Börn og bækur - 01.04.1987, Blaðsíða 24

Börn og bækur - 01.04.1987, Blaðsíða 24
Þorvaldur Þorsteinsson er fæddur á Akureyri 7.11.1960. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. árið 1960 og kenndi eftir það um eins vetrar skeið í Barnaskóla Akureyrar. Fimm vetur stundaði hann nám á kvöldnámskeiðum 1 Mynd- listarskóla Akureyrar. Árið 1983 hóf hann nám í Myndlista - og handíðaskólanum og hyggst ljúka þar prófi frá nýlistadeild vorið 1987. Þorvaldur hefur haldið þrjár einkasýningar á Akureyri, 1982, 1983 og 1986. Einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum á Akureyri og í Reykjavík. Hann hefur samið og myndskreytt eina bók: Skilaboðaskjóðan / Þorvaldur Þorsteinsson. - Rv. : MM, 1986. Undirbúningsvinna við þessa bók var allflókin að sögn Þorvaldar. Hann þurfti t.d. að þjálfa sig í að teikna dýramyndir og síðan tók skissuvinna í sambandi við persónu- sköpunina sinn tíma. Þegar skissurnar voru tilbúnar vann hann myndirnar með blýanti inn á vatnslitapappír og vatnslitaði þær svo. Textinn er felldur inn í myndirnar. -22-

x

Börn og bækur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.