Börn og bækur - 01.04.1987, Blaðsíða 12

Börn og bækur - 01.04.1987, Blaðsíða 12
MARÍA HUGRÚN ÓLAFSDÓTTIR María Hugrún Ólafsdóttir fæddist á Tálkna- firði árið 1921. Hún stundaði ná m við Handíðaskólann í Reykjavík uið stofnun hans árið 1941. Nam við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn í sex ár. Hún hélt sjálfstæðar sýningar og tók einnig þátt í listasýningum með listamannafélaginu "Se" á Charlottenborg. María hlaut ýmsa heiðursstyrki og verk hennar eru víða í opinberum stofnunum í Danmörku. María er látin fyrir nokkrum árum. María samdi eina barnabók sem hún mynd- skreytti sjálf: Villi fer til Kaupmannahafnar / María H. Ólafsdóttir. - Rv. : Æskan, 1971. Bókin lýsir ferð lítils drengs frá íslandi til Kaupmannahafnar og því sem þar ber fyrir augu. Bókin er ríkulega myndskreytt með grafíkmyndum sem undirstrika efni hennar.

x

Börn og bækur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.