Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 9
miRA MK IIUiHAI Það er liðin tið að unnt sé að auka tekjur búsins með meiri framleiðslu. Nú skiptir mestu að vanda framleiðsluna sem best þannig að hámarksverð fáist fyrir hana. Ullin er gott dæmi um þetta. Sé ullin vel með farin getur verðmæti hennar orðið allt að tuttugu sinnum meira en ella. Hér á eftir verður fjallað um nokkur mikilvægustu atriðin I meðferð ullarinnar. 1. RUNINGUR 1.1. Vinnuaðstaða Vinnuaöstööu viö rúning þarf vel aö vanda. Sérstak- lega þarf að varast aö ullin taki I sig bleytu, sklt og mor. Mislitt fé áalltaf að rýjaáeft- ir hvlta fénu, svo að dökk hár blandist ekki saman við hvltu ullina. Mislitu ullinni þarf aö halda sér eftir litum og aldrei láta hana saman vió hvlta ull. Rýja skal á hreinum stað og þarþarf aðsópavandlegaáö- ur en rúningur hefst, svo og þegar skipt er milli lita. 1.2. Vinnubrögð Rúningurinn sjálfur er mikið vandaverk og ekki er rétt aö setja óvana menn I þetta starf, nema undir leiö- sögn kunnáttumanna. I þessu sambandi má nefna galla, sem oft er mjög áber- andi, en þaö eru stutt hár. Trúlega finnst rúningsmann- inum hann ekki hafa rúið nógu nálægt og rennir þess vegna klippunum aöra um- terð. Stuttu hárin sem þannig myndast fylgja ullinni og valda vandræðum l vinnsl- unni. Þau veröa að hnökrum I kembingu og spilla mjög garngæðum. Einkum er þetta slæmt þegar lltir blandast saman þvl þá eyði- leggja hnökrarnir oft heilar vinnslueiningar. Sllkar ein- ingar geta verið mörg tonn að þyngd og má af þvl ráða hve skaöinn er mikill. 2. FRAGANGUR 2.1. Pokun Frágangurá reyfum skiptir miklu máli. Til að matiö geti gengið á eðlilegan hátt þarf matsmaður að fá reyfið I sem heillegustu ástandi. Sérstak- lega þarf að aðgæta að ullin sé ekki sett blaut I poka, vegna þess hve hætt er við að hún fúni. Þar sem gengið er frá reyfunum þarf að vera þurrt og hreint. Æskilegt er að einhvers konar rimlaborð sé notað við fráganginn, þannig aö reyfiö sé lagt upp á þetta borð með toghliðina upp, jaðrarnir brotnir inn og reyfiö vafið upp I rúllu. Ullin er slðan sett I poka og allir pokar rækilega merktir. Mjög æskilegt er að strax við rúning sé ull af lærum og kviði tekin frá og pokuð sér. Þetta gera margir bændur, sem hugsa vel um ullina slna. Ull af lærum og kviði er oft mjög óhrein og getur hæglega mengað óskemmda ull, sem þá fellur f mati. 2.2. Aðskotahlutir Aðskotahlutir I ullinni eru orðnir allt of áberandi nú á slöustu árum. Hér er einkum um að ræða þræði úr gerfi- efni sem koma trúlega að mestu úr baggaböndum, snæri, eða rifnum ullarpok- um. Þessir þræðir haga sér yfirleitt alveg á sama hátt og ullarhárin. Þeir fara þess vegna ( gegnum alla vinnsl- una og sjást ekki fyrr en búiö er aö vefa efnið eða prjóna voöina. Það kostar þá ómælda vinnu og erfiöi að plokka þessi hár úr. í mörg- um tilvikum er það ógerning- ur og varan er þar með ónýt. TÖKUM HÖNDUM SAMAN UM AÐ GERA ULLINA AÐ BETRA HRÁEFNI. ÞAÐ ER HAGUR BEGGJA. BÓNDINN FÆR BETRA MAT OG HÆRRA VERÐ, EN IÐNAÐURINN BETRA HRÁEFNI TIL VINNSLU. ÁLAFOSS

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.