Bændablaðið - 13.01.2004, Side 18
18 Þriðjudagur 13. janúar 2004
Þann 19. desember sl. gaf
landbúnaðarráðuneytið út reglur um
úthlutun andvirðis beingreiðslna af 7500
ærgildum á árunum 2003-2004.
Reglurnar eru birtar í heild sinni hér í
blaðinu en samkvæmt 4. grein þeirra geta
rétthafar greiðslna verið
sauðfjárframleiðendur sem uppfylla
eftirtalin skilyrði:
1. Áttu 200 ær eða meira samkvæmt
forðagæsluskýrslum veturinn 2002-2003,
2. Sauðfjárframleiðendur í
Árneshreppi eiga rétt á greiðslu ef þeir
eiga 100 ær eða fleiri.
3. Eru búsettir á lögbýli á skilgreindu
sauðfjársvæði samkvæmt 3. gr.
Samkvæmt 7. grein skulu
"ákvarðanir um rétthafa greiðslna
byggðar á opinberum upplýsingum, m.a.
upplýsingum úr forðagæsluskýrslum
Bændasamtaka Íslands veturinn 2002-
2003, greiðslumarksskrá í vörslu
Bændasamtaka Íslands, sbr. lög nr.
99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og
sölu á búvörum með síðari breytingum,
jarðaskrá landbúnaðarráðuneytisins og
þjóðskrá Hagstofu Íslands."
Greiðslur til bænda sem taldir voru
uppfylla skilyrði reglnanna voru inntar
af hendi þann 23. desember sl. Þeir sem
telja sig eiga rétt á greiðslu án þess að
hafa fengið hana geta komið
athugasemdum á framfæri við
Bændasamtök Íslands fyrir 6. febrúar nk.
Bændasamtök Íslands skulu hafa svarað
öllum athugasemdum um rétt til
greiðslna eigi síðar en 31. mars 2004 en
komi upp ágreiningur er heimilt að kæra
hann til landbúnaðarráðuneytisins./EB
Úthlutun andvirðis 7.500 ærgilda
1. gr.
Markmið o.fl.
Ríkissjóður greiðir andvirði árlegra beingreiðslna af
7500 ærgildum sem keypt voru samkvæmt ákvæði 2.3 í
samningi um framleiðslu sauðfjárafurða dags. 11. mars
2000 í þeim tilgangi að styrkja svæði á landinu sem eru
sérstaklega háð sauðfjárrækt og möguleikar á annarri
tekjuöflun eru takmarkaðir. Grunnfjárhæð er miðuð við
beingreiðslur í desember 2001.
2. gr.
Heildargreiðslur.
Heimilt er að verja allt að 37 milljónum króna á ári
2003-2004 til greiðslna samkvæmt 1. gr. Fjárhæðirnar skulu
breytast í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs
miðað við grunnvísitölu í desember 2003, 230 stig.
3. gr.
Sauðfjársvæði.
Svæði sem eru háð sauðfjárrækt og með takmarkaða
möguleika á annarri tekjuöflun samkvæmt 1. gr. hafa verið
skilgreind samkvæmt forsendum í viðaukum I-II og eru
eftirfarandi sveitarfélög:
1. Dalasýsla.
a) Saurbæjarhreppur.
b) Dalabyggð.
2. Norður-Ísafjarðarsýsla.
a) Súðavíkurhreppur.
3. Austur-Barðastrandarsýsla.
a) Reykhólahreppur.
4. Vestur-Barðastrandarsýsla.
a) Vesturbyggð.
5. Strandasýsla.
a) Árneshreppur.
b) Kaldrananeshreppur.
c) Hólmavíkurhreppur.
d) Bæjarhreppur.
e) Broddaneshreppur.
6. Vestur-Húnavatnssýsla.
a) Húnaþing vestra.
7. Austur-Húnavatnssýsla.
a) Áshreppur.
b) Skagabyggð.
8. Norður-Þingeyjarsýsla.
a) Kelduneshreppur.
b) Öxarfjarðarhreppur.
c) Raufarhafnarhreppur.
d) Svalbarðshreppur.
e) Þórshafnarhreppur.
9. Norður-Múlasýsla.
a) Seyðisfjörður.
b) Skeggjastaðahreppur.
c) Vopnafjarðarhreppur.
d) Fljótsdalshreppur.
e) Fellahreppur.
f) Borgarfjarðarhreppur.
g) Norður-Hérað.
10. Suður-Múlasýsla.
a) Mjóafjarðarhreppur.
b) Fáskrúðsfjarðarhreppur.
c) Búðahreppur.
d) Stöðvarhreppur.
e) Breiðdalshreppur.
f) Djúpavogshreppur.
11. Vestur-Skaftafellssýsla.
a) Skaftárhreppur.
Þótt mælihlutföll og stigagjöf samkvæmt viðaukum I-II
breytist svæðisbundið fyrir sýslu eða sveitarfélag hefur það
ekki áhrif á áframhaldandi úthlutun greiðslna á tímabilinu
2003-2004.
4. gr.
Rétthafar greiðslna.
Rétthafar greiðslna geta verið sauðfjárframleiðendur
sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
a) áttu 200 ær eða meira samkvæmt
forðagæsluskýrslum veturinn 2002-2003,
b) eru búsettir á lögbýli á sauðfjársvæði samkvæmt 3. gr.
Sauðfjárframleiðendur í Árneshreppi teljast þó uppfylla
skilyrði 1. mgr. ef þeir eiga 100 ær eða fleiri.
Sauðfjárframleiðandi getur því aðeins átt rétt til
áframhaldandi greiðslna á gildistíma þessara reglna að
fjárfjöldi fari ekki niður fyrir 75% af viðmiðunarmarki
samkvæmt 1. mgr., 150 ær samkvæmt forðagæsluskýrslum
staðfestum af búfjáreftirlitsmanni og að hann hafi búsetu á
lögbýli samkvæmt 1. mgr. Réttur til greiðslna er bundinn
við það lögbýli sem hann stofnaðist á samkvæmt 1. mgr. Ef
eigendaskipti verða að lögbýlinu öðlast nýr eigandi rétt til
greiðslna enda uppfylli hann önnur skilyrði þessara reglna.
Flytji rétthafi á annað lögbýli á sauðfjársvæði samkvæmt 3.
gr. getur hann þó flutt með sér rétt til greiðslna enda sé
slíkur réttur ekki fyrir á því lögbýli.
Ef sauðfjárframleiðandi selur greiðslumark sauðfjár að
hluta eða öllu leyti sem fylgir lögbýli hans fellur niður réttur
hans til greiðslna eftir þann tíma.
5. gr.
Fjárhæðir.
Fjárhæðir samkvæmt 2. gr. skulu skiptast milli rétthafa á
hverjum tíma, sbr. 4. gr. og taka breytingum miðað við
breytingar á fjölda rétthafa og vísitölu neysluverðs, sbr. 2.
gr.
Sauðfjárframleiðendur í Árneshreppi skulu fá greitt 50%
álag á fjárhæð samkvæmt 1. mgr.
6. gr.
Gjalddagar.
Fjárhæðir samkvæmt 5. gr. skulu greiddar með einni
árlegri greiðslu. Greiðsla fyrir árið 2003 skal fara fram eigi
síðar en 31. desember 2003 en greiðsla fyrir árið 2004 skal
fara fram eigi síðar en 1. júní 2004. Ef ágreiningur rís um
rétt til greiðslna skulu greiðslur fara fram eigi síðar en 30
dögum eftir að ákvörðun eða úrskurður um rétt til greiðslna
liggur fyrir.
7. gr.
Skráning rétthafa.
Ákvarðanir um rétthafa greiðslna skulu byggðar á
opinberum upplýsingum, m.a. upplýsingum úr
forðagæsluskýrslum Bændasamtaka Íslands veturinn 2002-
2003, greiðslumarksskrá í vörslu Bændasamtaka Íslands,
sbr. lög nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á
búvörum með síðari breytingum, jarðaskrá
landbúnaðarráðuneytisins og þjóðskrá Hagstofu Íslands.
8. gr.
Tilkynningar.
Bændasamtök Íslands skulu tilkynna öllum
sauðfjárframleiðendum á sauðfjársvæðum samkvæmt 3. gr. um
rétt til greiðslna samkvæmt 5. gr. fyrir 20. janúar 2004.
Athugasemdir við tilkynningar skulu hafa borist
Bændasamtökum Íslands innan 30 daga frá dagsetningu þeirra.
Bændasamtök Íslands skulu hafa svarað öllum athugasemdum
um rétt til greiðslna eigi síðar en 31. mars 2004.
Einnig skulu Bændasamtök Íslands kynna fyrir
sauðfjárframleiðendum úthlutunarreglur þessar og vekja
athygli á rétti þeirra til athugasemda ef þeir telja sig uppfylla
skilyrði fyrir framlögum en fá ekki tilkynningu samkvæmt
1. mgr.
9. gr.
Uppgjör.
Bændasamtök Íslands annast útreikning, skráningu og
uppgjör greiðslna.
10. gr.
Réttur til greiðslna fellur niður.
Ef réttur til greiðslna fellur niður skulu Bændasamtök
Íslands tilkynna sauðfjárframleiðanda það eigi síðar en 1.
júní 2004. Athugasemdir skulu hafa borist Bændasamtökum
Íslands innan 30 daga frá dagsetningu tilkynningar og skulu
Bændasamtök Íslands hafa svarað athugasemdum eigi síðar
en 15. ágúst.
11. gr.
Kæruheimild.
Ágreining um rétt til greiðslna samkvæmt reglum
þessum er heimilt að kæra til landbúnaðarráðuneytisins.
12. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar sem settar eru samkvæmt fjárheimildum í
fjárlögum fyrir árin 2003 og 2004 öðlast þegar gildi en frá
sama tíma falla úr gildi reglur nr. 964/2003 um sama efni.
Landbúnaðarráðuneytinu, 19. desember 2003.
Reglur um úthlutun andvirðis beingreiðslna
af 7500 ærgildum á árunum 2003-2004
Nemendur við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri
brugðu undir sig betri fætinum og gerðu víðreist um
Suðurlandsundirlendið laugardaginn 22. nóvember.
Búfjárræktarklúbburinn skipulagði ferð í Landeyjarnar,
Fljótshlíðina og í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Fyrst var
skoðaður stórkostlegur aðbúnaður bæði hrossa og manna
á Ármóti. Hafliði tók á móti nemendum og lýsti
aðstöðunni og sagði frá uppbyggingu
hrossamiðstöðvarinnar. Þaðan var ferðinni heitið að
Kanastöðum og hálmfjós skoðað. Ábúendur þar. þau
Eiríkur og Þórey Sólveig, tóku þau á móti okkur með
góðum veitingum og lýstu aðstöðu og reynslu sinni af
hálmfjósi. Vakti þetta mikla athygli á meðal nemenda.
Stefnan var svo tekin að Stóru-Hildisey II þar sem Jóhann
og Hilda tóku á móti okkur og leyfðu okkur að valsa um
fjósið hjá sér. Þau sögðu okkur frá gjafaaðstöðunni sem
er einstaklega sniðug og einnig vakti kýrin Skræpa
verðskuldaða athygli nemenda. Eftir að hafa þegið
veitingar á Stóru-Hildisey gengum við yfir túnið og á
næsta bæ en þar býr Pétur og skoðuðum við nýjan og ansi
reisulegan traktor sem hann á. Þaðan var svo ekið upp í
Fljótshlíð og fjárbúið Teigur skoðað. Þau Jens og Auður,
ásamt sonum sínum fjórum, tóku á móti okkur með
góðum veitingum og leiddu okkur í sannleika um
sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi. Eftir mikla umræðu um
sauðféð var ekið út á Hvolsvöll og Gallerí Pizza sótt heim
og fengum við þar pizzahlaðborð. Miklar tröllasögur
höfðu gengið á milli nemenda að þar væru bestu pizzur
landsins en leyfum við hverjum og einum að dæma fyrir
sig en það eitt er víst að enginn fór svangur þaðan út. Að
lokum var rútunni ekið upp í Skeiða- og Gnúpverjahrepp,
heim að Gunnbjarnarholti og höfuðstöðvar Landsstólpa
skoðaðar. Ábúendur þar eru Arnar Bjarni og Berglind og
hafa þau byggt nýlegt lausagöngufjós og uppeldisaðstöðu
fyrir nautgripi. Að því loknu var ekið sem leið lá upp á
Hvanneyri eftir góðan og skemmtilegan dag á Suðurlandi.
Sigurjón Helgason og Hjalti Steinþórsson
Búfjárræktarklúbburinn á Hvanneyri skipulagði ferð um Suðurland