Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. september 2004 13
Bændur
vara við
Skaftárveitu
Bændur sem eiga aðild að
Veiðifélagi Skaftár hafa lýst
áhyggjum af hugmyndum um
Skaftárveitu
og áhrif
hennar á veiði
á vatnasvæði
árinnar. "Það
vantar frekari
rannsóknir á
þessi svæði,"
segir Gísli
Kjartansson á
Geirlandi,
formaður
veiðifélagsins.
"Við erum
ekki að mótmæla Skaftárveitu, en
við viljum fá að vita hvaða áhrif
hún hefur á veiði í ám og lækjum
hér allt um kring og við sam-
þykkjum ekki fyrirfram að hróflað
verði við ánni. Það er verið að
segja okkur að Skaftárveita sé
forsenda síðari virkjunar í Skaftá.
Ég held að sú virkjun sé ekkert á
döfinni. Það vantar ekki orku frá
henni hér í sveitinni, en
Skaftárveitan er hugsuð til að
veita vatni inn á síþyrstar vikjanir
á Þjórsár-Tungnársvæðinu og
síðan burt til stóriðju." /Soffía.
www.bondi.is
Stóðréttir
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugard. 25. sept. um kl. 13:00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugard. 2. okt. kl. 10:00
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit, Eyjaf.laugard. 2. okt. kl. 11:00
Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit, Eyjaf. sunnud. 3. okt. kl. 10:00
www.strandir.is/saudfjarsetur