Bændablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 13. janúar 2004
Óska eftir að kaupa Deutz
4006 árg. '72-'74. Þarf að
þarfnast lagfæringa. Uppl. í
síma 438-6817.
Tvítug færeysk kona óskar
eftir að komast í sveit á
blönduðu búi. Getur hafið
störf í janúar. Netfang:
supersina16@hotmail.com,
sími +298 456846, gsm
+298 253609.
Viltu vinna heima? Hefur þú
aðgang að Netinu? 7-10
tíma aukalega á viku? Vilja
til að vinna sjálfstætt?
Jákvæðni er algjört skilyrði.
Fullur stuðningur og þjálfun
fyrir rétta fólkið. Fáðu
upplýsingar:
http://magnusr.gpnworld.co
m/ eða mus@nett.is
Magnús Svavarsson, sími
461-2517 eða 898-2517.
Afleysingar. Tek að mér
afleysingar í landbúnaði
hvar sem er á landinu,
einnig rúning og járningar.
Sigurður Ingvi Björnsson,
uppl. í síma 894-0951.
Óska eftir að taka á leigu
jörð með framleiðslurétti í
mjólk. Helst á Suður- eða
Vesturlandi. Uppl. í síma
869-0595.
Bændur fyrir austan fjall
athugið! Óska eftir að
kaupa land/lóð á fallegum
stað, þar sem byggja mætti
sumarhús og hafa ca. 6
hesta í sumarbeit (þó ekki
skilyrði). Æskileg
staðsetning innan við 1 klst.
akstur frá Reykjavík. Uppl. í
síma 893-2659 eða 557-
2759. Kristinn.
Óska eftir að kaupa
heyhleðsluvagna 7-10
tonna eða 35-40 rúmmetra.
Mega þarfnast lagfæringa.
Einnig keðjur fyrir 16,9"-30"
dekk. Uppl. í síma 868-
7789.
Óska eftir að kaupa Suzuki
Quadracer eða Kawasaki
Tecade eða krossara. Uppl.
í síma 659-9181 eða 820-
3243.
Óska eftir að kaupa 4x4
dráttarvél með tækjum.
Verðhugmynd 300 þús. til
ein milljón. Einnig
heyvinnutæki fyrir minni
búskap. Uppl. í síma 893-
2985 eða 565-2219. Hilmar.
Vantar sárlega notað
"Over-drive" í gamlan Land
Rover. Þarf að komast
hraðar í taumlausri
bæjarumferðinni. Uppl. í
síma 862-3412.
Óska eftir að kaupa
greiðslumark í sauðfé.
Staðgreiðsla. Uppl. í síma
898-9808 fyrir 15. janúar
nk.
Óska eftir að kaupa allt að
40.000 lítra af ónýttum
framleiðslurétti í mjólk.
Tilboð sendist til
Ráðunautaþjónustu
Húnaþings og Stranda,
Húnabraut 13, 540
Blönduósi fyrir 30. janúar,
merkt: "Kvóti 2004".
Óska eftir að kaupa gamlar
Deutz dráttarvélar frá árg.
1950 til 1980 bæði
gangfærar og ógangfærar
eða í hvaða ástandi sem er.
Allar stærðir koma til
greina. Uppl. í síma 456-
4958.
Vörubílar til niðurrifs eða
uppgerðar. Einnig Pristman
28 T beltagrafa árg. '72 og
Linkbelt dragskófla (krani)
árg. '68. Eigum varahluti í
Scania 140-141-142-143,
Volvo F-12 og F-16, Hino,
Iveco og fl. Einnig Isuzu
sendibíll með kassa og lyftu
sem þarfnast viðgerðar.
Uppl. í síma 865-7628 og
864-4740.
Tilboð óskast í ca 33.000
þús. lítra framleiðslurétt í
mjólk. Tilboð sendist til
bondi435@hotmail.com
Til sölu Pöttinger Roll Profi
3200 rúlluvél árg. '98 með
breiðsóp, hnífum og neti.
Einnig Kverneland 7515
tölvustýrð pökkunarvél árg
'94. uppl. í síma 895-3366.
Óska eftir að kaupa fjósvél.
Uppl. í síma 451-2565 eða
892-9593.
Framleiðnisjóður
landbúnaðarins styður:
atvinnuuppbyggingu
nýsköpun
þróun
rannsóknir
endurmenntun
í þágu landbúnaðar.
Kynntu þér málið:
Veffang: www.fl.is
Netpóstfang: fl@fl.is
Sími: 430-4300
Aðsetur: Hvanneyri
311 Borgarnes
Smá
auglýsingar
Sími 563 0300 Fax 552 3855
Veffang bbl@bondi.is
Til sölu tveir Deutz 4006.
Annar þarfnast lagfæringar.
Einnig til sölu hreinræktaðir
Border Collie hvolpar. Uppl.
í síma 483-1362.
Vinnuskúr til sölu. Til sölu
er tvöfaldur vinnuskúr með
6 rúmstæðum í hvoru
herbergi og sameiginlegri
snyrtingu. Flytjanlegur.
Stærð 32 m2. Verð kr.
1.750.000 kr. án vsk. Uppl.
gefur Sigurjón í s. 471-
2042.
Til sölu kvígur. Burðartími
mars-apríl. Uppl. í síma
437-0043.
Til sölu afrúllari, getur tekið
tvær rúllur á sig í einu. Verð
kr. 200 þús.+ vsk. Uppl. í
síma 898-1468
Tilboð óskast í 70.000 lítra
framleiðslurétt í mjólk. Tilboð
sendist í pósthólf 72, 802
Selfoss fyrir 20. janúar nk.
Til sölu
Óska eftir
Leiga
Atvinna
NOTAÐAR VÉLAR
CASE 4240 m/framb 4x4 1995
CASE 844 4x4 1992
FIAT 88-94 m/tækjum 4x4 1994
Ford 4610 m/tækjum 1987
MF 390 m/tækjum 4x4 1995
MF 265
New Holland L85 m/tækjum 4x4 1996
Valmet 665 4x4 1996
Zetor 7341 m/tækjum 4x4 1998
TRAKTORSDEKK
Í MIKLU ÚRVALI
AKUREYRI, S. 462-3002
FELLABÆ, S. 471-1179
Uppsveitir
Árnessýslu
Ferðamálaáætlunin
„Gæði og gestrisni“
Út er komin áætlun í ferðamálum
fyrir uppsveitir Árnessýslu fyrir
árin 2004 til 2008 og heitir
áætlunin eða skýrslan ,,Gæði og
gestrisni." Þar er farið yfir alla
ferðamannastaði á svæðinu og
greint frá því sem framundan er.
Ísólfur Gylfi Pálmason, nýráðinn
sveitarstjóri í Hrunamannahreppi,
segir að mikill hugur sé í fólki þar
um slóðir að efla ferðaþjónustu í
uppsveitum Árnessýslu. Hann segir
að til mála komi að búa til nýtt
tjaldsvæði í Hrunamannahreppi en
það sé þó ekki enn ljóst hvað verður í
þeim efnum. Í ljós hefur komið við
könnun að langflestir ferðamenn sem
koma í uppsveitir Árnessýslu eru
íslenskir.
Ísólfur sagði að í gangi væri afar
skemmtilegt verkefni sem skólinn
tekur þátt í ásamt Skógræktar-
félaginu, nefnist það ,,Lesið í skóg-
inn" og miðar að því að koma upp
plöntusafni.
,,Hér um slóðir er mikið af
ræktunarfólki. Jóhann Helgason í
Hvammi hefur ákveðið að gefa
plöntur í þetta plöntusafn og til
stendur að tengja saman gamlan
ungmenna- og kvenfélagsskóg og
þennan nýja skóg. Þarna kemur til
með að verða afar skemmtilegt
útivistarsvæði með gönguleiðum. Þá
eru uppi hugmyndir um að koma upp
Fjalla-Eyvindarstofu hjá okkur. Það
er til merkilegt byggðasafn í einka-
eigu að Gröf og menn hafa verið að
gæla við þá hugmynd að tengja það
saman við minjasafn um Fjalla-
Eyvind og Höllu," sagði Ísólfur
Gylfi.Ferðamálafulltrúi og ferða-
málanefnd Hrunamannahrepps stóð
fyrir skemmtilegri kynningu á ferða-
þjónustu í sveitinni í nóvember sl.
Ferðaþjónustuaðilar ferðuðust
milli staða í hreppnum sem fást
við ferðaþjónustu. Ísólfur Gylfi
sagði að þessi kynning hefði verið
skemmtileg og tekist einstaklega
vel.