Árblaðið


Árblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 10

Árblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 10
Til sölu Við Lambhaga: Viðlagasjóðs- hús. Við Úthaga: Viðlagasjóðshús. Við Lambhaga: Grunnur und- ir einbýlishús og bílskúr. Við Fossheiði: 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi. Við Suðurengi: Raðhús í smíðum. Við Hjarðarholt: Einbýlishús ásamt bilskúr. Skipti koma til greina á minni eign. Við Háengi: Raðhús í smíð- um. Bvqqinqaraðili Selós sf. Við Starengi: Einbýlishús í smíðum, selst rúmlega fok- helt. Við Vallholt: Einbýlishús ásamt bílskúr, laust í okt. 1977. Við Grashaga: 130 fermetra nýtt einbýishús. Við Heimahaga: Viðlagasjóðs- hús, laust eftir samkomulagi. Hagstaeð lán. Við Oddabraut í Þorlákshöfn: íbúð í tvíbýlishúsi. Bókhalds- og fasteignastofan sf. Eyravegi 21, Selfossi, sími 1877. Bjarni Jónsson, heimasími 1265. Sigurður Hjaltason, heimasími 1887. viðskiptafræðingar. HÓPFERÐABÍLAR fyrir litla og stóra hópa. Auglýsinga- síminn Guðmundur Tyrfingsson er 1979 Sími 1210 og 1410 4% orkunnar notuð í héraðinu Fréttatilkynning frá Samtökum sveitarfélaga Laugardaginn 26. nóvember sl. var haldinn fundur sveitarstjórnar- manna á Suðurlandi um orkumál Sunnlendinga. Á fundinum fluttu framsöguer- indi Gísli Júlíusson verkfræðing- ur, Garðar Ingvarsson, ritari við- ræðunefndar um orkufrekan iðnað, Jakob Björnsson, orkumálastjóri og Kristján Jónsson, rafmagns- veitustjóri ríkisins. Á fundinum var cftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Fundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um orkumál haldinn á Selfossi 26. nóv. 1977 vekur athygli á því, að um 90% af virkj- aðri vatnsorku landsins er unnin úr sunnlenskum fallvötnum en aðeins 4% orkunnar er notuð í héraðinu. í ljósi ofangreindra staðreynda ályktar fundurinn eftirfarandi: 1. Fundurinn telur, að brýna nauðsyn beri til að hefja nú þegar endurbyggingu dreifikerfisins í héraðinu með 3ja fasa straum og tryggja þannig næga raforku til at- vinnurekstur og hitunar. Suðurlandsveita hafi forgang, þegar hafist verður handa um slíka endurbyggingu dreifikerfisins. 2. Fundurinn ályktar, að Sunn- lendingar eigi að njóta bestu hugs- anlegu kjara á raforku til iðnaðar, þar eð ljóst er, að atvinnuuppbygg- ing í héraðinu er að mestu háð raf- orkunotkun. Bendir fundurinn í þessu sam- bandi m. a. á uppbyggingu jarð- efnaiðnaðar, ylræktar og gras- kögglaverksmiðj a. Fundurinn telur eðlilegt að upp- bygging orkufreks iðnaðar, sem byggir á orku sunnlenskra fall- vatna, fari fram á Suðurlandi. 3. Fundurinn krefst þess, að nefnd sú, er skipuð var fyrir 2 ár- um og kanna átti hugsanlega eign- araðild Suðurlands og Reykjaness að Landsvirkjun ljúki störfum hið allra fyrsta. 4. Fundurinn leggur áherslu á, að auka nýtingu jarðhita á svæð- inu og að Jarðhitadeild Orkustofn- unar verði efld til muna frá því sem nú er. Rannsóknir verði auknar og rík- ið annist nauðsynlegar tilrauna- boranir á lághitasvæðum. Utvegað verði aukið lánsfjár- rnagn til virkjunar jarðhita svo að hlutdeild Orkusjóðs við jarðhita- leit hækki, enda verði lánin gefin eftir ef enginn árangur verður af borun.“ ÍÞRÓTTIR Á götunni. Aðalfundur lyftingadeildar var haldinn 15. nóv. í stjórn voru kosnir: Formaður: Sigurður Grét- arsson, gjaldkeri: Trausti Gunn- arsson, meðstjórnendur: Garðar Gestsson, Atli Lilliendahl, Stefán Larsen. Æfingar eru byrjaðar af fullum krafti að Eyravegi 33. Eru æfing- ar á þriðjudögum kl. 19,30 til 21, fimmtudögum á sama tíma og á laugardögum kl. 14 til 17. Ráðgert er að ráða þjálfara eftir áramót og er mikill hugur í mönn- um að rífa íþróttina upp úr þeim öldudal sem hún hefur verið í að undanförnu. Fyrsta mótið sem nýkjörin stjórn hyggst standa fyrir, er jóla- mót, sem haldið verður milli jóla- og nýárs, með þátttöku bestu lyft- ingamanna landsins. Lyftingamenn hafa í gegnum árin verið í húsnæðishraki. Pegar þeir fengu aðstöðu á Eyravegi 33 litu þeir framtíðina bjartari augum, en nú er allt að lenda í sama far- inu, því þeir eiga að vera farnir úr því húsnæði í byrjun apríl, og eru þar með á götunni. Áætlað er að lyftingar fái inni í nýja íþróttavallarhúsinu, en það er ekki komið upp úr drullunni og ekki er það húsnæði til reiðu nærri strax. Hafa lyftingamenn fengið hús- næðið að Eyravegi 33 endurgjalds- laust hjá M. M. hf., og ekki einu sinni þurft að greiða fyrir Ijós né hita. Er slík velvild alltaf þakkar- verð. Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss: var haldinn 15. okt. í HSK-sal. í stjórn voru kosin: Formaður: Guðmundur Ingvarsson, gjaldkeri: Elínborg Gunnarsdóttir, ritari: Ólöf Ólafsdóttir, aðrir í stjórn eru: Pórður Gunnarsson, Erla Gunnarsdóttir. Varastjórn: Óskar Harðarson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Elín Gunnarsdóttir. Aðalfundur körfuknattleiks- deildar Umf. Selfoss: var haldinn 16. nóv. í Tryggva- skála. I stjórn voru kosnir: For- rnaður: Sigurður R. Óttarsson, gjaldkeri: Ólafur Sigurðsson, með- stjórnendur: Óskar Marelsson, Hans Einarsson, Árni Pétursson, Hjalti Sigurðsson, Viðar Pétursson. Körfuknattleikslið Selfoss leik- ur í 3. deild. Liðið hefur leikið einn leik. Var hann við Hörð frá Patreksfirði, en leikið var í Rvík. Leiknum lauk með sigri Harðar, skorðuðu þeir 82 stig gegn 38. Stigahæstir Selfyssinga voru Hjalti Sigurðsson og Hans Einarsson með 9 stig hvor. Aðalfundur knattspyrnudeildar. Knattspyrnudeild Umf. Selfoss hélt aðalfund sinn mánudaginn 19. nóv. 1977. Fundarsókn var nokk- uð góð eða um 60 manns. Kosnir voru í stjórn: Formaður: Bárður Guðmundsson, gjaldkeri: Gunnar Skúlason, meðstjórnendur: Gunn- ar Gunnarsson, Gunnar Árnason, Guðmundur Axelsson, Gylfi P. Gíslason, Sæmundur Friðriksson, Rúnar Gránz. Nær allir þessir menn eru nýir í stjórn, hafa ekki verið þar áður. Björn Gíslason, sem hefur verið formaður í rúman áratug, gaf ekki kost á sér í stjórn áfram. Voru honum þökkuð vel unnin störf. Tveir elstu félagar deildarinnar voru gerðir að heið- urfélögum, en það eru þeir Guð- finnur Jónsson og Marel Jónsson. 5. flokk var afhentur bikarinn „Besti flokkur ársins“ og fengu drengirnir allir verðlaunaskjöl. Fyrir fundinum lá ársskýrsla deild- arinnar. I unglingaráð voru kosnir: Kjartan Bjarnason, Sveinn Ármann Sigurðsson, Einar Jónsson og Kjartan Ólason. Selfossmeistaramót í baddminton Selfossmeistaramótið var haldið dagana 26. og 27. nóv. Selfoss- meistarar urðu eftirtaldir: í m.fl. karla Hjalti Sigurðsson. Drengir 14 til 18 ára Auðunn Hermanns- son. Drengir 12 til 14 ára Por- valdur Sigurðsson. Stúlkur 16 til 18 ára Sólveig Sigmarsdóttir. Stúlk ur 12 til 14 ára Halldóra Stúlkur 12 ára og yngri: Bryndís Sigmundsdóttir. Firmakeppni í badminton hefst í byrjun desember. Aðalfundur badmintondeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tryggvaskála 10. des.

x

Árblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árblaðið
https://timarit.is/publication/931

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.