Árblaðið - 25.11.1977, Side 8
Bílaleiga
jSö(uská(inn Arnbergi Áhöld s.f.
Sími 1685
Nýkomið:
Snjókeðjur í öllum stærðum, einnig
þverbönd, hlekkir og lásar.
^miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHHiiiiiHHHiniiiiiiiiiiiiiiiiiimtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Hitaveitan
Vegna kuldakastanna nú undan-
farið hafði Árblaðið samband við
Erlend Sigurjónsson verkstjóra
hitaveitu, og spurðist fyrir um
ástand hitaveitunnar. Erlendur
kvað tvær holur í gangi og gefa
þær um 80 sekúndulítra af 78
gráðu heitu vatni, og taldi Erlend-
ur að það mundi duga nema ef
gerði aftöku gadd og þá yrði að
loka fyrir eins mikið og hægt væri
til vatnsfrekra fyrirtækja. Erlend-
ur sagði jafnframt að sótt hefði
verið um að fá bor til borana nú
í vetur því nauðsynlegt væri að
Dælustöð hitaveitu.
hafa varaholu, en borinn væri enn
fastur í verkefnum á Norðurlandi
og varla væri von til að fá hann
fyrir nýjárið.
Tilbúnir í slaginn.
J ólasveinaumboð
„Jólasveinarnir eru farnir að
hugsa sér til hreyfings.“
Petta sögðu forráðamenn ung-
mennafélagsins, þegar blaðið hitti
þá að máli fyrir skömmu. Upp-
Iýstu þeir að Jólasveinarnir hefðu
hringt og boðið félaginu að verða
umboðsaðili fyrir ekta jólasveina á
Selfossi.
Jólasveinarnir vilja nú í ár fá
foreldra til samstarfs við sig, með
þeim hætti að hafa samband við
Ungmennafélagið og panta heim-
sókn um jólin. Petta gera þeir til
þess að vera vissir um að koma til
þægra barna. Foreldrar eru því
beðnir að hafa augu og eyru opin
fyrir auglýsingu varðandi JÓLA-
SVEINAPJÓNUSTU UNG-
MENNAFÉLAGSINS.
Einnig báðu ungmennafélagar
blaðið að koma því á framfæri að
jólakorta- og pappírssala félagsins
færi fram nú á næstunni, en þeir
hyggjast ganga í hús og bjóða þess-
ar vörur til sölu.
Á hœl og tá
Undanfarna daga hefur verið
mikil hálka á götum bæjarins og
fólk dansað „listdans“ á hæl og tá,
fjórum fótum og jafnvel á magan-
um, þegar það hefur ferðast um
gangbrautir og gatnamót.
Áhaldahúsið hefur alltaf verið
bjargvættur fólksins í þessum mál-
um sem mörgum öðrum. Hjálpin
hefur verið fólgin í því að starfs-
menn hreppsins hafa stráð sandi
af miklum eldmóð á gönguslóðir
og þar sem hálla bletta er helst
von.
í nýjustu hálkunni þótti mönn-
um þeir Áhaldahússmenn heldur
sparir á sandinn, sem má vera
verulegur þegar svo viðrar sem
raun ber vitni. Pað er gífurlegt ör-
yggisatriði fyrir gangandi vegfar-
endur að hafa sandinn undir hálum
skósólum sínum og eitt er víst að
fáeinar skóflur í viðbót eru ódýr-
ari en eymsli, marblettir og jafn-
vel beinbrot.
Sigur
Að undanförnu hafa ungmenna-
félögin og önnur frjáls félagasam-
tök á Suðurlandi háð harða bar-
áttu fyrir því að felld yrði niður
söluskattskrafa, sem nam 9—10
millj. Krafa þessi var allt upp í 3
ár aftur í tímann og var þar beitt
ákvæði í söluskattslögum um sölu-
skatt af skemmtunum og samkom-
um.
Félögin hafa nú fengið kærkom-
ið bréf frá fjármálaráðuneytinu
þess efnis að krafan félli niður.
Kristján Jónsson formaður HSK
sagði að þetta væri aðeins áfangi
í þá átt að breyta lögunum, og gera
þau vinsamlegri sjálfboðaliðastarfi
félaganna. Nú þegar er hafinn und-
irbúningur að þessari lagabreyt-
ingu.
Heimir
í landsiið
Heimir Bergsson var valinn f
unglingalandslið 14—16 ára, sem
Iék við Wales tvo leiki, jafntefli
á Laugardalsvelli og sigur í Wales.
Ileimir var yngsti meðlimur liðs-
ins og aldurs vegna getur hann
leikið með liðinu í tvö ár. Er nokk-
uð víst að hann verður valinn í
liðið næstu árin. Heimir hefur æft
vel og reglulega, oft við erfiðar að-
stæður. — Blaðið óskar Heimi til
hamingju með árangurinn og von-
ast til að hann standi sig í fram-
tíðinni.
URVAL
AF
NIÐURSOÐNUM ÁVÖXTUM
Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI
e.rr . diIh Austurvegi 22 - Selfossi
Símar. 143Q Qg 1630
——