Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 5
AUKABLAÐ MEÐ 2. TBL 3. ÁRG. 1989 5 BÆNDA MR BLAÐID En er að verða breyting á þessu? Fyrir nokkrum árum tók ný heyskaparaöferö að ryöja sér til rúms hér á landi. Aöferö sem felst íþvf aö binda heyið f stórar rúllur. Rúllurnar eru 1,2 til 1,7 metra þykkar og vega frá 400 kg. til um 800 kg. eftir þvf hvaö grasiö er gróft og hvaö þaö hefur veriö þurrkaö mikiö. Unnt er aö pakka rúllunum inn í filmu úr plastefni (polythenefilmu) sem útilokar aö loft komist að þvf. Af þeim sökum þarf þurrefnisprósenta heysins ekki að vera hærri en 40% á móti 60% til 80% þegar um þurrheysverkun er aö ræöa. Nokkrir bændur hafa nú tekiö rúllu- bindingu alfariö upp, aðrir nota hana meö eldri aöferöum og margir hugleiöa aö binda í rúllur á komandi sumri. Það sést best af þeirri eftirspurn eftir tækjum til rúllubindings sem er fyrir hendi aö sögn talsmanna innflutnings- fyrirtækjanna. Stofnkostnaður viö breytingar úr fyrri aö- feröum f rúllubindingu er mikill. Vélakostur sem er fyrir á bæjum fellur úr notkun, þó sumt sé lítiö slitið og gæti þolaö mikla notkun enn. Húsakynni og heygeymslur á sveitabæj- um henta lfka misjafnlega til geymslu á rúllu- böggum. Erfiðleikar geta oröiö viö að koma þeim f gripahús á gjafartfma. Hér er þvf á feröinni spurning um þaö hvort viö séum búin aö finna hentuga heyskaparaöferð sem leysir bændur aö einhverju leyti undan veöra- brigðum. Er rúllubindingin bylting f íslensk- um heyskap? Lítil þurrkun og betra hey Einn megin kostur rúllubindinar er hvaö lítiö þarf aö þurrka heyið á velli. í sæmilegri tfö er auövelt aö slá grasiö aö morgninum, snúa þvf einu sinni til tvisvar með snúnings- þyrlu og binda þaö síðdegis. Ef þvf er pakkað inn f filmu er hægt aö geyma þaö nokkurn tfma á túninu og flytja heim þegar ekki viörar til þurrkunar og bindings eöa eftir öörum hentugleikum. Bóndi sem bindur f rúllubagga á auðveldara meö aö skipuleggja vinnutfma sinn án tillits til veöurfars og í mörgum til- fellum getur hann stytt heyskapartfmann jafn- framt þvf aö minnka vinnuaflsþörf viö hey- skapinn. Bóndi meö einn aðstoöarmann á auövelt mcö að heyja fyrir meöal bú meö skynsamlegum vinnutfma. Rúllubindingin auöveldar mönnum aö hefja slátt snemma, ná þannig heyjum á meöan grasið er f sprettu og slá síðan aftur. Þaö er raunar undirstaða þess að fá sem besta nýtingu heysins meö þessari geymsluaöferö. Ef vel tekst til er í mörgum tilfellum mögulegt aö spara kaup á fóöurbæti. Bændur sem rætt var við voru sammála um þaö og Guðmundur H. Gunn- arsson hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, sem hefur efnagreint heysýni sagöi aö sam- kvæmt þeim niöurstööum sem fyrir hendi væru hefði þurft 1.91 kg. af þurrheyi í fóö- ureiningu á móti 1,75 kg. af heyi sem bundið var í rúllur. Guðmundur tók fram f þessu sambandi aö hugsanlegt væri aö rúllubundna heyiö væri snemmslegiö og þvf betra hráefni en annars væri ekkert í þeirra niðurstöðim sem benti til annars en þaö væri betra fóður. Jákvæð reynsla Þeir bændur sem BÆNDABLAÐIÐ átti tal viö voru mjög jákvæöir er þeir ræddu reynslu sfna af rúllubindingunni. Helgi Berg- þórsson í Eystra Súlunesi við Akranes sagö- ist hafa byrjað aö rúllubinda viö seinni slátt sumarið 1986. SíÖan hafi hann verið aö auka rúllubindinguna bæöi sumariö eftir og á síð- astliðnu sumri. Hann sagöi að þetta væri

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.