Dagsbrún - 31.05.1957, Side 6
6
DAGSBRUN
hækkunum, sem komu fram í enn nýjum
verðhækkunum á öllum vörum og þjónustu
og juku verðbólguþróunina til mikilla muna.
Þessum nýju tolla- og skattahækkunum
fylgdu þau fyrirheit, að hér væri aðeins um
bráðabirgðaráðstafanir að ræða, annað og
meira þyrfti að gera og var ekki farið leynt
með að átt væri við nýja gengislækkun. En til
að framkvæma svo óvinsæla ráðstöfun þurftu
kosningar að vera að baki.
Verkalýðshreyfingin stóð nú á vegamótum.
Átti hún að halda að sér höndum og láta
mótmælin ein duga meðan árangur verk-
fallsbaráttunnar væri að engu gerður með
hinum miklu verðhækkunum og síðan nýrri
gengislækkun eftir kosningar, sem óhjá-
kvæmilega hefði á ný leitt til fórnfrekrar
verkfallsbaráttu. Eða átti hún að nota það
tækifæri sem kosningarnar gáfu til að
að tryggja sér áhrif á lausn efnahagsmál-
anna eftir kosningarnar. Alþýðusambandið
valdi hiklaust síðari kostinn og beitti sér
fyrir samstarfi vinstri aflanna í kosningun-
um og studdi félag okkar eindregið þá á-
kvörðun. Þótt tih-aun Alþýðusambandsins til
að koma á vinstra samstarfi í kosningunum
tækist ekki nema að nokkru leyti, urðu úr-
sht kosninganna á þann veg, að knúin var
fram myndun vinstri ríkisstjórnar að þeim
loknum. Hin nýja ríkisstjórn hét því að hafa
náið samstarf við verkalýðshreyfinguna
varðandi efnahagsmálin.
Reynt að stöðva verðhækkanir
Þegar ríkisstjórnin tók við völdum var að
allra dómi málum þannig komið, að höfuð
útflutningsatvinnuvegur þjóðarinnar mundi
stöðvast ef ekki yrðu gerðar stórfelldar ráð-
stafanir honum til aðstoðar. Vegna aðgerða
fráfarandi ríkisstjórnar var verðbólgu-
þenslan í fullum gangi. Eitt fyrsta verkefni
hinnar nýju stjórnar var því að stöðva verð-
hækkanirnar. í því skyni leitaði hún til
verkalýðshreyfingarinnar og óskaði eftir að
ekki kæmi til framkvæmda sex vísitölustiga
hækkun á kaupið 1. september eins og til
stóð og að það héldist óbreytt til áramóta.
Gegn þessu hét ríkisstjórnin því, að leggja
algert bann við öllum verðhækkunum til
sama tíma, en vitað var að fyrir dyrum stóðu
ýmsar verðhækkanir, þar á meðal á landbún-
aðarvörum og hefði sú verðhækkun ein að
mestu etið upp sex stiga kauphækkunina.
Af eðlilegum orsökum var of skammur tími
til að ræða þetta á fundum verkalýðsfélag-
anna, en leitað var álits forustumanna þeirra
víðsvegar um landið. Hér í Reykjavík var
haldinn sameiginlegur stjórnarfundur allra
sambandsfélaganna og samþykkti hann, með
miklum meirihluta atkvæða, fyrir sitt leyti
þessa ráðstöfun. Á sömu lund voru undir-
tektir forustumanna verkalýðsfélaganna
annarsstaðar. Að þessu loknu gaf ríkisstjórn-
in út bráðabirgðalög, sem fólu í sér þessar
ráðstafanir.
Það er flestra dómur, að launþegarnir hafi
ekki borið skarðan hlut frá borði vegna þess-
ara aðgerða og víst er að þær auðvelduðu síð-
ari ráðstafanir þar sem upphæð sú er afla
varð til aðstoðar útflutningsatvinnuvegunum
varð lægri en ella. (
Rætt við ríkisstjórnina um
eínahagsmálin
Þing Alþýðusambands íslands, sem háð var
hér síðari hluta nóvembermánaðar, kaus 19
manna efnahagsmálaráð og skyldi það ásamt
miðstjórn sambandsins fara með umboð af
hálfu verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum
við ríkisstjórnina um væntanlegar ráðstafan-
ir i efnahagsmálunum. Alþýðusambandsþing-
ið hafði samþykkt einróma, að gengislækkun
kæmi ekki til mála sem aðstoð við útflutn-
ingsframleiðsluna, en vitað var að meðal á-
hrifamanna bæði innan og utan ríkisstjórnar-
innar voru sterkar tilhneigingar í þá átt.
Samþykkt Alþýðusambandsþingsins hafði
úrslitaáhrif á að ekki var frekar um gengis-
lækkun rætt.
Ríkisstjórnin lagði tillögur sínar í efna-
hagsmálunum fyrir fulltrúa verkalýðshreyf-
ingariimar nokkru fyrir miðjan desember s.I.
í tillögum ríkisstjórnarinnar var gert ráð
íyrir að afla um 200 milljóna króna, er varið
skyldi til aðstoðar sjávarútveginum og land-
búnaðinum og til ýmisra framkvæmda. Upp-
hæðin átti að stórum hluta að fást með nýj-
um skatti á innfluttar vörur. Fulltrúar verka-
lýðshreyfingarinnar áttu aðgang að og gátu
kynnt sér öll gögn varðandi þarfir atvinnu-
veganna fyrir aukinni aðstoð ásamt öðru er
málið snerti. í viðræðum sinum við ríkis-
stjórnina lögðu fulltrúar verkalýðsfélaganna
á það höfuðáherzlu, að byrðarnar kæmu sem
minnst á alþýðu manna en þeir látnir borga,
sem auðnum hafa safnað. Ennfremur að ráð-
stafanirnar mættu ekki verða þess eðhs, að
þær kölluðu á aðrar ráðstafanir í sama skyni
að ári liðnu, þá væri til lítils unnið nú.
Viðræðurnar við ríkisstjórnina verða ekki
frekar raktar hér og endanleg afgreiðsla
málsins er öllum kunn. Fulltrúum verkalýðs-
félaganna varð nokkuð ágengt. Lækkuð var
álagning á ýmsum almennum vörum frá því
sem hugsað var, fyrirheit var gefið um að
lagður skyldi á stóreignaskattur og 15 millj-
ónir af honum látnar ganga inn í áætlun
þessa árs um aðstoð við atvinnuvegina, 10
milljónir króna voru teknar af gróða bank-
anna í sama skyni. Þá var því heitið að komið
skyldi á ströngu verðlagseftirliti og álagn-
ing miLLihða lækkuð verulega. Ýmsar aðrar
ráðstafanir var heitið að gera, sem almenn-
ingi ætti að gagni verða og má þar til nefna
að til bygginga verkamannabústaða verði
tryggðar 10—15 milljónir króna, tekjuskattur
lækkaður um % á lægstu tekjur, breytt með
löggjöf skipulagi á sölu sjávarafurða úr landi,
sett ný löggjöf um skipulag bankamálanna,
ein mihjón króna verði veitt á fjárlögum til
byggingar orlofsheimilis verkalýðsins. Lýst
var yfir þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að
stórátak verði gert til lausnar húsnæðis-
vandamálsins. Þá verður reiknaður út nýr
vísitölugrundvöhur jafnhhða þeim eldri, sem
kaup verður áfram greitt eftir. Þessi nýi
grundvöhur verður meira í samræmi við nú-
verandi neyslu og á að auðvelda verkalýðs-
hreyfingunni að fylgjast með kaupmætti
launanna.
Enginn kostur góður
Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar áttu
engan kost góðan í afskiptum sínum við
lausn þessara mála í vetur. Að þeirra dómi
var allt of skammt gengið í að skattleggja
þá, sem safnað hafa auði á undanförnum
árum. Þeir töldu vafasama nokkra hði, sem
fjáröflunin átti að ganga til, eða að fjár til
þeirra mætti afla á annan hátt, til dæmis
með lántökum. Hætta væri því á að byrð-
arnar yrðu um of lagðar á alþýðu manna. í
yfirlýsingu, sem stjórn Alþýðusambandsins
Látinn stofnfélaqi
Halldór Jónsson, Bræðraborgarstíg 24, lézt
14. maí s. 1. Hann var einn af stofnendum
V erkamannaf élags-
ins Dagsbrúnar og
var alla tíð í félag-
inu. HaUdór var
heiðursfélagi Dags-
brúnar og var
sæmdur gullmerki
félagsins á 50 ára
afmæli þess í fyrra
vetur. Hann var
fæddur að Seli í
Grímsnesi 26. sept-
ember 1876.
Halldór var ein-
lægur unnandi verkalýðssamtakanna, en
hann kom ekki mikið fram opinberlega í
félagsstörfum sökum heilsuleysis er hann
átti við að stríða allt frá unglingsárum.
og efnahagsmálanefndin samþykkti í lok
viðræðna sinna við ríkisstjórnina segir svo:
,,í trausti þess að vel takist með fram-
kvæmd þessara ráðstafana og með tiUiti til
þess höfuðmarkmiðs að tryggja næga atvinnu
telur miðstjórnin og efnahagsmálanefndin að
veita beri núverandi ríkisstjórn starfsfrið
þar til úr því fæst skorið hvernig fram-
kvæmdin tekst.“
Dómur fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar
var því sá að láta reynsluna skera úr. Ekk-
ert er enn hægt að segja um endanleg áhrif
þessara ráðstafana og er því ályktun full-
trúanna í fuUu gildi. Verkalýðshreyfingin
verður nú sem ætíð að vera vel á verði um
hag félaga sinna.
Siglingar togaranna
Atvinnuástandið hefur verið gott að und-
anförnu. Segja má að atvinna hafi verið mikil
hér aUt s.l. ár og afkoma manna því verið
góð. Eins ber þó að geta í sambandi við at-
vinnumáhn, en það eru siglingar togaranna
með af la sinn á erlendan markað. Þessar sigl-
ingar hófust eftir að löndunarbannið í Eng-
landi var leyst á s.l. hausti, og vegna þeirra
hefur atvinnu í frystihúsum verið mun minni
á undanförnum mánuðum en verið hefur í
mörg ár. Þessi þróun er mjög varhugaverð og
ekki af neinni nauðsyn, þar sem markaðir
fyrir fiskafurðir, sem fuUunnar eru hér á
landi virðast vera fyrir hendi. Verkalýðsfé-
lögin eiga að gera kröfu til að afla togaranna
verði landað hér og úr honum unnið, þetta
ber að gera bæði vegna atvinnu verkafólks-
ins og þeirra auknu gjaldeyristekna, sem
þannig fást fyrri fiskinn.
Góðir félagar.
Ég ætla engu að spá um þróun mála í
næstu framtíð Við munum hafa vakandi
auga á að ekki verði gengið á rétt verkalýðs-
ins. Við munum styðja stjórarvöldin til
allra góðra verka og láta í okkur heyra ef
þau bregðast skyldum sínum við fólkið.
Ég þakka ykkur öUum góða samvinnu á
hinu hðna starfsári og óska Dagsbrún og
Dagsbrúnarmönnum gæfu og gengis á því
ári, sem nú er að byrja.