Bændablaðið - 28.09.2004, Page 15
Þriðjudagur 28. september 2004 15
Á dögunum gerði mikið
vonskuveður um mest allt land
þegar fyrsta haustlægðin gekk
yfir. Kornbændur á Suðurlandi
sem ekki voru búnir að þreskja
fóru margir illa út úr veðrinu en
kunnugir telja að víða hafi
uppskeran eyðilagst
gjörsamlega en sumstaðar geti
bændur náð um þriðjungi af
uppskeru meðalárs.
Bændablaðið ræddi við Ólaf
Eggertsson á Þorvaldseyri en
hann var að vonum leiður yfir
veðrinu þó hann hefði sjálfur
verið nær búinn með sitt. „Það
er allra veðra von hér á landi og
menn verða að vara sig á
haustlægðunum. Þessi lægð um
daginn var hins vegar of kröpp
– það stendur ekkert svona
veður. Mér hefur sýnst sem svo
að það sé kominn hættutími í
kringum 5. september. Það er
fyrir öllu að sá snemma, helst í
apríl og alls ekki bíða fram í maí
því það má engu muna í
kornræktinni.“
Á Norðurlandi er allt aðra
sögu að segja. Ingvar Björnsson,
jarðræktarráðunautur á Búgarði,
segir að norðanmenn hafi sloppið
alfarið við tjón vegna veðurs.
Uppskeran sé almennt mjög góð
og sé á bilinu 5-6 tonn á
hektarann. „Þroskinn er góður og
sumir bændur voru að þreskja
fullþurrkað korn. Aðeins á eftir að
þreskja af um 20 ha hér fyrir
norðan“, sagði Ingvar.
Kornskaði á Suðurlandi en gott fyrir norðan
Alþjóðaskólamjólkurdagurinn
verður haldinn hátíðlegur mið-
vikudaginn 29. september í
fimmta sinn. Þessi siður var
tekinn upp að undirlagi Mat-
vælastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna í Róm og þar er róið öllum
árum að því að koma hverju
einasta þjóðríki veraldar inn á
þetta mjólkurdagskort og hvetja
til neyslu mjólkurvara.
Að sögn Sigurðar Mikaels-
sonar, sölustjóra Mjólkurbús Flóa-
manna, eru Íslendingar mjög ofar-
lega á blaði varðandi mjólk-
urneyslu og hafa lengi verið. Hann
segir að þetta sé í annað sinn sem
Íslendingar taki þátt í Alþjóða-
skólamjólkurdeginum og var mik-
ið um dýrðir hér heima í fyrra
þegar tekið var þátt í fyrsta sinn.
,,Í ár höldum við upp á skóla-
mjólkurdaginn með allt öðrum
hætti en í fyrra. Nú bjóðum við
öllum grunnskólabörnum í 4. bekk
að taka þátt í teikningasamkeppni.
Við köllum eftir myndum frá
öllum fjórðu bekkingum og
áskiljum okkur rétt til að nota þær
á veggspjald sem við gefum út að
ári á Skólamjólkurdeginum 2005.
Síðan verða veitt bekkjarverðlaun
fyrir 10 bestu myndirnar. Við
ætlum að setja í þetta 250 þúsund
krónur þannig að bekkjarsjóðurinn
fær 25 þúsund krónur fyrir hverja
verðlaunamynd,“ sagði Sigurður
Mikaelsson.
Alþjóðaskólamjólkur-
dagurinn haldinn
hátíðlegur í fimmta sinn