Árblaðið


Árblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 4

Árblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 4
4 spyr3.des. Blaðamaður og ljósmyndari Árblaðsins fóru á stúfana fyrir skömmu og lögðu nokkrar spurningar fyrir vegfarendur á Selfossi. Spurning 1. Ert þú byrjuð (aður) að gera jólainnkaupin? Spurning 2. Hvar gerir þú jólainnkaupin? Spurning 3. Eyðir þú meiru í desember cn aðra mánuði? Ólafur Ólafsson, Austurvegi 36: Sp. 1. Nei, og byrja áreiðan- lega ekki fyrr en eftir 10. des. Sp. 2. Aðaljólainnkaupin geri ég á Selfossi, 90%, allt sem ég fæ, en að vísu bregð ég mér í bæinn til að ná í það sem á vantar. Sp. 3. Ilef undanfarin ár eytt allavega helmingi meira þenn- an mánuð en aðra, en geri þó tæplega í ár. Edda 13. Jónsdóttir, Kirkju- vegi 27: Sp. 1. Nei, ekki neitt. Sp. 2. Ég fer nú oftast til Reykjavíkur, en ef mér líst vel á eitthvað hér, þá kaupi ég það hér. Sp. 3. Nei, almáttugur, ég hef ekki gert mér grein fyrir hve miklu meira ég eyði. ingibjörg Bjarnadóttir, Reyni- vöilum 4: Sp. 1. Svolítið. Sp. 2. Hérna á Selfossi. Sp. 3. Ég eyði miklu meira, það eru svo margar gjafir sern þarf að gefa. Pórunn Einarsdóttir, Reyni- völlum 12: Sp. 1. Nei. Sp. 2. Hérna á Selfossi, það sem fæst, allavcga matvöru. Sp. 3. Nei, ég hef ekki hug- mynd um það, helmingi meira minnsta kosti. Halldóra Gunnarsdóttir, Skólavöllum 7: Sp. 1. Já. Sp. 2. Selfossi, og í Reykja- vík það sem ekki fæst á Sel- fossi. Sp. 3. Nei, ég vil ekki hugsa um það, það mundi sjálfsagt líða yfir ntig ef ég tæki það saman. Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Lambhaga 8. Sp. 1. Lítið. Sp. 2. Allt sem fæst hér á Selfossi, en leita til Reykjavík- ur eftir því sem ekki fæst hér. Sp. 3 Minnsta kosti helmingi meira. Sigurður Grímsson, Heima- haga 13: Sp. 1. Ekki nema að litlu leyti. Sp. Aðallega í Reykjavík, það er nteira úrval, og maður fer hvort eð er í bæinn og kaupir þá flest. Sp. 3. Ég hugsa að það sé alveg helmingi meira. Guðrún Pálsdóttir, Rauð- holti 11: Sp. 1. Nei. Sp. 2. Á Selfossi yfirleitt. Sp. 3. Helmingi meira í des- ember. Helgi Garðarsson, Sigtúni 17: Sp. Sérðu það ekki maður. (Hann var að koma klyfjaður úr G.Á.B.) Sp. Mest hérna á Selfossi. Sp. 3. Nei, það veit ég ekki, ég eyði svo miklu venjulega mánuði. Ingvi Rafn Sigurðsson, Lamb haga 24: Sp. 1. Nei. Sp. 2. Selfossi, ekki í Reykja- vík sem neinu nenuir, allavega ekki jólagjafir. Sp. 3. Erfitt að segja. Guðbjörg Gestsdóttir, Stekk- holti 13: Sp. 1. Já, svona smávegis. Sp. Mest hér á Selfossi, en í Reykjavík það sem ég fæ ekki hér, en flest fæst nú orðið hér og er ástandið mun betra en hefur verið. Sp. 3. Helmingi meira og jafnvel vel það, ekki svo gott að segja um. Kaupmenn Jólaundirbúningur er greini- lega að hefjast, auglýsingar dynja yfir landsmenn bæði í út- varpi og sjónvarpi, verslanir skarta glæsilegum gluggaskreyt- ingum, og börnin byrjuð að spá í jólasveinana. I upphafi jóla- mánaðar lagði ÁRBLAÐIÐ eftirfarandi spurningar fyrir tvo kaupmenn á Selfossi. 1. Er jólaösin byrjuð? 2. Býstu við mikilli verslun í desember? 3. Hvenær hefst undirbún- ingur kaupmanna undir jólaösina? 4. Bætirðu við fólki til af- greiðslustarfa jólamánuð- uðinn? 5. Verður þú var við að fólk sæki til Reykjavíkur til að versla áður en það athug- ar vöruúrvalið hér? í jólaösinni Helgi Björgvinsson, verslun H.B. Selfossi: 1. Já, það er óhætt að segja það. 2. Já, ég verð að gera það, þetta er aðal verslunar- mánuður ársins. 3. Hann getur hafist alveg um mitt sumar, þá fer maður að leggja drög að jólainnkaupunum. 4. Já, það verður að tvöfalda starfsmannafjöldann. 5. Ég verð ekki var við það, fólk passar sig á að segja ekkert um slíkt, en stund- um heyrir maður óvart fólk segja: Kvað, fæst þetta hér, ég sem var bú- inn að leita um alla Reykjavík eftir þessu.

x

Árblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árblaðið
https://timarit.is/publication/931

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.