Bændablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 13. janúar 2004
Þingeyjarsveit
Verið að skipuleggja
rotþróarlosun í sveitarfélaginu
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur falið Jóhanni Guðna Reynissyni
sveitarstjóra að semja við Holræsahreinsun ehf. um að hreinsa allar
rotþrær í sveitarfélaginu á næstu tveimur árum.
Jóhann sagði í samtali við tíðindamann Bændablaðsins að fráveitumál
í Þingeyjarsveit væru á réttri leið en það er verið að innleiða reglur og
reglugerðir um hvernig þessum málum á að vera háttað í landinu. Hann
segir það vera heljarmikið mál fyrir þá sem ekki geta leitt sitt frárennsli í
sjó fram að fara eftir þessum nýju reglum og ýmsar framkvæmdir sem því
fylgja.
Nú er verið að ganga frá því í Þingeyjarsveit að komnar séu rotþrær
við alla bæi og frá þeim gengið eins og reglur kveða á um. Síðan er verið
að skipuleggja kerfi á rotþróarlosuninni. Þingeyjarsveit varð til við
sameiningu fjögurra hreppa, Hálshrepps, Ljósavatnshrepps,
Bárðdælahrepps og Reykdælahrepps, við síðustu sveitarstjórnarkosningar
og það þarf að samræma þessi mál í öllum gömlu hreppunum og að því er
unnið.
Bændur geta
pantað ein-
staklingsmerki á
Netinu og skráð
upplýsingar um
sína gripi
Tölvukerfið MARK hefur verið
opnað á Netinu á slóðinni
www.bufe.is. Kerfið er unnið
fyrir landbúnaðarráðuneytið og
eftirlitsaðili þess er
Yfirdýralæknisembættið. Það er
þróað af tölvudeild
Bændasamtaka Íslands og
byggir á reglugerð um
einstaklingsmerkingar nr.
463/2003.
Fyrir nautgripabændur
Allir nautgripabændur eiga
möguleika á að fá aðgang að
MARK svo fremi þeir séu tengdir
Netinu. Með aðgangi að MARK
geta bændur m.a. pantað
einstaklingsmerki beint á Netinu.
Undir valliðnum "hjarðbók" er
jafnframt unnt að nýskrá gripi,
skrá burð og flutningssögu gripa.
Á næstunni bætist við
sjúkdómaskráning í umsjón
héraðsdýralækna.
Samtenging við eldri kerfi
Við hönnum á MARK var rík
áhersla lögð á samtengingu gagna
milli núverandi kerfa, þ.e.
MARKs, Ískýr og
skýrsluhaldsgagnagrunns
Bændasamtakanna. Þetta tryggir
að bændur þurfa ekki að skrá
sömu upplýsingar oftar en einu
sinni. Þannig hefur verið lögð
mikil vinna í samræmingu gagna
en gera má ráð fyrir einhverjum
hnökrum í byrjun og biðjum við
bændur um að koma ábendingum
um misræmi í gögnum til
Bændasamtakanna eða
búnaðarsambanda. Notendur Ískýr
halda áfram skráningu
skýrsluhaldsupplýsinga þar eins
og áður.
Aðgengi að skýrsluhaldsgögnum
Þátttakendur í skýrsluhaldi
nautgriparæktarfélaganna fá
aðgang að skýrsluhaldsgögnum
sínum í MARK. Allir gripir sem
eru í framleiðslu koma fram í
búslista. Að auki eiga að vera inni
allir þeir kálfar sem fæðst hafa
síðan 1.september og hafa fengið
númer í samræmi við þau númer
sem pöntuð voru.
Þeir skýrsluhaldarar sem
senda inn handskrifaðar
mjólkurskýrslur er bent á að skrá
allar upplýsingar um gripi sem eru
í uppeldi í MARK ef kostur er á.
Hér er átt við m.a. ef gripur er
seldur, keyptur eða slátrað. Þetta á
einungis við gripi sem fæddir eru
eftir gildistöku reglugerðarinnar
þ.e. frá og með 1. september
2003. Skráning eldri gripa skal
koma fram á innsendum
mjólkurskýrslum eins og áður.
Merkjapantanir
Pöntun á merkjum þarf alltaf
að skrá í MARK. Upplýsingar um
eldri pöntuð merki má finna í
kerfinu.
Aðgangur
Til að fá aðgang að MARK
þarf að hafa samband við
tölvudeild Bændasamtakanna eða
viðkomandi búnaðarsamband.
Einnig má senda tölvupóst á
netfangið bufe@bondi.is með
upplýsingum um nafn, kennitölu,
bæjarheiti og póstnúmer. Bændur
fá þá sendan veflykil í pósti. Þessi
veflykill er notaður þegar bændur
nýskrá sig inn í kerfið í fyrsta sinn
í gegnum www.bufe.is.
Í desember hófst endurnýjun á 80 herbergjum í eldri álmunni á Hótel
Sögu. Reiknað er með að verkinu verði lokið í byrjun apríl. Allar
pípulagnir, rafmagnslagnir, hreinlætistæki og innréttingar verða
endurnýjaðar auk þess sem lagt verður fyrir vatnsúðakerfi (sprinkler) í
hvert herbergi. Minnstu herbergin verða sameinuð og verður
herbergjafjöldinn því 209 eftir þessar breytingar og öll herbergin í
,,Gömlu-Sögu" þar með endurnýjuð. Á myndinni má sjá Grétar Skarp-
héðinsson, húsvörð á Sögu, í einu af herbergjum gömlu álmunnar.
Hreppsnefnd Ásahrepps hefur
lýst yfir áhuga að hefjast handa
við virkjunarframkvæmdir við
Kerauga í Landssveit í samráði
við Rangárþing ytra. Jónas
Jónsson, oddviti Ásahrepps,
segir að rannsóknir hafi farið
fram á svæðinu og þar sé
nægjanlegt vatn fyrir myndar-
lega virkjun. Hann segir að
virkjun við Kerauga sé fram-
tíðarsýn sem menn hafi áhuga á.
Ekkert hefur verið afráðið í
þessu virkjunarmáli en áhugi sé
fyrir hendi.
Ásahreppur og Hitaveita
Rangæinga gerðu samning um
lagningu á heitu vatni í Ásahreppi
í mars 2002. Heita vatnið er lagt
úr borholu hitaveitunnar í
Kaldárholti. Ásahreppur greiðir
allt efni vegna hitaveitufram-
kvæmdanna en Hitaveita
Rangæinga sér um lagningu og
allan vinnuþátt verksins. Hönnuð-
ur og ráðgjafi er Wilhelm V.
Steindórsson, WVS verkfræði-
þjónusta ehf.
Árið 2002 var lögð ný
stofnpípa frá Sumarliðabæ að Ás-
mundarstöðum úr stáli. Sam-
kvæmt samningi sem áður er
getið, var ákveðið að hitaveita í
Ásahreppi yrði lögð í þremur
áföngum. Fyrsti áfangi var lagður
í lok árs 2002 og tengdust þá 14
notendur. Annar áfangi var lagður
2003 og tengjast þá 16 notendur
og nokkrir sumarbústaðir, auk
þess 7 notendur í Meiri-Tungu
Rangárþingi ytra. Í lokaáfangann
verður svo farið á næsta ári.
Hreppsnefnd Ásahrepps í
Rangárvallasýslu
Áhugi fyrir virkjun
við Kerauga
Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur
ákveðið hvernig háttað skuli
söfnun og förgun notaðra hjól-
barða. Hægt verður að
skila hjólbörðum á
gámastöðvar eða sorp-
móttökustöðvar sveitar-
félaganna. Úrvinnslu-
sjóður gerir síðan
samning við fyrirtæki
sem taka að sér að safna
saman hjólbörðum frá
þessum stöðum og koma
þeim til urðunar,
endurvinnslu eða
endurnotkunar.
Már Karlsson, hjá Úr-
vinnslusjóði, sagði að
þeir sem samið er við
verði að búta dekkin
niður til urðunar því ekki
er lengur heimilt að urða
þau í heilu lagi. Fram til
miðs árs 2006 má urða dekkin
bútuð niður en þá verður urðun
bönnuð. Már segir að þá verði um
tvennt að ræða. Annars vegar að
mylja dekkin niður í smákorn og
allt niður í duft og nota til endur-
vinnslu. Hins vegar að brenna þau
t.d. í ofni Sementsverksmiðjunnar
þar sem þau gætu nýst sem
eldsneyti í stað kola.
,,Sementsverksmiðjan hyggst
koma upp þeirri aðstöðu að geta
notað hjólbarða sem eldsneyti
enda eru þeir mjög gott eldsneyti
fyrir háhitaofna," sagði Már.
Hann segir að fyrirtækin sem
munu taka að sér að safna
hjólbörðunum saman, búta þá
niður og urða séu í flestum
tilfellum gámafyrirtæki sem eru í
ruslsöfnun. Landinu var skipt upp í
sjö svæði og einu skilyrðin sem
sett er þeim sem taka að sér
söfnunina eru að viðkomandi leggi
fram staðfestingu um förgun og
þjóni öllu svæðinu sem hann hefur
samið um en geti ekki bara hirt
bestu bitana.
Úrvinnslugjald er
lagt á hjólbarða sem
fluttir eru til landsins
hvort sem þeir eru nýir
eða sólaðir, stakir eða
sem hluti af ökutæki.
Úrvinnslugjaldið er
síðan notað til að greiða
fyrir meðhöndlun
hjólbarða, förgun eða
endurnýtingu.
Úrvinnslugjaldið er 36
krónur á hvert kíló
hjólbarða sem fluttir eru
inn. Hærra verð er fyrir
endurvinnslu en urðun
til að hvetja sem fyrst til
þess að hjólbarðar fari í
þann farveg.
Skipulagi komið á við söfnun og
förgun hjólbarða
Notaðir hjólbarðar
eldsneyti fyrir
Sementsverksmiðjuna
Bændablaðið í
hesthúsahverfi
Bændablaðinu er nú dreift í
hesthúsahverfi höfuðborgarinnar.
„Við reyndum þetta í fyrra og
fengum afar jákvæðar viðtökur.
Þarna eru fjölmargir áhugamenn
um íslenskan landbúnað,“ sagði
Áskell Þórisson, ritstjóri Bbl.
Skipað í nýja
skólanefnd fyrir
Garðyrkjuskólann
Landbúnaðarráðherra hefur
skipað fimm manna skólanefnd
fyrir Garðyrkjuskólann til
næstu fjögurra ára samkvæmt
lögum um búnaðarfræðslu.
Nýr formaður er Bjarni
Finnsson, kenndur við
Blómaval, en til vara Guðbjörg
Runólfsdóttir á Flúðum en hún
var formaður. Aðrir aðalmenn
eru Kjartan Ólafsson,
alþingismaður tilnefndur af
Sambandi garðyrkjubænda,
Þorgeir Adamsson,
garðyrkjustjóri Kirkjugarða
Reykjavíkur, tilnefndur af
Félagi iðn-og tæknigreina (áður
Félag garðyrkjumanna), Sveinn
A. Sæland, oddviti
Bláskógabyggðar, tilnefndur af
Búnaðarþingi og Gunnþór K.
Guðfinnsson,
garðyrkjufræðingur og
starfsmaður skólans, tilnefndur
af starfsmönnum
Garðyrkjuskólans.