Árblaðið - 25.11.1977, Page 7

Árblaðið - 25.11.1977, Page 7
ÁRBLAÐIÐ 7 Blikksmiðja B. J. Eyravegi 31 - Selfossi - Sími 1709. KJÖLJÁRN - RENNUBÖND - ÞAKVENTLAR - RENNUR - NIÐURFÖLL Oll almenn smíði úr áli, stáli, eir og járni. Hjá íris... fæst margt til sauma ásamt tilbúnum vörum hentugum til gjafa, t. d. dúkar í mörgum gerðum, púðar, rammar, hillu- rekkar, bollasett, könnur, eftirprentanir og fleira. Alltaf að koma eitthvað nýtt. Opið frá 10-5,30 Laugardaga 10-12. Hannyrðaverslunin Iris Eyravegi 5 Selfossi - Sími 1468 afsaka, því ég er að fara og skoða apana. Ver.ið þið blessuð og þakka ykkur fyrir.“ „Bless Pondus“, sögðu börnin. Pondus og dýrahirðirinn gengu áfram og loksins komu þeir að apabúrinu. Pondus flýtti sér að grindverk- inu, en hann gat ekki séð apana. Hann var of lítill og grindverk- ið of hátt. ,,Nú skal ég hjálpa þér“, sagði dýrahirðirinn. „Hérna færð þú kassa til að standa á og þú getur skemmt þér hér eins lengi og þú vilt. Þegar þú verður svangur getur þú far- ið heim, þú ratar.“ Pondus stóð á kassanum og skoðaði. Þetta var gaman. Aparnir stukku á milli stallanna. Að geta hreyft sig svona snöggt, Pondus var alveg hissa, því hann getur bara gengið mjög hægt og tekur lítil skref. Tíminn leið og Pondus stóð og horfði á apana. Hann tók ckki eftir því, að sólin var að setjast, og fólkið var að fara heim. Aparnir hurfu smátt og smátt inn í búrin sín og Pondus hélt að þeir hlytu að koma aftur. Og að lokum stóð hann cinn og beið og beið. En aldrei komu aparn.ir. Allt í einu sá Pondus að liann var aleinn. Hann varð hræddur og hljóp út á mitt svæð- ið. Hann sá cngan. Hvorki dýra- hirðirinn né nokkurn annan. Hvað átti hann að gera? Hann var búinn að gleyma í hvaða átt hann átti að fara. Og kannske gæti dýrahirðirinn ckki fundið hann. Allt í einu heyrði hann fótatak fyrir aftan sig og hann heyrði rödd dýrahirðisins. „Nú þarna crtu, það var gott að ég fann þig aftur. Hvers vegna ertu ekki kominn heim?“ „Fyrir- gefðu“, sagði Pondus. „Ég gleymdi mér, af því það var svo gaman að skoða apana.“ Pondus og dýrahirðirinn gengu hcim. Öll dýrin voru sofnuð og Pon- dus fann að hann var orðinn þreyttur, og það gauluðu í hon- um garnirnar. „Mér er svo illt í fótunum", sagði Pondus, „ég er dauðþreyttur.“ „Á ég að halda á þér?“ spurði dýrahirðirinn, og lagði frá sér fötuna. „Nei“ sagði Pondus, „ég ætla að ganga sjálf- ur, ef ég fæ bara að hvíla mig einstaka sinnum. Dýrahirðirinn gekk og hugsaði og Pondus flýtti sér cins mikið og hann gat á litlu, þrcyttu fótunum sínum. Það var allt hljótt í garðinum og síðu.stu geislar sólarinnar skinu á snjóinn. Loksins voru þeir komnir heim. „Ætli þér veiti af nokkrum síldum áður en þú ferð að sofa“, sagði dýrahirðirinn og tók stóra fcita síld upp úr föt- unni. Pondus glcypti síldina í einum bita. „Þér finnst þetta gott“, sagði dýrahirðirinn og gaf Pondus aðra síld. Pondus borð- aði hverja síldina á fætur ann- arri. „Þetta kalla ég nú góða matarlyst“, sagði dýrahirðirinn þegar fatan var tóm. „Þú crt bú- inn að borða 21 stóra og feita síld. Góða nótt og sofðu vel.“ „Góða nótt og þakka þér fyrir að ég mátti skoða apana.“ Þetta var sagan um hann Pondus og ef þið farið í dýra- garðinn í Kaupmannahöfn, þekk ið þ.ið hann strax aftur, því hann cr stærstur og feitastur af öllum mörgæsunum. Lesenda- bréi I þessum þætti er ætlunin að gcfa fólk.i tækifæri til að tjá sig um það sem því kann að liggja á hjarta, þ. e. a. s. að varpa fram spurningum um citt eða annað, segja sína skoðun á hlutunum svo citthvað sé tiltekið. Nú kunna að vera einhvcrjir sem ekki treysta sér til að skrifa þættinum en vilja samt sem áður koma einhverju að, þá er þeim bent á að hafa samband við undirritaðan. Athygli skal vakin á því, að skrifa má undir dulnefni, cn rétt nafn og heimilisfang þarf þá að fylgja með, að öðrum kosti munu bréf viðkomandi ckki vcrða birt. Utanáskriftin er: ÁRBLAÐIÐ Box 237 802 Selfoss. eða hring.ið í Guðmund Ei- ríksson í síma 1721. í heimsókn hjá Pondus.

x

Árblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árblaðið
https://timarit.is/publication/931

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.