Árblaðið


Árblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 5

Árblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 5
5 N ý k o m i ð Gardinuefni, þykk — Einnig stórisar. Kjólaefni, flauel, slétt og rifflað. Buxnaefni, margar gerðir. Stykkjavara í úrvali. GÓÐAR VÖRUR - GOTT VERÐ Leitið ekki langt yfir skammt. VERSLUNIN MÚLI SELFOSSI - SÍMI 1234 að það hafi fyrst athugað vöruúrval og vöruverð hér heima. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því hvað það kostar að fara verslunarferð til Reykja- víkur, bæði er það bensín- kostnaður, og svo kaupir fólk sér oft kaffi og jafn- vel mat. Sigurður Eyberg, Siggabúð, Selfossi: 1. Já, hún er alveg skýlaust byrjuð. 2. Já, ég á von á að árangur fyrsta tbl. ÁRBLAÐSINS komi í ljós og fólk versli hér heima. 3. Strax í október og jat’n- vel eitthvað í september. 4. Já, ég hef bætt við einum manni nú þegar og eitt- hvað aukafólk mun verða síðustu vikuna fyrir jól. 5. Fólk sækir alltof mikið til Reykjavíkur, án þess Árblaðið lehur við franilöyuin Peir sem vilja koina á fram- færi gjöfum í einhverri mynd til stofnana á staðnum geta í því efni snúið sér til blaðsins. Fyrir skömmu kornu þrjár ungar stúlkur til blaðsins og afhentu 9.300 krónur til styrkt- ar þroskaheftum börnurn. Pen- ingunum söfnuðu þær með hlutaveltu sem þær héldu í bíl- Hrefna Benediktsdóttir og Camilla Ólafsdóttir. skúr að Miðengi 19. Stúlkurnar heita Ásdís Styrmisdóttir, Hrefna Ósk Benediktsdóttir og Camilla G. Ólafsdóttir. Blaðið þakkar stúlkunum þetta fyrirmyndar framtak. Umferdarmál S'li'IVin \. Miimiussmi í framhaldi af grein minni í síð- asta blaði langar mig að nefna nokkur fleiri atriði varðandi um- ferðarmál á Selfossi úr því mér var gefinn kostur á að fjalla um þau á þessum vettvangi. Nokkur fleiri atriði vil ég nefna varðandi umferðarmál á Selfossi úr því mér var gefinn kostur á að fjalla um þau á þessum vettvangi. Mjög mikil umferð barna er á götum sem liggja í nálægð skól- anna, einkum er þetta áberandi á Tryggvagötu, Bankavegi og nær- liggjandi götum. Við þessar götur og raunar miklu fleiri vantar til- finnanlega góðar gangstéttar, þann- ig að gangandi vegfarendur geti notað þær, en gangi ekki á akbraut unum eins og nú sést alltof oft. Pá tel ég algera nauðsyn á að sett verði upp gangbrautarmerki með Ijósi við Austurveg og við gatna- mót Engjavegar og Tryggvagötu. Einnig að stöðvunarskylda verði sett á umferð sem kemur suður Tryggvagötu og ætlar inn á Engja- veg, en þarna er alveg blint horn. Undanfarið hefur mátt sjá lögregl- una við eftirlit á þessum gatnamót- um á mesta umferðartímanum í hádeginu og er það að sjálfsögðu mjög til bóta. Biðskyldumerki hefur verið all- lengi á gatnamótum Hrísholts og Rauðholts, en ekki á öðrum gatna- mótum við Rauðholt. Parna finnst mér gæta ósamræmis og er um tvennt að velja, annaðhvort að fjar- lægja þetta merki eða gera Rauð- holt að aðalbraut og tel ég það æskilegra. Pá þarf að mínu áliti, að mála varúðarlínu (miðlínu) á nokkrar götur og má þar nefna Rauðholt, Tryggvagötu, Fossheiði og Eyraveg. Einnig má ekki drag- ast lengur að gangbrautir verði málaðar að nýju t. d. á Eyraveg og Tryggvagötu á móts við skólana. Æskilegt er að gagnbrautirnar verði upplýstar, þar sem umferð gangandi er rnest. Má í þessu sam- bandi minna á, að oft hefur dregist alltof lengi að lagfæra cða setja upp aftur umferðarmerki sem skemmst hafa eða verið fjarlægð af einhverjum ástæðum. Á þetta einn- ig við um málun á yfirborð gatna. En víkjum nú aðeins að Suður- landsvegi, frá Selfossi til Reykja- víkur. Vegur þessi er að flestu leyti vel nterktur, en þó vekur furðu, að t. d. við vegamót Prcngslavcgar til Þorlákshafnar er brotin varúðar- lína á miðju vegarins, sem táknar að þarna geti verið mögulegt að aka framúr. Parna er, auk vega- mótanna, takmarkað útsýni yfir veginn fram undan vegna hraun- hóla nálægt veginum og beygjunn- ar og því stórhættulegt að reyna slíkt. Sama er að segja um akstur niður Kamba. Par er brotin varúð- arlína á beygjum þar sem telja verður framúrakstur rnjög var- hugaverðan. Víðar má finna svona aðstæður t. d. á hæðunum austan við Rauðavatn. Peir sem ákveða svona merking- ar þurfa mjög að aðgæta að þær gefi ekki ökumönnum rangar upp- lýsingar og virki þar með öfugt við það sem til er ætlast, þ. e. að skapa aukið öryggi í umferð. Að lokum vil ég minna alla veg- farendur á, að nú fer sá tími í hönd sem allar aðstæður eru verst- ar, myrkur, dimmviðri og hálka. Pað er því brýn þörf að allir legg- ist á eitt og sýni sérstaka varúð í umferðinni, hafi allan útbúnað ökutækja í góðu lagi og aki eftir aðstæðum hverju sinni. Parna eru reiðhjól ekki undan- skilin, en nokkuð er um að t. d. ljóslaus reiðhjól sjáist á ferð eftir að myrkur er skollið á. Mjög er athugandi að geyma reiðhjól, eink- um yngri barna, inni í bílskúr nokkra mánuði meðan aðstæður til aksturs eru verstar. Allt verður að gera, sem er í valdi mannlegs niátt- ar til að skapa aukið umferðarör- yggi, og það er rnín trú að þau atriði sem ég hef hér nefnt myndu gera það. Ég vil því beina því til þeirra sem um þessi má eiga að fjalla, að þessar ábendingar verði teknar til athugunar og fram- kvæmd þau atriði sem talin væru til bóta. Ég geri mér ljóst, að það sem ég hef tekið til umfjöllunar í þess- um hugleiðingum, er aðeins brot af þeim vanda, sem um er að ræða varðandi umferðarmál almennt. F.n ef þessi skrif geta orðið til þess að vekja menn til umhugsunar og skapa umræður um þessi mál, þá er tilgangnum náð.

x

Árblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árblaðið
https://timarit.is/publication/931

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.