Bændablaðið - 28.09.2004, Page 11

Bændablaðið - 28.09.2004, Page 11
Þriðjudagur 28. september 2004 11 það tilbúið frá fóðurfyrir- tækjunum, en aðeins undir eftirliti. Það eru þó sömu fimm fyrirtækin sem eru í því að blanda og selja fóður, tvö í Reykjavík, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan, tvö á Akureyri, Bústólpi og Laxá, og eitt í Vallhólma í Skagafirði sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Sú breyting hefur orðið að framleiðsla á korni innanlands hefur aukist verulega. Þar tak- markast okkar eftirlit við þurrkun- arstöðvarnar og þá bændur sem selja korn beint til fyrirtækja sem framleiða fóður. Þetta er í raun sama eftirlit og með innfluttu fóðri. Við höfum hins vegar ekki verið að skipta okkur af við- skiptum nágranna með korn. Við fylgjumst heldur ekki með hálmi og heyi." - Hvernig fer eftirlitið fram, takið þið reglulega sýni af framleiðslunni? "Kannski ekki reglulega en við tökum sýni af og til. Það er hins vega óskaplega dýrt að láta rannsaka sýni og þess vegna gerum við minna af því en við vildum. Þegar upp koma mál eins og það sem gerðist í fyrravetur þá förum við ekki heim til hvers bónda heldur tökum stikkprufur hjá nokkrum og höfum síðan samband við framleiðendur ef eitthvað misjafnt kemur í ljós." - En ef þið komist að þeirri niðurstöðu að einhverju sé ábótavant hjá framleiðanda eða söluaðila, hvað getið þið þá gert? "Við reynum að leysa málin með samtölum en ef það dugar ekki er ekki margt sem við getum gert. Eina valdið sem við höfum er að við getum tekið fyrirtæki út af skrá sem heimilar þeim að nota tiltekin aukefni í fóður og þannig nánast komið í veg fyrir að þau geti starfað við fóðurgerð. Þetta er þó því aðeins hægt að þau brjóti af sér varðandi þær reglur sem settar eru um aukefnin og við getum ekki beitt þessu ef um er að ræða mylsnu, rusl eða sand í fóðri. Annars getum við lítið gert nema vísa málum til lögreglu. Við höfum gert það en það hefur ekki skilað miklum árangri, einfaldlega vegna þess að lögreglan telur sig hafa öðrum og brýnni verkefnum að sinna en fylgjast með rusli og sandi í korni." Verðum að leita af okkur grun Ólafur segir hins vegar að ekki hafi komið upp nein mál þar sem fundist hefði of mikið af óæskilegum aukaefnum í fóðri. Hann upplýsti að allur maís og mestallt fóður sem kemur frá Bandaríkjunum væri ræktað með erfðabreyttum plöntum. "Við höfum lítið sem ekkert fylgst með því vegna þess að hér hafa ekki verið neinar reglur um erfðabreyttar plöntur til að styðjast við en það er að breytast eins og ég nefndi áðan." Hann sagði að vegna þess hversu lítið fyndist af óæskilegum efnum hefði það oft hvarflað að starfsmönnum Aðfangaeftirlitsins hvort ástæða væri til að fylgjast svo grannt með þessu. "Það sem við höfum gert er að koma okkur upp gagnagrunni um fram- leiðsluna sem hægt er að nota til að finna veiku hlekkina og þá staði sem sérstök ástæða er til að fylgjast með. Við sjáum til dæmis að hættan á díoxíni er mest í fiski- mjöli og öðru fóðri sem unnið er úr sjávarafla en minni í fóðri sem unnið er úr afurðum af landi. Þess vegna munum við framvegis fylgjast betur með fiskimjöli og fóðri sem inniheldur afurðir úr sjávarafla. Við getum þó ekki hætt að taka sýni af annarri framleiðslu. Til dæmis er ekkert kjötmjöl á markaði hér á landi en samt verðum við að rannsaka fiskimjöl og fóðurblöndur sem hér eru seldar til að sjá hvort í því leynist kjötmjöl. Við höfum fengið þau skilaboð frá ESB að við verðum að geta sýnt fram á að ekki sé kjötmjöl í þessu fóðri. Sama má segja um önnur efni sem eru bönnuð eða óæskileg. Þess vegna verðum við að fylgjast með óæskilegum efnum þar sem við eigum enga von á að finna slík efni," sagði Ólafur. Því má bæta við í lokin að Aðfangaeftirlitið fékk fyrir skemmstu heimsókn frá Brussel sem hafði þann tilgang að fylgjast með starfsemi stofnunarinnar. Ólafur sagði að þeir hefðu fundið að ýmsu og starfsmennirnir væru fegnir að fá utanaðkomandi mat á störf sín, því alltaf mætti betur gera. "Hins vegar eru reglurnar sniðnar að þörfum milljónaþjóð- félaga og þeir í Brussel eiga erfitt með að skilja þau lögmál sem gilda hér á landi þar sem fá- mennið tryggir gegnsæi og auð- velt er að leysa málin í samræðum manna á milli," sagði hann. -ÞH Girðingaefni hefðbundnar girðingar og rafmagnsgirðingar Vissir þú, að FB býður eitt stærsta og fjölbreyttasta úrval af girðingaefnum á landinu? Hvort sem um er að ræða hefðbundnar girðingar eða rafmagnsgirðingar. Starfsmenn FB aðstoða við útreikning á efnisþörf og gera tilboð í stærri verk. Útsölustaðir: Fóðurblandan, Reykjavík FB Búvörur, Selfossi FB Búvörur, Hvolsvelli, Bústólpi, Akureyri www.fodur.is sími: 570 - 9800

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.