Bergþór - 01.12.1963, Page 6

Bergþór - 01.12.1963, Page 6
6 BEBGÞÓR Desember 1963 IÞROTTIR Allt frá stofnun UMF Bisk- upstungna, hafa iþróttir verið sterkur þáttur í starfi þess og þykir því hlíða núna, að greina lítillega frá árangri íþrótta- manna þess á Skarphéðinsmót- um, á undanförnum fimmtíu og þremur árum. Fyrstu árin voru þeir harla fáir, sem fóru héðan til keppni á Skarphéðinsmótum. Raunar eru heimildir frekar litlar, hverjir voru þar mestir kappar. Áður en Skarphéðinssam- bandið var stofnað, var eitt mót haldið austur á Þjórsártúni, einn Tungumaður fór til keppni þangað í glímu, var það Jón Jónsson á Laug, eldri. Ófallinn hætti hann keppni vegna meiðsla, ekki veit ég hvað hann lagði marga. Næst er getið Tungnamanns, í glímu, Sigurður Greipsson fékk 1918 fyrstu verðlaun í fegurðarglímu. Enn er glímumann úr UMFB getið 1923, er þá Jón Jónsson frá Laug, yngri, sigurvegari á Þjórsártúni. Næstu sjö ár er svo fátt að frétt af frammistöðu Biskups- tungnamanna þeim tekst að Svn yíiilur sl'iii ... Framh. af bls. 3 inn vorfundur að Vatnsleysu. Þar var margt manna og m. a. Guðni Þórarinsson, faðir Sig- urðar Guðnasonar, sem þá var að hætta búskap í .Bræðra- tungu og hafði nýlega selt bú- slóð sína og fénað. Hann var mikill sölu- og gróðamaður og þótti hafa selt vel, einkum var til þess tekið, hve hann hefði selt bát sinn háu verði. — Hann átti vitanlega, eins og aðr ir Tungubændur, bát vegna heyskapar í eyjunni. Þetta hafði Sigga heyrt menn tala um og vindur sér nú inn í þinghúsið og gefur sig á tal við Guðna: — Ert þú hættur að búa, Guðni minn? — Já. — Og búinn að selja allt? — Já, já. — Hvumig var það, áttirðu ekki bát? — Jú, jú. — Ég lét hann Guðna á Gýgjarhóli hafa hann. (Minnir mig.) — Gafstu honum hann? Þá gall við mikiE hlátur í húsinu. Guðni hló líka við og svaraði: Já, það mátti nú heita, Sigríður mín. Ég lét hann hafa hann fyrir einhvern greiða. G. Ól. Ól. afla sér tveggja stiga, (1926 og 1929), ekki veit ég hverjir unnu þeirra. 1931 hækkar hagur Biskups- tungnamanna, í stigakeppni ná þeir öðru sæti á héraðsmótinu að Þjórsártúni, þeir hljóta sam- tals níu og hálft sig þar, en stig eru á því móti gefin færri en í flest önnur skipti. (1929 og 1931 er heildarstigatala félag- anna 37 og 1925 er hún 28, hvernig sem það fær staðist, því 1929 og 1931 vantar 13 stig, ef stig eru gefin 4—3—2—1 eftir röð fjögurra fyrstu manna, en 7 stig verða í afgang ef stig eru gefin 3—2—1 fyrir þrjá fyrstu menn, auk þess sem 37 er ekki deilanleg tala, með heil um tölum, en ólíklegt er annað, en stig hafi verið reiknuð í heilum tölum). Einn sigurvegara átti UMFB þar, Erlend Gíslason í Othlíð, nú í Dalsmynni, sem sigraði í átta hundruð metra hlaupi. Hann sigraði þar aftur á næsta ári, annar maður kom samt fyrr að marki, en hlaup hans var dæmt ógilt af mótsstjórn- inni. Síðan kemur aftur sama deyfðin, á átta árum eru í sex ár enginn keppandi, eitt sinn einn og annað tveir, ekki er vitað hverjir voru þeir. Það skiptir kannske ekki miklu máli, menn þeir náðu tveim og hálfu stigi (árið nítjánhundruð þrjátíu og sjö). Næstu þrjú ár fást svo fjögur stig fyrir hvert, en enginn sig- urvegari var samt í því, svo verða tvö ár dauð á ný. Vegur Biskupstungnamanna vex, vorið nítjánhundruð fjöru- tíu og sjö, þeir fengu þá sigur í sundi, þar sigraði Guðjón H. Björnsson í fimmtíu metra frjálsri aðferð, á nýju Skarp- héðinsmeti. Næstu tvö ár sigrar og setur met, Einar Ólafsson í Laugar- ási; í fimmtíu metra baksundi. Síðustu tvö ár fyrir 1950 fæst svo drjúgt af stigum. Félagið er þá í fimmta'sæti, hjá Skarp- héðni, í heildarstigakeppni. 1948 fær það átján stig árið eftir sextán. Heimildir hef ég ekki um, hverjir öfluðu þeirra stiga, en þá ber hæst í Bisk- upstungum, innan íþrótta- manna; Laugarásbræður Einar og Grétar Ólafssyni, Gísla Sig- urðsson Othlíð, Sigurð Erlends- son Vatnsleysu og Magnús bróður hans, Hörð Ingvarsson Hvítárbakka og Guðmund Ein- arsson Iðu. Árið nítján hundruð fimmtíu og tvö sigrar Bjarni Sigurðs- son í tvöhundruð metra bringu sundi, á nýju Skarphéðinsmeti. Síðan skal farið fljótt yfir sögu, á næstu tíu árum veltur á ýmsu. Sigurvegarar einir skulu taldir og atburða getið, sem þykja merkir. I glímu og hæfniglímu hafa sigrað, Sigurður Erlendsson Vatnsleysu, Trausti Ólafsson Kjóastöðum og Bjarni, Greipur og Þórir Sigurðssynir í Hauka- dal. Á þessum árum hafa sigrað í sundi Sigríður Sæland Espi- flöt, sem hefur hlotið samtals 17 sigra og sett þrjú Skarp- héðinsmet; Bjarni og Þórir Sig- urðssynir Haukadal og Gústaf Sæland Espiflöt. Sigurvegarar í frjálsum í- þróttum hafa orðið þeir, Jón Guðlaugsson, Jón H. Sigurðs- son Othlíð og Þórir Sigurðsson Haukadal, en sá síðasttaldi á Skarphéðinsmet í hástökki án atrennu innanhúss; en þess má geta, að félagar úr OMF Bisk- upstungna eiga öll Skarphéð- insmet, í stökkum án atrennu innan húss; í langstökki og þrí stökki á Magnús Erlendsson bæði metin, en hann var fremst ur í þeim greinum hér á landi fyrir tíu árum. 1 knattspyrnu keppti félagið einu sinni, en árangur varð ekki sem erfiði, af fjórum fé- lögum varð það í neðsta sæti. Félagið hefur alltaf fengið stig á þessum árum, og þrisvar I fyrsta tölublaði Bergþórs er grein eftir Gunnar Karlsson um gömul bæjarheiti í Biskups- tungum. Þar er getið um bæ- inn Otholt í Holtakotalandi. Þegar ég las þetta, kom mér í hug gömul þjóðsaga, sem ég hef heyrt um bæ þennan og um tildrög þess að hann fór í eyði. Mér er ekki kunnugt um að saga þessi sé til í skráðum heim ildum, en hún er á þessa leið. Einhvern tíma fyrr á öldum var sá bær í Biskupstungum, sem hét í Holtum. Ekki er vit- að um fólk það er þar bjó, en þetta mun hafa verið allstór jörð og þar á að hafa verið kirkja, sem þjónað var frá Ot- hlíð. I austur frá bænum var hjáleiga, sem hét Holtakot. Eitt sinn að vetri til bar föru- orðið í öðru sæti í heildarstiga- keppni Skarphéðins. Ég tel rétt að þetta komi fram, þar sem það getur vakið til nokkurrar umhugsunar, um þessi mál, og leitt í ljós heim- ildir sem ekki eru kunnar. Slíkt gæti þá orðið til þess, að skráð yrði af meiri nákvæmni en hér er gert og ekki á heima í grein sem þessari, þáttaka Biskupstungnamanna í íþrótt- um það sem af er, því vissu- lega væri gaman að vita hverj- ir hafa verið þátttakendur af hálfu félagsins aðrir en þeir fáu, sem komizt hafa í tölu afreksmanna. Freistandi hefði verið að hafa skrá þessa ná- kvæmari, en ég taldi það ekki rétt, þar sem það hefði tekið of mikið rúm af efni blaðsins, einkum hvað viðkemur hinum síðari árum; því væri mikill akkur í öllum viðaukum, við grein þessa. Hreinn Erlendsson Bókasafn Bókasafnið hefur nú verið flutt í Aratungu. Ráðinn hefur verið bókavörður Guðmundur Ingimarsson. Safnið er opið til útlána á föstudögum frá kl. 4—10 e.h. Fólk er hvatt til að líta inn og athuga hvort það finnur ekki bók, sem það hefur hug á að lesa. stelpu að garði í Holtum. Baðst hún gistingar en var úthýst. Hélt hún þá sem leið liggur upp að Múla en varð úti undir steini skammt norðan við tún- ið í Holtum. Eftir það gekk hún aftur og lagðist á bæinn. Varð svo reimt þar að fólk hélst þar ekki við. Bærinn lagð ist því í eyði og hefur ekki verið byggð þar síðan, en jörð- in lagðist undir Holtakot. Þar sem bærinn stóð, hafa lengi verið fjárhús og eru nefnd Gamlibær. Við götuna frá Gamlabæ upp að Múla er stór steinn, sem heitir Stelpu- steinn, og við fjárhúsin sést vel móta fyrir bæjarrústum. örnefnið Útholt er aftur á móti norðan og norðvestan við Gamlabæ. Ingigerður Einarsdóttir. Gömul þjóðsaga

x

Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergþór
https://timarit.is/publication/925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.