaö.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.