Árblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 2
2
ÁRBLAÐIÐ
Útgefandi:
Ritstjóri:
Ábyrgðarmaður:
Stjórn Blaðsels hf.:
Ritnefnd:
Umbrot og prentun:
BLAÐSEL HF. - Box 237 - Selfossi
Sigurður Jónsson
Einar Elíasson
Helgi Bjarnason
Sigurður Hjaltason
Jón B. Stefánsson
Bárður Guðmundsson
Björn Gíslason
Guðmundur Eiríksson
Þorsteinn Ásmundsson (augl.)
Prentsmiðja Suðurlands hf.
Fylgt úr hlaði
Hvað er nú á seiði? Gat verið,
kosningar framundan og einhverjir
galgopar komnir af stað með und-
irbúning að framboði. Eitthvað í
þessa átt hafa margir hugsað er
þeir heyrðu fyrst minnst á Árblað-
ið, og ekki er hægt að segja að
slíkur hugsunargangur sé óeðlileg-
ur þegar þess er gætt að stutt er
til kosninga, bæði til sveitarstjórn-
ar og Alþingis, og einmitt við slík-
ar aðstæður spretta upp blöð eins
og gorkúlur. Er Árblaðið þá þann-
ig bóla? Nei, hugmyndin að baki
Árblaðinu er annars konar, þó svo
hittist á að þessi tími sé valinn til
framkvæmda. Að Árblaðinu
standa þeir einstaklingar er upp
cru taldir í blaðhaus. Ástæðan fyr-
ir þeirri samblöndu manna er þar
kemur fram er fyrst og fremst
áhugi á málefninu og vilji til starfa
í þágu blaðsins. Hver er þá til-
gangur Árblaðsins? Tilgangur og
stefna Árblaðsins er þjónusta við
byggðarlagið í formi frjáls frétta-
flutnings án íhlutunar pólitískra
afla. Petta þýðir þó engan veginn
að ekki verði skrifað um pólitík í
blaðið. Pvert á móti. Blaðið er
frjást og í þjónustu byggðarlagsins
og býður velkomna alla þá er vilja
láta í sér heyra og skrifa undir
nafni (eða dulnefni). Árblaðið
inu er ætlaður fréttaflutningur
jafnframt því að vera vettvangur
til skoðanaskipta manna á milli.
Framtíð Árblaðsins er undir þér
komin lesandi góður. Hvernig
meturðu þetta þjónustuframlag til
byggðarlagsins, ertu tilbúinn til
þátttöku í leiknum, telurðu þörf á
að hagsmunamál bæjarfélagsins
séu rædd í blaði, ertu tilbúinn til
þess að láta skoðanir þínar í ljós?
Ef svo er, gjörðu svo vel.
A ðventukransar
Jólaskreytingar - Jólaskreytingaefni
Gjafavörur í miklu úrvali.
Blómahornið
Eyravegi 21 - Selfossi - Sími 1712.
ÆÐISGENGIÐ
ÚRVAL
AF
LEIKFÖNGUM
THerslun
Reykjavíkurflóttinn
Nú fer í hönd tími mikillar
verslunar og viðskipta. Hjá
kaupmönnum og kaupfélögum
er fyrir all nokkru bafinn undir-
búningur að innkaupum fyrir
jólasölu, svo vöruúrval í versl-
unum megi verða sem mest og
best. Þá vaknar sú spurning: Er
vöruúrval i verslunum á Selfossi
jafn fjölbreytt og í Reykjavík?
Því fer viðs fjarri að svo sé. Það
er eðlilegt. Svo ólikt er markaðs-
svœðið að stœrð. En sýnnm við
bœjarverslunum okkar nœga
virðingu og skilning. Jú, sumir.
En örugglega alltof fáir.
★
Hafið þið, lesendur góðir,
nokkurn tíman velt því fyrir
ykkur hve mikill hluti af versl-
un Selfyssinga fer fram í Reykja
vik, viðskipti er auðveldlega
vœri hœgt að gera hér innan hér-
aðs? Jú, eflaust bafið þið hugs-
að um það, e. t. v. þegar þið er-
uð á leiðinni „í bœinrí' til þess
að versla. Afleiðingin ætti að
vera hverjum heilvita manni
augljós. Þarna erum við að
skerða möguleika yerslana okk-
ar til þess að veita okkur aukna
þjónustu, fjölbreyttara vöruú/r-
val og lægra vöruverð. Þetta er
ekki raunhœft. Finnst þér það ?
★
Hvers vegna er sjaldan aug-
lýst eftir starfskrafti til verslun-
arstarfa? Það þarf ekki. Hjá
ftestum verslunum eru langir
listar með nöfnum á fólki sem
óskar eftir vinnu. Hefur þú hugs
að um það á leiðinni í verslunar-
leiðangur til Reykjavíkur, að um
leið ert þú að stuðla að því að
ekki verði bœgt að f jölga starfs-
fólki við verslunarstörf. Næg
atvinna er þó atlra hagur, ekki
satt. Auknir skattar til hrepps-
ins, meira malbik og svoleiðis,
þú skilur.
★
Árblaðið skorar á Sunnlend-
inga að snúa hér tapi í hag og
sameinast um að efla sunnlensk
fyrirtæki, hvaða nafríi sem þau
nefnast og burt séð frá allri
pólitík.
Frá Hreppsnefnd
Mörgum hefur fundist að held-
ur hljótt sé um störf hreppsnefnd-
ar og ekkert heyrast nema þegar
einhver stórmál ber á góma. En
fleiri mál eru þar tekin fyrir en
þau sem við í daglegu tali nefn-
um stórmál.
í þessum þætti sem ber nafnið
„FRÁ HREPPSNEFND“, verður
Ieitast við að skýra bæjarbúum á
sem hlutlausastan hátt, frá þeim
málum sem hreppsnefnd tekur til
umfjöllunar.
Fyrirkomulag þessa þáttar verð-
ur þannig að birtir verða úrdrætt-
ir úr fundagerðarbókum Hrepps-
nefndar Selfosshrepps og/eða
blaðamaður Árblaðsins mun fylgj-
ast með fundum og gera þeim síð-
an skil.
77. fundur Hreppsnefndar Sel-
fosshrepps var haldinn 16. nóv.
77. Hér á eftir verður getið nokk-
urra þeirra mála sem voru á dag-
skrá.
1. Greinargerð um fjárhagsstöðu
Héraðsbókasafns Árnessýslu í nóv.
77. Samþykkt samhljóða að sveit-
arstjóri og skrifstofustjóri taki upp
viðræður við sýslumann til lausnar
á fjárhagsvanda bókasafnsins.
2. Lögð fram fjárhagsáætlun
Brunavarna Árnessýslu fyrir árið
1978. Niðurstöðutölur gjaldameg-
in kr. 13.480.000,00. Samþykkt
samhljóða til annarrar umræðu.
B. H. Steingrímsson sat hjá.
Önnur mál voru þau að Sigur-
jón Erlingsson bar fram eftirfar-
andi fyrirspurn til oddvita: Á
hvaða stigi eru samningar við
menntamálaráðuneytið um framtíð-
arhlutverk gagnfræðaskólans sem
fjölbrautaskóla og greiðsluhlutfall
Selfosshrepps í byggingarkostnaði.
Oddviti svaraði því til að þessi
mál væru ófrágengin enn, utan það
að H. S. hefði mótað afstöðu sína
um stofnun samræmds framhalds-
skóla á Selfossi.