Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 28. september 2004 17 Sauðfjársetur á Ströndum stendur að sögusýningunni Sauðfé í sögu þjóðar sem er opin alla daga frá 1. júní til 31. ágúst. Sýningin er til húsa í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum, tólf kílómetrum sunnan við Hólma- vík. Í Sævangi er einnig kaffi- stofa og handverksbúð sem opn- ar eru á sama tíma. Sýningin, sem er ætluð öllum aldurs- hópum, fjallar á lifandi og skemmtilegan hátt um allar hlið- ar sauðkindarinnar og sauðfjár- búskapar á Íslandi, með sér- staka áherslu á Strandir. Viðfangsefni sýningarinnar eru fjölmörg en á henni er t.d. fjallað ítarlega um sauðburð, heyskap, þjóðtrú tengdri sauðfé, sauð- fjárrækt, göngur og réttir, sjúkdóma, rúning, ullarvinnslu og margt fleira. Á sýningunni finna ungir sem aldnir eitthvað við sitt hæfi, t.d. barnahorn með leikföng- um, vísindahorn fyrir fræðingana í fjölskyldunni og sísvanga heimalninga sem Sauðfjársetrið hefur í fóstri yfir sumarið. Matthías Lýðsson, bóndi á Húsavík, á sæti í stjórn Sauðfjár- setursins. Hann segir að aðsókn að sýningunni hafi verið mjög góð í sumar. Í fyrrasumar komu á fjórða þúsund gestir sem skrifuðu sig í gestabókina og sennilega hafi þeir verið álíka margir í sumar en ekki er búið að telja úr gestabókinni í ár. Matthías segir að sýning Sauð- fjársetursins sé enn dálítil for- tíðarsýning enda auðvelt að afla gagna úr fortíðinni. Tilgangur sýningarinnar er ekki síst sá að bæta sjálfsvitund bænda og góða ímynd sauðfjárræktar og gera það sem unnt er til að auka sölu á sauðfjárafurðum almennt. Þá er sýningin, kaffistofan og hand- verksbúðin atvinnuskapandi. ,,Við viljum líka gera lífið skemmtilegra og yfir sumarið erum við með öfluga skemmtidag- skrá í gangi. Það eru einhverjir viðburðir í það minnsta aðra hverja helgi yfir sumarið. Við erum með dráttarvéladag, þar sem keppt er í dráttarvélaakstri eins og á landsmótunum, furðuleika þar sem keppt er í ýmsum furðu- greinum eins og öskri, tungubreidd, belgjahoppi, aftur- göngu og trjónufótbolta. Við höld- um líka sumarhátíð sem inniheldur m.a. kraftakeppni karla og kvenna. Síðast en ekki síst má nefna meistaramót í hrútadómum sem er geysilega vinsælt hrútaþuklaramót sem er haldið seint í ágúst á hverju ári," segir Matthías. Þeim, sem vilja forvitnast frekar um hina líflegu starfsemi Sauðfjárseturs á Ströndum, er bent á vefinn www.strandir.is/saudfjarsetur Sögusýning Sauðfjárseturs á Ströndum - Sauðfé í sögu þjóðar Góð aðsókn að sýningunni í sumar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.