Árblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 3
3
„ Byggðastefna"
Byggðastefna er orð sem
flestir kannast við í dag, og
þýðir í stuttu máli stuðnings-
yfirlýsingu við mannlífið í hin-
um dreifðu byggðum landsins, í
víðtækustu merkingu þess hug-
taks.
Stjórnmálaflokkar, stjórn-
málamenn og fleiri aðilar hafa
reynt að taka þátt í þessari
stefnumótun og framkvæmd
hennar, einkum hin síðari ár.
Framkvæmdastofnun ríkisins
varð til, og hefir undir sinni
stjórn tvo öfluga fjárfestingar-
sjóði: Framkvæmdasjóð ríkisins
og Byggðasjóð, til þess m. a.
að tryggja framgang byggða-
stefnunnar af hálfu ríkisvalds-
ins, t. d. með bráðnauðsynleg-
um fjárveitingum til atvinnu-
uppbyggingar hvers konar.
Sveitarstjórnir um allt land
hafa líka reynt að tryggja frarn-
gang byggðastefnunnar hver á
sínum stað, en að vísu með
misjöfnum árangri eins og geng-
ur.
En stóra spurningin er,
hvernig hefur fólkið sjálft í
hinum dreifðu byggðum lands-
ins þ. e. ég og þú tekið undir
þessa stuðningsyfirlýsingu við
landsbyggðina frá opinberum
aðilum, hvað höfum við gert
til að tryggja framgang byggða-
stefnunnar, og treysta búsetu-
skilyrðin, þ. e. a. s. þegar frá
eru talin framlög okkar úr sam-
eiginlegum sjóðum sveitarfé-
lagsins og stuðningur ríkis-
valdsins sem áður var vikið að?
F.g geri ekki ráð fyrir því að
svör séu almennt á reiðurn
höndum, og sjálfsagt verða
svörin jafn mörg og breytileg
og einstaklingarnir sem kynnu
að svara. Eigi að síður er okk-
ur hollt að hugieiði þessi mál
í alvöru, og leggja okkar lóð á
vogarskálina jafnvel þótt lítið
sé, til þess að treysta hið marg-
umtalaða jafnvægi í byggð
landsins.
Hér á Selfossi er gott að
búa segir fólkið, en þrátt fyrir
það hefur iítið borið á svoköll-
uðum byggðakærleika hjá hin-
um almenna innbyggja, þegar
undan eru skildir örfáir land-
nemar staðarins. Mcð stórbætt-
um samgöngunt við stór-Reykja
víkursvæðið síðustu árin hefur
þessi byggðakærleikur enn
þorrið, hafi hans verið farið
að gæta að einhverju ráði. I
stað þess að taka þátt í að efla
allt menningar- og athafnalíf á
staðnum, sækir fólk í talsverð-
um mæli verslun og þjónustu
suður, að maður tali nú ekki
um skemmtan ýmiss konar.
Hér er það hin frjálsa sam-
keppni sem gildir segir fólkið,
úrvalið meira í Reykjavík og
ekkert fyrirtæki að renna í
bæinn, til innkaupaferða.
Pað er þessi hugsunarháttur
sem er erkióvinur byggðastefn-
unnar, vegna þess að hann er
órökstuddur oft á tíðum, vöru-
val hefur ekki verið kannað
heima fyrir og ekki heldur verð
og gæði. Sérverslanir og sér-
hæfð þjónusta í heimabyggð á
erfitt uppdráttar ef íbúarnir
skipta ekki við slík fyrirtæki, á
sama hátt getur þessi þjónusta
stóreflst og veitt mikla atvinnu,
ef fólkið skilur sitt hlutverk í
byggðastefnunni.
Pað sem er nýjast í þessari
öfugþróun byggðastefnunnar,
er að nú er fólk farið að steðja
til útlanda í stórum stíl í inn-
kaupaferðir.
Á sl. ári hefur átt sér stað á
Selfossi meiri uppbygging af
hálfu sveitarfélagsins, fyrir-
tækja og einstaklinga en flesta
hafði órað fyrir, og auðvitað er
það traust undirstaða til þess
„Betur má ef duga skal"
Sföndum vörð um
sunnlensk fyrirfæki
og beinum
viðskipfum til þeirra.
Þannig er hagsmunum
heildarinnar
besl borgið
að efla byggðina, en þrátt fyrir
þessa miklu uppbyggingu hefur
okkur ekki tekist að treysta at-
vinnulífið að sama skapi og er
það mikið umhugsunar- og
áhyggjuefni. Samvinnufélögin
hafa að vísu aukið umsvif sín
í atvinnurekstri og örfáir ein-
staklingar. í verslunar- og þjón-
ustufyrirtækjum stöndum við í
stað, og ekki hefur okkur tek-
ist að koma hér upp eða laða
hér að áhugaverðan atvinnu-
aukandi framleiðsluiðnað sem
vert væri um að tala, þrátt fyrir
nokkra tilburði sveitarfélagsins
til þess að hafa áhrif í þá veru.
Iðnkynningarár er senn á
enda runnið. Vonandi ber það
einhvern árangur í þá átt, að
fá okkur til þess að efla inn-
lenda framleiðslu og nota frem-
ur slíka vöru en innflutta. Von-
andi fær það okkur einnig til
þess að beina viðskiptum okk-
ar í ríkari mæli til iðnfyrirtækja
í þjónustuiðnaði í okkar heima-
byggð og vonandi gera þessi
fyrirtæki sitt til þess að laða
okkur heimamenn til viðskipta,
því vel að nierkja eru skyld-
urnar gagnkvæmar, vandinn er
sá að hver skilji og skynji sitt
hlutverk í framkvæmd byggða-
stefnunnar að þessu leyti.
Góðir Selfossbúar. Ég vil
halda því fram, að þessir síð-
ustu og bestu tímar bjóði upp
á mikla möguleika. Ég vil líka
trúa því að hugsjón byggða-
stefnunnar takist að tendra með
hverjum einstaklingi fyrr eða
síðar. Mótframlag okkar verður
best tryggt með því að „Byggja
og treysta á Selfoss" okkar
heimabyggð.
Hafsteinn Þorvaldsson.
Húsbyggjendur Búsáhöld Byggineavðrur Austurv. 15 Sclfossi AIIjiI 1ar Simi 1335
athugið Framleiöum miöstöövarofna úr stál- og prófílrörum. Kynnið yður verö og gæði. Gerum föst verðtilboð, ef óskað er. OFNASMIÐJA SUÐURLANDS HF. - Þelamörk 53 - Hveragerði Sími (99)4380 og 4305, heima Hcimilist. Járnv. Vcrkfxri Jólagjafavörur i úrvaii. Braun: Hringburstinn vinsæli nýkominn. Hraðgrill á ótrúlega hagstæðu verði. Öll önnur rafmagnstæki. Black and Decker: Borvélar og fylgihlutir í úrvali. Allt til JÓLAGJAFA