Bergþór - 01.12.1963, Qupperneq 3
Desember 1963
BERGÞÓR
3
þrjá eða fjóra tíma að villast
frá Auðsholtsferju, en loksins
séð ljósið, og það bjargaði hon-
um. — Mér er það minisstætt,
að okkur þótti talsvert til gests
ins koma, af því að hann var
bróðir prestsins. — Næsta
morgun rétt eftir fótaferð kom
hann að Torfastöðum. Þá varð
frú Steinuni að orði: „Guð
hjálpi mér, Ágúst, nú hefur þú
legið úti í nótt.“ En Ágúst
svaraði: „Nei, ég lá ekki úti.
Ég átti góða gisting, og mér
leið mikið vel.“
Þetta atvik rifjaðist upp fyr-
ir mér um daginn, þegar önnur
frásögn um gistingu hér í sveit
inni kom á prenti. Það voru
ekki allir, sem kunnu að meta
og þökkuðu eins og Ágúst,
þann beina, sem þeim var
veittur af vanefnum á fátæk-
um heimilum. —
Hestarnir
Annars man ég ekkert öðru
merkara í sambandi við ferða-
menn, sem fóru um hjá okkur.
Þegar gestir stöldruðu og fóru
inn til að þiggja góðgerðir, vor-
um við krakkarnir alltaf hjá
hestunum, snerumst í kring um
þá og höfðum mikla ánægju
af því. — Minnisstæðastir eru
mér nú Spóastaðahestarnir —
og svo aftur löngu seinna
skjóttur hestur, sem Grímur í
Skálholti (síðar í Gröf) átti.
1 bernsku minni voru tveir
Pálar á Spóastöðum og voru
báðir miklir hestamenn. Sá
eldri hét Páll Þórðarson. Hann
var hættur búskap, en tengda-
sonur hans, Páll Guðmundsson,
bjó. Kona yngra Páls og dóttir
eldra Páls hét Anna. — Síðasti
hesturinn, sem eldri Páll átti
var kallaður Hlýri. Hann var
bógaskjóttur, rauðskjóttur. 1
endurminningunni finnst mér,
að hann muni hafa verið þýður
klárhestur, mikið viljugur. Mér
fannst skepnan ákaflega mikið
falleg. Anna á Spóastöðum
hafði átt brúna hryssu, sem
mikið orð fór af. Ekki man ég
eftir henni, en um hana orti
Brynjúlfur á Minna-Núpi í
orðastað önnu. Eitt erindið var
þannig:
Einkanlega afbragð mundi
um að þræða vötnin blá. —
Bar hún þomaþór á sundi
þrisvar yfir Brúará.
En ég man eftir tveim hest-
um yngri hjónanna á Spóastöð-
um. Þeir voru báðir miklir
skeiðhestar. Reiðhestur Páls hét
Stígandi. Hann var rauður og
mikill vilja hestur. En reiðhest-
ur önnu var ljósgrár og hét
Snillingur. Hann fór vist varla
annað en skeið.
Hestur Gríms var alltaf kall-
aður Skjóni. Hann var brún-
skjóttur, líklega mesti fjör og
snillingshestur, sem ég hef séð.
Eg minnist þess, þegar pabbi og
mamma töluðu um, að þarna
kæmi nú Grímur. Hann bar svo
fljótt yfir, að þótt til hans sæ-
ist í fjarska, þá var hann á
augabragði kominn eins og fugl
inn fljúgandi. Ég held, að þessi
hestur sé mér minnisstæðastur
fyrir fjörið og svo e. t. v. líka
fyrir það, hvað sambandið var
einstakt milli manns og hests.
Það fannst mér einstakt. Ég
man, hvernig Grímur brá hönd
um um háls hestinum og faðm-
aði hann að sér, þegar hann fór
af baki.
Grímur fór frá Skálholti, þeg
ar ég var fjórtán ára. Þeim var
það sameiginlegt, honum og
tengdafeðgunum á Spóastöðum,
að þeir voru alltaf með eitthvað
í tamningu, verzluðu með hesta
og ferðuðust mikið.
1 Hrosshaga voru ekki sér-
stakir gæðingar nema ein rauð-
stjörnótt hryssa, sem til var á
barnsárum mínum. Hún var
ágætt reiðhross, bæði mikið
viljug og þýð á skeiði og kapps
full að hleypa ekki fram fyrir
sig. Vigga, systir mín, naut
hennar mikið. Hún var það
eldri en ég. Stjarna var líka
reiðhross Jóhanns, á meðan
hann var hjá okkur. Hann fór
þá oft eitthvað á sunnudögum.
Hann hafði miklar mætur á
Stjörnu. Svo reið mamma henni
náttúrlega, ef hún fór eitthvað.
og alltaf var þó farin a. m. k.
þessi eina kirkjuferð á sumri
á hestum. Vinnufólkið var nú
stundum að tala um, að það
borgaði sig ekki umstangið við
að ná saman hrossunum fyrir
svona stutta ferð, en mamma
svaraði því til, að þetta væri
nú fastur siður, og kirkjuferð-
in yrði þá krökkunum minnis-
stæðari, ef farið væri ríðandi.
Spóastaðaheimilið
„Hvar var ég nú við, Elín
mín?“ sagði presturinn, þegar
honum varð eitthvað litið út
yfir söfnuðinn og missti þráð-
inn. — Við vorum að tala um
Spóastaðafólkið. — Á Spóastöð
um var alveg sérstakur heim-
ilisbragur að því leyti, að þetta
fólk var allt svo handgengið
skepnunum og einstaklega
miklir dýravinir. Ég var mjög
kunnug þar. Þar var aðeins eitt
barn, Kristín, jafnaldra mín.
Hér var heldur fátækt, en þar
var velsæld, og ég var þar oft
í löngum orlofum. Foreldrar
Kristínar urðu eins og hálfgerð
ir fósturforeldrar mínir. Þó
ekki í þeim skilningi, að ég æl-
ist þar upp.
Þá voru tvær eldri konur á
Spóastöðum, Kristín, móðir
önnu og kona eldra Páls, og
svo systir hennar Ingveldur.
Þær voru svo mikið fyrir kind-
ur. Þær voru alltaf einlægt að
tala um kindur, ef til þeirra
sást einhvers staðar nærri, og
ef ekki, þá var talað um ætt-
irnar, út af hverju þessi og
þessi skepna væri. Eins var
þegar þær komu á réttarvegg-
inn, þá var eins og þær þekktu
þetta allt á svipnum og ættar-
mótinu. — Þessi eiginleiki hef-
ur svo gengið í erfðir til eftir-
komendanna.
Annars finnst mér alltaf, að
allt fólk í nágrenni við Hross-
haga hafi verið ákaflega gott
fólk.
—o—
Það er og hefur verið háttur
margra Islendinga, sem næmt
auga hafa fyrir spaugilegum til
svörum og atvikum, að henda
slíkt á lofti og varðveita frá
gleymsku með því að vitna til
þess sí og æ, þegar annað bros-
legt bar fyrir augu og eyru.
Þetta er list, sem sumir hafa
orðið slyngir í. Þær frásögur,
sem hér fara á eftir, eru þann-
ig komnar á blað, að ég hef
heyrt Margréti segja þær í
samræðum um hin ólíkustu
efni, án þess að hún hafi við
því búizt, að ég vildi skrá þær.
Aldrei dró ég hana á hárinu
Á öldinni, sem leið, var
bóndi í Skálholti, sem Ölafur
hét og var nokkuð drykkfeldur,
glaðlyndur og stríðinn. Ein-
hvern tíma var hann við kirkju
hjá séra Jakobi á Torfastöðum.
Séra Jakob var ekki mikill
raddmaður og hefur e. t. v.
verið eitthvað illa fyrir kallað-
ur, nema Ólafi þótti heldur lítil
fjörlegt að heyra tónið og gell-
ur við í kirkjunni: „Þú hefðir
átt að hafa svolítið hærra,
Kobbi minn.“
Guðmundur í Höfða, faðir
Ingveldar, móður Jóhanns
Bjarnasonar, var hlédrægur
hæglætis og sómamaður. Hann
var kvæntur Margréti, einni
hinna nafnkenndu Kópsvatns-
systra, sem þóttu góðir kven-
kostir. — Einhvern tíma hitt-
ast þeir að morgni dags í rétt-
um, Ólafur og Guðmundur. Þá
segir Ólafur, sem var drukkinn
og gefinn fyrir að pexa að
vanda: „Þér ferst ekki að láta
mikið, Guðmundur. Þú fékkst
lökustu Kópsvatnssysturina.“
Þá svarar Guðmundur: „Aldrei
dró ég hana þó á hárinu“. —
En það var sagt um Ólaf, að
hann væri ærið aðsópsmikill,
þegar hann kom kenndur heim.
Hvorugum þessara manna
man ég eftir.
Morgungjöfin
Á bamsárum mínum kom oft
kona að Hrosshaga, sem kölluð
var í daglegu tali Sigga vitlausa.
Hún hét annars Sigríður Guð-
mundsdóttir og var ættuð frá
Höfða. — Hún hafði verið heil-
brigð fram til 16 ára aldurs. Þá
bilaðist hún, en var yfirleitt
með sjálfri sér annað misserið,
líklega frekar á veturna, og gat
þá unnið eitthvað. Ég man t.d.
eftir henni með prjóna. —
Prýðilega var hún gefin. —
Hún átti heimili hjá Halldóri á
Vatnsleysu, en þegar veikindin
komu yfir hana, þá tolldi hún
ekki heima, fór samt líklega
ekkert út úr Tungunum, en
hafðist mest við á Torfastöðum
og fleiri bæjum þar í kring.
Hún var ákaflega meinlaus og
var fjarska kærkominn gestur
hjá okkur Dóra, bróður mínum,
en Vigga var ekki eins hrifin.
Var það helzt, að Sigga væri
eitthvað utan í þeim, sem hún
fann, að voru smeykir við
hana.
Þegar hún var á ferð, var
alltaf fans af hundum á eftir
henni. Hún hafði feikna dálæti
á hundum. — Einhvern tíma
kom hún að Tjörn. Þá var þar
nýkominn flökkuhundur og
hafði sezt þar upp. Þegar svo
Sigga fór frá Tjörn, gaf Guð-
mundur, bóndi þar, henni
hundinn, — vitanlega guðsfeg-
inn að losna við hann. Þá varð
Siggu að orði: „Þetta var nú
betri morgungjöfin, Guðmund-
ur minn.“
Skeggið hans séra Magnúsar
Sigga var eitt sinn sem oftar
sezt upp á Torfastöðum og
hafði verið í hálfan mánuð. —
Þá stóð til að messa þar, lík-
lega í túnasláttarlok eða svo,
því von var á utansóknarfólki,
sem þá fjölmennti oft í kirkj-
urnar til skiptis sér til skemmt-
unar. Var Sigga auðvitað hvum
leið, þegar svo stóð á, því að
hún var alveg óð og svo vitan-
lega illa til fara eins og geng-
ur. Var því verið að reyna með
hægð og í góðu að koma henni
í burtu fyrir messuna. Seinni
hluta laugardags var því sótt-
ur reiðhestur frú Steinunnar og
lagður á hann söðull hennar.
Átti svo Bogi, uppeldissonur
þeirra prestshjónanna að reiða
Siggu upp að Vatnsleysu. En
kerling sá við lekanum og
hummaði ferðina fram af sér,
og hefur henni sjálfsagt mislík-
að þetta eitthvað við húsbænd-
urna. — Daginn eftir, annað
hvort þegar séra Magnús var
að ganga í kirkju eða úr, þá
var hún stödd við kirkjuþrösk-
uldinn og vék sér að presti og
sagði: „Stígðu ekki í skeggið,
séra Magnús."
Ódýri báturinn
Þannig átti Sigga til að vera
meinlega hnyttin í orðum, ef
henni þótti eitthvað, þó að allt
væri það í góðu raunar.
Eitt sinn sem oftar var hald-
Framh. á bls. 6