Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 28. september 2004
Bændasamtök Íslands, í sam-
starfi við búnaðarsamböndin og
Upplýsingatækni í dreifbýli,
bjóða notendum dkBúbótar upp
á tveggja daga námskeið í
bókhaldi og notkun dkBúbótar,
auk lykilþátta rafrænna
samskipta og upplýsingaöflunar.
Á námskeiðinu vinna þátt-
takendur á eigin tölvur og að
mestu leyti við sitt eigið bókhald
og fá leiðbeiningar og aðstoð
eftir þörfum. Námskeiðið nýtist
þannig öllum sem vilja auka
færni sína í notkun dkBúbótar
og færslu bókhalds, hvort sem
um byrjendur er að ræða eða
tiltölulega reynda notendur.
Sigurður Eiríksson, ráðunautur
BÍ og umsjónarmaður nám-
skeiðanna, sagði að liðin væru tvö
og hálft ár síðan forritið dkBúbót
tók við af gömlu Búbótinni að
halda utan um bókhald bænda. Á
þessum tíma hafa verið haldin 55
dagsnámskeið í fyrirlestraformi,
annars vegar 39 í grunnatriðum
kerfisins og hins vegar 16 í
afstemmingum og skatt-
framtalsgerð. Slík námskeið munu
áfram standa til boða eftir því sem
áhugi er fyrir.
,,Þó að dagsnámskeið í fyrir-
lestraformi séu ágæt og hægt að
koma miklu efni til skila þannig á
tiltölulega ódýran máta þá lærir
fólk einfaldlega betur ef nám-
skeiðið er verklegt. Við ákváðum
því að slá tvær flugur í einu höggi
og kenna mönnum á dkBúbót sam-
hliða því að leiðbeina þeim um
færslu eigin bókhalds. Auk leið-
beininga um verklag og notkun
forritsins er einnig gengið úr
skugga um að stofnupplýsingar
bókhaldsins séu réttar og að upp-
hafsstöður bókhaldsársins séu í
samræmi við síðasta skattframtal.
DkBúbót er fjölhæft forrit og með
því að kenna á það á þennan hátt er
jafnt hægt að koma til móts við
þarfir byrjenda varðandi
grunnatriði í bókhaldi og lengra
kominna notenda varðandi aðra
þætti svo sem sölukerfið, launaút-
reikning og fleira," sagði Sigurður.
Hluti námskeiðsins er síðan í
hvers kyns rafrænum samskiptum.
Sérfræðingur frá tölvudeild BÍ fer
yfir uppsetningu hverrar vélar fyrir
sig, vírusvarnir, prentarastillingar,
uppsetningu forrita BÍ og póst-
forrita. Hann leiðbeinir einnig
hverjum þátttakanda um hag-
nýtingu þessara þátta eftir þörfum.
Á námskeiðunum sem haldin hafa
verið hefur nær helmingur
tölvanna verið með einhverjar
vírussýkingar. Yfirleitt tekst að
hreinsa þær en oftar en ekki hafa
þessir vírusar truflað virkni þeirra
forrita sem notuð eru.
"Hámarksfjöldi á svona nám-
skeiði eru 12 manns og leið-
beinendur eru þrír. Það er því
býsna mikið í lagt og þetta væri
náttúrulega varla framkvæmanlegt
nema með þeim góða stuðningi
sem fæst frá verkefninu Upp-
lýsingatækni í dreifbýli. Þegar
hafa verið haldin 4 námskeið og að
minnsta kosti 12 námskeið eru
fyrirhuguð nú í október og
nóvember." sagði Sigurður.
Sem kunnugt er hafa einstaklingar og lögaðilar
tekið rafrænum skilum á skattframtali opnum
örmum. Bændur standa flestum stéttum framar á
þessu sviði því nærri lætur að allir bændur skili
gögnum á rafrænu formi til skattyfirvalda. Færri
bændur virðast hins vegar hafa áttað sig á því að
með jafn einföldum hætti er hægt að skila raf-
rænt skýrslum og greiðslum vegna virðis-
aukaskatts og staðgreiðslu.
Gjaldendum virðisaukaskatts standa til boða vef-
skil á virðisaukaskatti, þ.e. að skila skýrslum rafrænt
um vef ríkisskattstjóra og jafnframt að greiða skatt-
inn í vefbanka.
Launagreiðendur, þ.m.t. þeim sem ber að reikna
sér endurgjald, geta skilað skilagrein og sundurliðun
staðgreiðslu rafrænt, hvort heldur sem er með
vefskilum eða skeytaskilum.
Allir bændur eru hvattir til þess að kynna sér
þessa möguleika enda er ávinningurinn af rafrænum
skilum ótvíræður.
Meðal þess ávinnings sem hefst af pappírs-
lausum skilum má nefna:
Skila má skýrslum rafrænt
Greiða má í vefbanka, krafa stofnast
strax sjálfvirkt
Hægt er að skila á hvaða tíma sólar-
hrings sem er
Innbyggðar reiknivélar auðvelda
útreikninga
Tölvupóstur er sendur til áminningar um
gjalddaga
Orðsendingar berast gjaldanda rafrænt
Yfirlit yfir fyrri skil bjóðast hvenær sem
er (þó ekki sundurliðanir staðgreiðslu)
Hægt er að leiðrétta fyrri skil á
staðgreiðslu rafrænt. Í nánustu framtíð
verður einnig hægt að leiðrétta
virðisaukaskatt rafrænt
Minni pappír og gluggapóstur
Rafræn skil eru umhverfisvæn, einföld
og fljótleg
Nánari upplýsingar um rafræn skil er að finna á
vef ríkisskattstjóra, www.rsk.is/vefskil eða
www.rsk.is/einfalt
Bjarni Lárusson
Rafræn skil á staðgreiðslu og virðisaukaskatti
Rafrænt bókhald - rafræn samskipti
Boðið upp á tveggja daga námskeið
þar sem fólk vinnur á eigin tölvur
Árni Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Upplýsingatækni í
dreifbýli, sagði í samtali við
Bændablaðið að það hefði komið
í ljós á tveggja daga nám-
skeiðum um dkBúbóts forritið,
þar sem bændur komu með
tölvur sínar, að tölvur þeirra
væru í mörgum tilfellum í
slæmu ásigkomulagi. Þær væru
fullar af alls konar ormum og
vírusum og allnokkur tími á
námskeiðunum hafi farið í að
hreinsa og stilla tölvurnar upp á
nýtt. Þess vegna hefur Upp-
lýsingatækni í dreifbýli ákveðið
að fara um landið með námskeið
þar sem fólki verður leiðbeint
við að hreinsa og stilla tölvur
sínar og því boðið upp á
vírusvarnartilboð.
Námskeiðin um dkBúbót voru
áður eins dags námskeið með
fyrirlestrahaldi. Nú er hins vegar
boðið upp á tveggja daga verkleg
námskeið og hafa nokkur slík
verið haldið síðsumars. Árni segir
að það sé hlutverk Upplýsinga-
tækni í dreifbýli að styðja hvers
konar námskeiðshald til að efla og
auka kunnáttu bænda á tölvur og
tölvuforrit og öll tölvunámskeið
þar um eru styrkt. Þar hafa nám-
skeið um forrit Bændasamtakanna
verið fyrirferðarmest. Auk þess
hefur UD verið í sambandi við
símenntunarmiðstöðvar um allt
land. Hann segist safna fé til
starfseminnar og m.a. hafa fengið
fé úr Upplýsingasamfélaginu, sem
er sjóður á vegum forsætisráðu-
neytisins, sem ráðuneyti og undir-
stofnanir geta sótt um styrk til.
,,Í ár höfum við hjá UD fengið
7,5 milljónir kr. úr Upp-
lýsingasamfélaginu. Síðan höfum
við fengið fé frá fyrirtækjum og
stofnunum m.a. frá KB banka,
RARIK, ESSO, Símanum og KS.
Sömuleiðis hefur Framleiðnisjóður
styrkt þessi verkefni," sagði Árni.
Hann segir að nú sé að ljúka
þriðja ári Upplýsingatækni í dreif-
býli og það stefnir í að UD hafi
greitt niður námskeið fyrir um
2.000 manns á þessum þremur
árum.
Tölvurnar eru oft í
slæmu ásigkomulagi
Samtök eigenda sjávarjarða
Þolinmæðin á þrotum
Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur Samtaka eigenda sjávar-
jarða, hefur sent sjávarútvegsráðherra bréf þar sem ráðherra var
veittur frestur til 27. september til þess að taka upp formlegar
viðræður við samtökin um að eignar- og atvinnuréttur eigenda
sjávarjarða verði virtur á ný og að þeir fái sinn hlut af auð-
lindagjaldinu sem tekið hefur verið upp. Að öðrum kosti muni
samtökin sækja rétt sinn samkvæmt lögum.
Ómar Antonsson, eigandi
jarðarinnar Horn í Hornafirði, er
formaður Samtaka eigenda
sjávarjarða.
Hann segir að
samtökin hafi
ritað sjávarút-
vegsráðherra
mörg bréf á
undanförnum
árum vegna
þessa máls en
hann hafi aldrei
svarað þeim
bréfum. Nú sé
svo komið að
verði þessu
síðasta bréfi
ekki svarað og
viðræður teknar
upp er ekki um
annað að ræða
en fara í mál.
Samkvæmt netalögum nær
eignarréttur eigenda sjávarjarða
115 metra út frá landi þeirra.
Þessu hafnar ríkið þótt lög segi
annað og segir Ómar það koma á
óvart í lýðræðisríki að svipta
menn eigum sínum með þessum
hætti.
,,Við höfum alltaf skrifað
sjávarútvegsráðherra og sjávarút-
vegsnefnd Alþingis bréf þegar
lagabreytingar varðandi kvóta-
kerfið hafa staðið fyrir dyrum en
engin viðbrögð fengið. Nú er
auðlindagjaldið
komið á. Við
teljum okkur
eiga hlutdeild í
því alveg eins
og við teljum
okkur eiga hlut-
deild í hafinu
fyrir landi
okkar,“ sagði
Ómar.
Hann bendir
síðan á út-
róðrarréttinn
sem enn í dag er
skráður sem
hlunnindi jarða
sem hann eiga
og af slíkum
hlunnindi greiða menn gjöld þótt
þeir megi ekki lengur notfæra sér
útróðrarréttinn nema að eiga
kvóta. Um þetta mál hefur verið
ályktað oftar en einu sinni á
Búnaðarþingi og landsfundum
stjórnmálaflokka en án árangurs.
Í bókinni “Hlunnindajarðir á
Íslandi” er sagt að um 1.100
jarðir eigi útræðisrétt sem
hlunnindi en alls um 2.000 jarðir
eigi land að sjó á Íslandi.
Árni Gunnarsson.