Bændablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 13. janúar 2004 15
Ný reglugerð hefur tekið gildi
nr. 910/2003 um beingreiðslur í
garðyrkju fyrir árið 2004. Allir
sem hafa hug á því að þiggja
beingreiðslur á árinu 2004 þurfa
að skila inn umsókn og/eða
áætlun fyrir 1. febrúar 2004.
Með gildistöku þessarar reglu-
gerðar geta nýir aðilar sótt um
beingreiðslur í garðyrkju, ef þeir
uppfylla ákvæði ofangreindrar
reglugerðar, ekki er lengur
krafa um að viðkomandi stöð
þurfi að hafa verið í framleiðslu
á árunum 2000 og/eða 2001 til að
hljóta beingreiðslur eins og verið
hefur sl. ár.
Í 7. gr. ofangreindrar reglu-
gerðar stendur: "Réttur til bein-
greiðslna árið 2004 er bundinn því
skilyrði að framleiddar séu gúrkur,
tómatar eða paprika á hlutaðeig-
andi garðyrkjubýli. Þessi réttur er
bundinn við framleiðslustað en
ekki framleiðanda. Með garð-
yrkjubýli er hér átt við lögaðila
eða býli með virðisaukaskatt-
skylda veltu, sem framleiðir græn-
meti (útirækt/ylrækt), skrautjurtir,
garðplöntur eða tré og runna.
Framleiðendur, sem tóku við
beingreiðslum á árinu 2003 þurfa
ekki að sækja sérstaklega um bein-
greiðslur fyrir árið 2004, en þeir
skulu skila áætlun til Bænda-
samtaka Íslands fyrir 1. febrúar
2004, þar sem fram kemur flatar-
mál gróðurhúsa, sem ætlað er til
framleiðslu fyrir hverja tegund svo
og áætluð framleiðsla af hverri
tegund á árinu 2004. Feli áætlun í
sér meiri en 10% frávik frá
framleiðslu síðasta árs skal gera
sérstaka grein fyrir henni. Einnig
skal liggja fyrir fullnaðaruppgjör
vegna ársins 2003 áður en bein-
greiðslur fást greiddar vegna ársins
2004".
Umsóknir og áætlanir skulu
sendar til Bændasamtaka Íslands
fyrir 1. febrúar 2004.
Gjalddagi beingreiðslna er 1.
hvers mánaðar en fyrsti gjalddagi
ársins er 1. apríl 2004.
Umsóknarblöð og allar frekari
upplýsingar er að finna á heima-
síðu Bændasamtaka Íslands
www.bondi.is eða hjá undirritaðri í
síma 563-0300.
Maríanna H. Helgadóttir
Kæru forystufjáreigendur
Eins og fram kom í grein í Bændablaðinu þann 28. október
síðastliðinn er hafin söfnun upplýsinga um ætterni forystufjár.
Upplýsingarnar hyggst ég nýta sem efnivið í lokaverkefnið mitt við
LBH en einnig vonast ég til að þessar upplýsingar og úrvinnsla
þeirra eigi eftir að skila sér í áframhaldandi ræktun á þessum
merka stofni.
Heimtur á upplýsingum hafa verið slæmar og langar mig með
þessum orðum að minna á að það er ekki orðið of seint að skila inn
ætternisupplýsingunum. Það er mjög þýðingarmikið að sem
flestum og ítarlegustum upplýsingum verði skilað inn.
Ég hvet því forystufjáreigendur eindregið til að setja
upplýsingarnar á blað og senda mér eins fljótt og auðið er.
Með von um góðar undirtektir.
Sigríður Jóhannesdóttir, nemandi við LBH
Hvanneyrargötu 8a
311 Borgarnes
S: 437-0232 / 865-7213
Netfang: nem.sigridurj@hvanneyri.is
Óskar eftir upp-
lýsingum um forystufé
Orðsending til garð-
yrkjuframleiðenda
Sex starfsmenn kvaddir og fjórir heiðraðir
Á gamlársdag heiðraði Mjólkurbú Flóamanna fjóra starsmenn
sem áttu 30 ára starfsafmæli hjá fyrirtækinu og kvaddi sex
starfsmenn eftir langt og farsælt starf, m.a. einn sem hefur unnið í
hálfa öld hjá fyrirtækinu. Starfsaldur er yfirleitt mjög hár hjá
Mjólkurbúinu og enn eru starfsmenn að sem hafa unnið lengur en í
50 ár eins og Einar Hansson. Allt starfsfólkið fékk fallega gjöf frá
fyrirtækinu og stóra blómakörfu. Þeir sem hættu núna sökum aldurs
voru; Baldur Bjarnarson eftir 50 ár, Óli Jörundsson eftir tæp 45 ár,
Vignir Sigurjónsson eftir rúm 39 ár, Lárus Jóhannsson eftir 28 ár,
Sigtryggur Einarsson eftir 26 ár og Guðný Eyjólfsdóttir eftir 7 ár.
Starfsmennirnir fjórir sem voru heiðraðir fyrir 30 ára starfsafmæli
eru: Kristín Björnsdóttir, Garðar Gestsson, Hjálmar Ágústsson og
Birgir Hinriksson.
Hættur eftir 50 ára starf, Baldur Bjarnarson mjólkurfræðingur, sem
stendur hér á milli Guðmundar Geirs Gunnarsson framleiðslustjóra (t.v.)
og Birgis Guðmundssonar mjólkurbússtjóra. Baldur hóf störf hjá
fyrirtækinu 1. maí 1953. Bændablaðsmynd/MHH
Fyrir liggur að á Íslandi er ekki
opinber stuðningur úr ríkissjóði
við nautakjötsframleiðsluna. Þessi
grein er hinsvegar styrkt í öllum
nágrannalöndum okkar. Vegna
þessa hafa staðið yfir viðræður við
landbúnaðarráðuneytið um vanda
nautakjötsframleiðslunnar nú á
annað ár. Formleg beiðni um við-
ræður um stuðning ríkisins við
gæðaátak í nautakjötsframleiðslu
var send ráðuneytinu 19. mars
2003.
Eftir fjölmarga fundi og við-
ræður var ákveðið að setja á fót
verkefni sem kallað var "Gæða-
verkefni fyrir úrvals nautakjöt", en
markmið þess er fyrst og fremst að
tryggja áfram aðgengi neytenda að
íslensku úrvals nautakjöti. Gert
verður átak í markaðssetningu
nautakjöts á grundvelli gæða og
hófst sú vinna þegar fyrir áramót.
Til viðbótar verður matskerfi
nautakjöts tekið til endurskoðunar,
en ljóst er að matskerfið nær illa að
fanga þann breytileika sem nauta-
föll bera með sér. Í verkefnalýs-
ingu kemur jafnframt fram að
bændur sem taka þátt í slíku
verkefni verða að uppfylla ýmsar
kröfur, s.s. um merkingar gripa,
aðbúnað, lyfjaeftirlit ofl.
Um miðjan nóvember sl. var
haldinn samráðsfundur í land-
búnaðarráðuneytinu, en þar voru
auk landbúnaðarráðherra, aðstoð-
armanns hans og
forsvarsmanna LK,
nokkrir nautakjöts-
framleiðendur. Á
fundinum kom fram af
hálfu ráðherra að
ríkissjóður myndi ekki
styðja framangreint
verkefni á árinu 2003.
Hinsvegar lýsti hann
áhuga á að hluta þess
fjár sem verja átti til
þróunarstarfs yrði
varið í stuðning við
framleiðslu gæðanautakjöts á
árinu. Einnig lýsti hann vilja
sínum til þess að gerður yrði við-
aukasamningur við
mjólkursamninginn í vetur, þar
sem ákveðinn yrði stuðningur við
gæðanautakjöt.
Eftir þennan fund var ljóst að
umrætt verkefni, í upphaflegri
mynd, næði ekki fram að ganga á
þeim tíma og með þeim hætti sem
því var ætlað. Í ljósi þeirrar stöðu
og til að auka líkur á áframhald-
andi framleiðslu nautakjöts í
úrvalsflokki var sótt
um 8 milljónir króna
til að greiða sem álag
á það nautakjöt í
úrvalsflokki sem farið
hafði í gegnum
afurðastöð
verðlagsárið
2002/2003. Miðað var
við að þeir einir kæmu
til greina sem lagt
höfðu inn 5 gripi eða
fleiri og var þar horft
til verkefnisins sem
áformað er að setja af stað.
Ástæðan fyrir þessu lágmarki er sú
að til að tryggja jafnt framboð á
hágæða kjöti þarf framleiðslan að
vera nokkuð jöfn og því mikilvægt
að nokkuð magn sé framleitt hjá
hverjum framleiðanda.
Fjármögnunin var þannig að
frá Framleiðnisjóði komu fimm
milljónir, af þróunarfé mjólkur-
samnings komu tvær milljónir og
frá verðskerðingarsjóði nautgripa-
kjöts kom rétt rúmlega ein milljón
króna. Þetta fé dugði til að greiða
94 kr/kg miðað við framangreint
lágmarksmagn.
Bændasamtök Íslands tóku að
sér að sjá um úthlutun fjárins til
þeirra bænda sem höfðu rétt á
greiðslum samkvæmt framan-
greindum forsendum. Unnið var
uppgjör byggt á upplýsingum frá
sláturleyfishöfum landsins og
þannig fundið út hverjir ættu rétt á
greiðslum. Að þeirri vinnu komu
aðilar frá Landssamtökum slátur-
leyfishafa, Bændasamtökum Ís-
lands og Landssambandi kúa-
bænda.
Ljóst má vera að stuðningur
við úrvals nautakjöt verður í fram-
tíðinni háður því að fjármagn fáist
til verkefnisins frá hinu opinbera.
Það sem nú var gert var einungis
millileikur til eins árs og verður
ekki endurtekinn með sama hætti.
Það er trú okkar hjá Lands-
sambandi kúabænda að gæðaátak
þetta muni stuðla að áfram-
haldandi framleiðslu á úrvals
nautakjöti og tryggja þar með að-
gengi neytenda að íslensku úrvals
nautakjöti.
Snorri Sigurðsson
framkvæmdastjóri LK
Framleiðendur nautakjöts í úrvalsflokki fá styrk
Í desember efndu MS og Bændablaðið til
litasamkeppni meðal lesenda Bændablaðsins af yngri
kynslóðinni.
Samkeppnin fólst í því að lita jólasveininn Stúf.
Stór hópur krakka sendi inn myndir og til gamans
birtum við öll nöfnin og heimilisföngin.
Þau eru víðsvegar að af landinu og ljóst er að
ungir upprennandi listamenn eru til í öllum
landshornum.
Myndirnar sem bárust voru litaðar í fallegum
litum á fjölbreyttan hátt.
Dómnefndin stóð frammi fyrir því vandasama
verki að velja úr öllum þessum fallegu myndum.
Niðurstaðan varð sú að í 1. sæti var Sandra
Haraldsdóttir, Blönduósi, 2. sæti var Eyþór Bragi
Bragason, Vopnafirði og í 3. sæti var Herdís Guðlaug
Steinsdóttir, Sauðárkróki.
Bændablaðið hafði samband við Guðlaug
Björgvinsson forstjóra.
Hann var afar þakklátur fyrir þessa góðu þátttöku
og ánægður með hversu víða að af landinu myndirnar
bárust. Því ætlar hann að senda öllum þátttakendum
smá glaðning í pósti og mun hann berast á næstu
dögum. Um leið vill hann óska aðal verðlaunahöfum
hjartanlega til hamingju Þrennum veglegum
verðlaunum var heitið í þessari litasamkeppni.
Aðalverðlaunin eru: Sandra fékk Play Station
leikjatölvu í verðlaun, en fyrir Bragi og Herdís
bókina Harry Potter og Fönixreglan.
Besta myndin af Stúfi
Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að afkoma þeirra sem
framleiða nautakjöt er óviðunandi. Gildir þá einu hvort um er að
ræða einu búvöruframleiðslu viðkomandi bænda eða hliðarfram-
leiðslu með öðrum rekstri. Þetta ástand hefur leitt til þess að margir
bændur hafa þegar hætt eða horfa nú til þess að hætta nautakjöts-
framleiðslu. Að mati markaðsmanna er einna alvarlegast að missa út
bestu framleiðsluna, úrvalsflokkinn, þar sem mun síður kemur til
innflutnings á verðminni flokkum. Hinsvegar er ljóst að hágæða
nautakjöt verður örugglega flutt inn til landsins, ef það verður ekki
framleitt hérlendis.