Bændablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 13. janúar 2004 19 Helsta tækninýjungin í mat- vælaframleiðslu í dag er tví- mælalaust háþrýstingsmeðhöndlun matvæla. Aðferðin hefur verið lengi í þróun, eða allt frá árinu 1895 er fyrstu tilraunirnar voru framkvæmdar. Neysluvörur voru hins vegar ekki settar á markað fyrr en um 1990 er fyrstu vörurnar komu á markað í Japan. Það voru ávaxtasafi og ýmis hlaupkennd matvæli sem yfirleitt innihéldu einnig ávaxtabita. Hagnýting Á Vesturlöndum var tæknin fyrst notuð árið 1995 þegar franskt fyrirtæki hóf framleiðslu appel- sínusafa og í Bandaríkjunum hófst framleiðsla árið 1997 með "guacamole" eða avókadómauki, en þetta er tvímælalaust besta aðferðin fyrir slíka framleiðslu. Síðan hefur hver afurðin af annarri litið dagsins ljós. Sem dæmi má nefna salsa, skinku, ávaxtasafa og tilbúna rétti. Eitt merkilegasta dæmið um nýtingu tækninnar er að hún er notuð til þess að drepa Vibrio bakteríuna í ostrum en um leið losnar vöðvinn frá skelinni og hún opnast. Útkoman er öruggari ostrur auk mikils launasparnaðar. Háþrýstingsmeðhöndlun mat- væla felst í því að viðkomandi matvælum er pakkað í lofttæmdar umbúðir og síðan komið fyrir í stálhólk sem fylltur er með vatni. Stimpli er síðan þrýst í hólkinn þar til þrýstingurinn nemur að lág- marki 3000 börum. Í sumum til- fellum er farið með þrýstinginn í allt að 8000 börum. Þar sem þrýstingurinn er jafn á matvælin úr öllum áttum þá kremjast þau ekki en ákveðnir bindingar í prótínum rofna og er það grunnurinn að baki því að örverur drepast við þessa meðhöndlun Reynsla Matra Sérfræðingar Matra hafa tekið þátt í rannsóknarverkefnum á þessu sviði allt frá árinu 1994, bæði norrænu rannsóknaverkefni og Evrópuverkefni. Í tækjabúnaði Matra er hægt að vinna með þrýsting allt að 3500 börum. Ný framleiðslutækni Háþrýstimeð- höndlun matvæla Handverksfólki á Íslandi hefur fjölgað mjög á síðustu árum enda hefur ferðamönnum sem heimsækja Ísland fjölgað umtalsvert en það eru aðallega þeir sem kaupa hina ýmsu muni af handverksfólki. Hjónin Ríta Freyja Bach og Páll Jensson í Grenigerði í Borgarnesi eru í hópi handverksfólks en þau vinna listmuni úr ull og hornum dýra. Páll sagði í samtali við Bændablaðið að þau smíðuðu skartgripi og nálarhús úr hornunum. Nálarhúsin vinna þau úr hreindýrahornum. Hann segir að sumir hlutar hreindýrahornanna noti þau í skartgripi ýmiskonar en hluta af hornunum þarf að bora út og það segir Páll að sé upplagt að til að búa til nálarhús. Það nýjasta hjá þeim er að smíða skartgripi úr geitarhornum. Hann segir að fólk sé mjög hrifið af munum unnum úr geitarhornum. Um er að ræða hálsfestar og hringi þar sem hornið kemur í stað steinsins. Það eru fyrst og fremst munir úr svörtum hornum sem fólk vill fá, þau ljósu seljast ekki eins vel. Páll segir að það sé í raun alveg það sama með muni úr kindahornum, þau svörtu seljast betur. Hann segir að í svörtu hornunum sjáist of eitthvað rautt og þau horn séu eftirsóttust. ,,Við förum þannig að við þetta að við sögum af hornunum eftir endilöngu frá báðum hliðum uns við stöndum uppi með eina plötu úr breiðasta hluta kindahornsins sem er miðjan. Þar eru oft mikil litabrigði og þegar búið er að pússa þetta og pólera lítur það mjög vel út. Við notum aldrei lakk eða önnur efni við skartgripagerðina," sagði Páll. Úr ullinni hefur Ríta unnið flókaskó og íleppa sömuleiðis hefur hún unnið mikið undanfarið úr kanínuull vegna þess hvað margir eru að vinna úr kindaullinni. Páll segir að þau selji sína muni víða, í Reykjavík, Hveragerði, Vík í Mýrdal og víðar. Fyrirtækið Víkurprjón rekur gjafavöruverslanir í Vík og Reykjavík þar sem vörurnar eru á boðstólum. Páll segir að það séu um það bil tíu ár síðan Ríta fór á ullarnámskeið á Hvanneyri hjá Jóhönnu Pálmadóttur. Eftir það keypti hún kembivél og rokk og upp úr því hófst þessi listmunavinna þeirra. Sjálfur sagðist Páll hafa farið í að framleiða tölur úr hornum en litirnir í plötunni þegar búið er að saga hornið eru það fallegir að hann taldi víst að smíða mætti úr þeim skartgripi og það reyndist rétt. Fyrir utan þessa listmunavinnu reka þau Páll og Ríta gróðrarstöð í Grenigerði þar sem þau rækta alls konar trjáplöntur. Áður en þau fluttu að Grenigerði bjuggu þau á Ferjubakka í Borgarhreppi sem er á bökkum Hvítár. Þar þurfti að fara út í uppbyggingu á húsunum þannig að þau ákváðu að fara í trjáræktina í Grenigerði sem síðan leiddi til þess að þau fóru út í listmunagerðina. Skeifan 2 • 108 Reykjavík S. 530 5900 • Fax 530 5911 www.poulsen.is Fyrir flestar dráttavélar kr. 12.960 m/vsk Fáðu þér sæti Á Þorláksmessu voru veitt umhverfisverðlaun í Skaftár- hreppi. Veittar voru viður- kenningar fyrir snyrtilegasta umhverfi sveitabæjar annar- svegar og snyrtilegustu lóðina hins vegar. Óskað var eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna í Skaftár- hreppi fyrir árið 2003 og hlutu verðlaunahafar afgerandi kosn- ingu. Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon á Syðri- Fljótum í Meðallandi hlutu viður- kenningu fyrir snyrtilegasta um- hverfi sveitabæjar. Þau hafa lyft grettistaki í fegrun á umhverfi Syðri Fljóta eftir að þau hófu þar búskap og leynir sér ekki þegar ekið er framhjá Syðri Fljótum hversu vel og snyrtilega er gengið um. Jóhanna Friðriksdóttir og Ragnar Pálson, Skerjavöllum 4 á Kirkjubæjarklaustri hlutu viður- kenningu fyrir snyrtilegustu lóðina í Skaftárhreppi. Þau hafa í fjölda ára átt fallegan og vel hirtan garð og eru mjög vel að viður- kenningunni komin. Þetta er í fysta sinn sem um- hverfisverðlaun eru veitt í Skaft- árhreppi en tilgangur þeirra er m.a. að hvetja íbúana til að ganga snyrtilega um umhverfi sitt og vekja athygli á því sem vel er gert í þeim efnum. Frá vinstri: Jóhanna Friðriksdóttir, Ragnar Pálsson, Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon og Svanhildur Guðbrandsdóttir. Umhverfisverðlaun afhent í Skaftárhreppi Hjónin í Grenigerði vinna listmuni úr hornum og ull Listahjónin í Grenigerði. Bændablaðið/Skúli G. Ingvarsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.