Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 20
AUKABLAÐ MEÐ 2. TBL 3. ÁRG. 1989 BÆNDA- 20 BLAÐIÐ LÁTRASTRANDARLÆSINGIN LYKILFJANDANN MISSTI Páll Ólafsson byrjaöi einhvcrn tfmann áriö með þessari vísu: Byrjar stríð með ári enrt, ævin líður svona. Einhvers bíða allirmenn, óska, kvíða og vona. Einu slíku strfði er nýlokiö. Barist var um biskupstign og náöi séra Ólafur Skúlason kjöri og tekur nú viö búrlyklunum úr hendi Herrans. Bólu-Hjálmar orti eitt sinn undir messu þessar vfsur og tekur líkingu af þvf aö guöfræöina megi tilreiöa á svipaöan hátt og góö húsfreyja breytir mjólk í mat: Bullan góma nú á ný niður og upp sig skekur, himinrjóma hristir því helgidómastrokknum í. Vísnaþáttur En konurnar hafa lfka sitt aö segja um þessi efni. Látra-Björg sendi sambúðarmanni sínum svofellda kveöju: Komst í vanda kokkállinn, kviðarbrandinn hristi. Látrastrandarlœsingin lykilfjandann missti. Þessi lykillíking viröist iíka hafa veriö vin- sæl fyrr á tímum, meöan lásar voru heldur sjaldgæfir og aðeins settir þar fyrir, sem mestu dýrgripi var aö finna. Þessi vfsa er höfö eftir Sigvalda Skagfiröingaskáldi: Svo Ásgerður segir frá, sú hin greiparmikla: Ég ( erfðfékk eina skrá, sem alla gleypir lykla Guðamála geymir hér gilda sköku hnoðar, inn ískálann andar ber eilíft sáluhjálparsmér. Er vonandi aö sr. Ólafi gangi vel að koma sáluhjálparsmérinu á borð leikmanna og foröa þeim frá andlegri vannæringu á tfmum skyndibita og ruslfæöis. Natan Ketilsson haföi aöra lífsfílósófíu og ekki sérlega kristilega: Hrekkja spara má ei mergð. Manneskjan skal vera hver annarar hrís og sverð. Hún er bara til þess gerð. Björn Björnsson á Breiðabólsstaö haföi aöra skoðun á hrekkjunum: Heimurinn er hrekkjafans, hefégþað oftfundið, þegar allt er andskotans ama ogmeinum bundið. Svipaöa hugsun er að finna f vfsu Hákon- aríBrokey: Ég má þekkja heiminn hér, hann vill blekking auka mér, galliö hrekkja ( hjarta ber, en hunangssmekk á vörum sér. En heimurinn á líka sfnar góöu hliðar. Bestu lystisemdum hans er svo lýst í gamalli vfsu: Held ég mesta heimsins list hesti að ríða bráðum, sofa hjá ungri seimarist, sigla fleyi ínáöum. Ekki hefur heimurinn mikiö breyst nema á ytra boröi. Enn er þetta þrennt gjarnan taliö þaö, sem er eftirsóknarverðast þegar ungir menn f þéttbýli komast f álnir: Gæöingur, hraöbátur og skvfsa. En í kuldum frostum og fannkyngi, eins og veriö hefur á Fróni í vetur eru menn fljótir aö finna, eins og Sigurður Breiöfjörö, aö af þessu þrennu er eitt mikil- vægast: Kaldur vetur mœðir mig mold og keldur frjósa, það er betra að bæla sig við brjóstin á þer Rósa. En kannski hefur Benedikt Gröndal Jóns- syni eitthvað misheppnast aö höndla gæfuna f þessum efnum, eöa hann hefur bara verið svona létthentur: Halldóra lukku hreppi kjör, hún afástum brenni. Enginn skal mínfingraför fundið geta á henni. Hins vegar orti Bólu-Hjálmar f orðastaö konu nokkurrar: Síðan égmeydóm setti í veð sfst má gleði hljóta, oft ég lít með angrað geð ofan (millifóta. Og þá er best aö láta Bólu-Hjálmar enda þetta á svolftið öðrum nótum, sem þvf miður eru ekki sföur orö í tfma töluð f dag en endranær: Hér er sœtið harmi smurt og höldar kæti tepptir, rekkur mætur rýmdi burt, rústin grætur ejtir. Reyndar fengum við sent vísukorn hingað á Bændablaöið skömmu eftir aö viö fórum af staö og hefur alltaf verið meiningin aö birta þaö um leið og viö hvetjum lesendur til aö gauka aö okkur vfsum sem til veröa f dagsins önn. Sendandi þessa er Valdimar Valgarös- son bóndi í Tunguhlíð í Skagafiröi og viö biöjumst velviröingar á þvf hvað birting vfs- unnar hefur dregist,- bréfiö lenti óvart ofan í djúpri skúffu og grófst upp nú fyrir skemmstu.: Okkar góöa Bændablað byrjar göngu sína. Vísnaþáttur veit ég að vermir sálu mína.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.