Bændablaðið - 28.09.2004, Qupperneq 18

Bændablaðið - 28.09.2004, Qupperneq 18
18 Þriðjudagur 28. september 2004 Auglýsingadeild Bændablaðsins hefur fengið nýtt netfang Nýja netfangið er augl@bondi.is Landssam- band kúa- bænda Haustfundir LK Ákveðið hefur verið að halda haustfundi LK um allt land í lok október og byrjun nóvember nk. Fyrsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 26. október, en fundarstaðir og fundartímar verða kynntir í næsta Bændablaði. Þá munu aðildarafélög LK auglýsa fundina hvert á sínu svæði. Á fundunum verður fjallað um innri málefni búgreinarinnar, s.s. samningamál og hugsanleg áhrif WTO- samkomulags á nýjan mjólkur- samning, verðlags- og kjaramál, sem og framleiðslu- og sölumál mjólkur og nautgripakjöts. Forsvarsmenn LK verða með framsögur á fundunum, en Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar og formaður Markaðs- nefndar mjólkuriðnaðarins, verður einnig með framsögu um markaðsmál mjólkurvara á nokkrum fundum. Ásetningur nautkálfa eykst Síðustu 12 mánuði varð 0,8% aukning í sölu á nautgripakjöti, og þá mest í úrvals- og ungneytaflokkum. Slátrað var 21.890 gripum og gerðu það rétt tæplega 3.600 tonn, en sala á naut- gripakjöti hefur sveiflast í kringum 3.600 tonn í mörg undanfarin ár. Sala og framleiðsla nautgripakjöts dróst hinsvegar saman um 3,2% í ágúst sl. Þá vekur athygli að slátrun ungkálfa sl. 12 mánuði er verulega mikið minni en undanfarin ár og hefur hún dregist saman um 8% sl. 12 mánuði miðað við sama tímabil fyrir ári og um 15% ef horft er til síðustu 6 mánaða. Samkvæmt skýrsluhaldi í nautgripa- rækt nam ásetningur nautkálfa og sala til lífs árið 2003 37%. Það sem af er þessu ári er þetta hlutfall mun hærra, eða 44%. Framangreindar tölur benda því til þess að aukning verði í nautakjötsframleiðslunni árið 2006. Þar sem allir fæddir kálfar eiga nú að vera merktir í sameiginlegan gagnagrunn má vænta þess að hægt verði að staðfesta framangreindar upplýsingar á næstu misserum. Kjarnfóður lækkar á ný Eftir töluverða hækkun kjarnfóðurs í sumar, hefur kjarnfóður nú lækkað aftur um u.þ.b. 2% hjá flestum kjarn- fóðurframleiðendum landsins. Nánari upplýsingar um verð kjarnfóðurs má sjá á vef LK: www.naut.is Mjólk með skyndibitanum 10% Norðmanna kjósa að drekka mjólk með pizzu og margir drekka einnig mjólk með mexikönskum réttum og hamborgurum. Þetta sýnir ný könnun á mjólkurvenjum Norðmanna sem mjólkursamlag þeirra, TINE, lét gera fyrir skemmstu. Einnig kemur fram í könnuninni að tvöfalt fleiri karlar en konur vilja mjólk með áðurnefndum réttum. Mun fleiri karlar en konur vilja þar að auki mjólk með kvöldmatnum. LK framkvæmdi litla könnun á sömu mjólkurdrykkjarvenjum meðal 100 íbúa í Borgarfirði í síðustu viku. Niðurstaðan var mjög áþekk þeirri norsku, en í ljós kom að um 10% aðspurðra kjósa mjólk með pizzum og hamborgurum. Athygli vekur að 75% kjósa að drekka mjólk með pönnukökum, en einungis um 44% með kvöldmatnum. Nánar má lesa um könnunina á vef LK: www.naut.is Skrifstofa LK Sími: 433 7077, fax: 433 7078. Netfang: lk@naut.is. Veffang: www.naut.is. Heimilisfang: Landssamband kúabænda, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnesi. Umsjón: Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK Fjölskylda Eiginkona Jóns 29.8.1981 er Kristjana Stefanía Jóhannesdóttir f. 22.12.1961 á Búðum við Fáskrúðsfjörð, flutti til Sauðárkróks 1970 og að Stóra-Búrfelli 1979. Foreldrar hennar eru Jóhannes Stefán Jósefsson f. 11.10.1927 í Hvammi í Hólahreppi í Skagafirði, múrarameistari á Sauðárkróki og Guðrún Sigurbjörg Stefánsdóttir f.26.7.1934 á Gestsstöðum í Fáskrúðsfjarðarhreppi, húsfr. á Blönduósi. Jón og Kristjana eiga þrjá syni: Þröstur Gísli Jónsson f. 5.10.1987 Valur Stefán Jónsson f. 6.1.1991 Örn Smári Jónsson f. 19.6.1999 Fóstursonur: Ingólfur Eðvard Skarphéðinsson f.25.8.1974. Faðir Jóns, Gísli Húnfjörð fluttist 1918 með foreldrum sínum að Ásum í Svínavatnshreppi, þar sem hann hóf búskap með móður sinni að föður sínum látnum og bjuggu þau þar til 1943 að hann hóf búskap með Ingibjörgu Þórleifu konu sinni á Litla-Búrfelli þar sem þau bjuggu til 1945 að þau fluttu að Stóra-Búrfelli þar sem þau bjuggu til dauðadags. Gísli var mikill forystumaður gangnamanna á Auðkúluheiði og var m.a. gangnastjóri í seinni göngum í 20 ár. Um hann var ort: Klút og pontu kann að meta kær er einnig stúturinn. Léttan Blesa lætur feta, lifi gangnaforinginn. Systkini Ásgerður Gísladóttir, f.16.10.1944, bóndi og húsfreyja á Hrísbrú í Mosfellssveit. Anna Ingibjörg Gísladóttir f. 7.8.1947, ræstingastjóri á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Föðursystkini Helga Jónsdóttir f. 2.3.1911, d. 1.3.1989. Guðrún Jónsdóttir f. 1.12.1914. d. 12.11.1946. Ljósmóðir í Reykjavík. Soffía Jónsdóttir f. 16.4.1916, d. 22.11.1991, Verslunarmaður í Reykjavík. Ása Jónsdóttir f. 28.2.1919, d. 20.5.1993, kennari og skólastjóri í Reykjavík. Móðursystkini Þórey Daníelsdóttir f.22.12.1926 á Stóra-Búrfelli. Húsfreyja og verkakona á Blönduósi. Framætt 1. grein 1 Jón Gíslason, f. 27. mars 1959 á Stóra-Búrfelli. Bóndi á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 2 Gísli Húnfjörð Jónsson, f. 27. sept. 1912 á Syðri-Löngumýri, d. 7. des. 1985. Bóndi á Stóra- Búrfelli í Svínavatnshreppi - Ingibjörg Þórleif Daníelsdóttir (sjá 2. grein) 3 Jón Gíslason, f. 28. mars 1881 í Austurhlíð, d. 2. apríl 1936. Bóndi í Austurhlíð í Blöndudal og Syðri Löngumýri í Svínavatnshreppi og síðar Ásum í sömu sveit. - Anna Jónsdóttir (sjá 3. grein) 4 Gísli Halldórsson, f. 12. ágúst 1847, d. 1. mars 1897. Bóndi í Eyvindarstaðagerði í Blöndudal - Guðrún Ingibjörg Gísladóttir, f. 26. júlí 1857, d. 23. maí 1908. Húsfr. í Eyvindarstaðagerði 2. grein 2 Ingibjörg Þórleif Daníelsdóttir, f. 30. ágúst 1923 á Stóra- Búrfelli, d. 28.11.1978. Húsfr. á Stóra-Búrfelli 3 Daníel Ásgeir Þorleifsson, f. 11. maí 1898 á Stóra-Búrfelli, d. 9. ágúst 1984. Bóndi á Stóra- Búrfelli - Jóna Rannveig Eyþórsdóttir (sjá 4. grein) 4 Þorleifur Pálmi Erlendsson, f. 24. febr. 1846, d. 16. júní 1920. Bóndi á Stóra-Búrfelli - Rannveig Ingibjörg Daníelsdóttir, f. 28. okt. 1860, d. 17. ágúst 1947. Húsfr. á Stóra-Búrfelli 3. grein 3 Anna Jónsdóttir, f. 8. maí 1881 á Sauðanesi, d. 29. jan. 1948. Húsfr. í Austurhlíð í Blöndudal og Syðri Löngumýri í Svínavatnshreppi og Ásum í sömu sveit. 4 Jón Jónsson, f. 13. des. 1834, d. 15. apríl 1884 drukknaði. Bóndi á Sauðanesi við Blönduós - Helga Gísladóttir, f. 1834. Húsfr. á Sauðanesi við Blönduós 4. grein 3 Jóna Rannveig Eyþórsdóttir, f. 29. júlí 1894, d. 14. júlí 1972. Húsfr. á Stóra-Búrfelli 4 Eyþór Einarsson, f. 15. des. 1863, d. 23. apríl 1932. Verkamaður í Borgarnesi, seinna í Reykjavík - Jónína Guðrún Jónsdóttir, f. 5. okt. 1876, d. 28. jan. 1962. Húsfr. í Reykjavík. Nokkrir langfeðgar Gísli 1-4 var sonur Halldórs f. 21.8.1808, d. 20.8.1898, bónda í Ytra-Tungukoti, Gíslasonar f. um 1771, d 24.3.1811, bónda í Mosfelli og Hofi í Vatnsdal, Halldórssonar f. um 1727, d.1.5.1811, bónda á Mosfelli, Helgasonar f. um 1701, d. um 1778, bónda á Másstöðum, Árnasonar f. um 1659, bónda í Miðhópi 1703, Sigurðssonar. Þorleifur Pálmi 2-4 var sonur Erlends f. 20.11.1820, d. 28.10.1888, bónda í Tungunesi, Pálmasonar f. 22.9.1791, d. 23.12.1846, bónda á Sólheimum í Svínadal, Jónssonar f. um 1741, d.13.3.1835, bónda á Sólheimum, Benediktssonar f. um 1715, d. um 1754, bónda í Kirkjubæ í Norðurárdal, Steingrímssonar f. um 1691, bónda á Sauðá í Borgarsveit og Auðólfsstöðum í Langadal, Guðmundssonar f. um 1661, bónda á Auðólfsstöðum, Steingrímssonar f. um 1630, d. um 1690, bónda á Hofi í Vesturdal, Guðmundssonar, f. um 1600, bónda á Lóni í Viðvíkursveit, Magnússonar f. um 1560, bónda og skálds í Hvammi á Galmaströnd, Sigurðssonar f. um 1530, bónda í Hvammi, Ásgrímssonar f. um 1500, bónda og lögréttumanns í Hvammi , Jónssonar f. um 1460, d.um 1522, lögréttumanns og sýslumanns á Espihóli, Ásgrímssonar f.um 1435, Þorkelssonar f. um 1405, d. um 1483, prests í Laufási, Guðbjartssonar. Þessi leggur er rakinn í beinan karllegg til Þorkels f. um 975, Hallkelssonar. Kona Þorkels var Helga fagra Þorsteinsdóttir Egilssonar. Jón 3-4 var sonur Jóns f.1799 d. 29.7.1834, bónda á Syðsta-Vatni í Efribyggð, Ólafssonar f. um 1742, d. 1798, bónda í Flatartungu, Sjávarborg og Álfgeirsvöllum, Jónssonar f. um 1704, d. 1777, bónda í Flatartungu, Ólafssonar f. um 1646, d. um 1706, bónda á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi 1703, Jónssonar rauðskeggs f. um 1615, bónda í Gilhaga í Tungusveit, Ólafssonar f. um 1575 d. um 1660, bónda og lögréttumanns í Miklagarði og Núpufelli í Saurbæjarhreppi, Jónssonar f. um 1535, d. um 1616, prests í Laufási Sigurðssonar. Eyþór 4-4 var sonur Einars f. 13.2.1824, d. 19.5.1883, bónda í Þverholtum á Mýrum, Þorvaldssonar f. um 1798, bónda á Álftá, Þorvaldssonar f. um 1760 bónda á Þverholtum, Sigurðssonar f. um 1704 Þórðarsonar f. um 1679, bónda á Álftá, Gíslasonar, f. um 1648, hreppstjóra á Álftá í Hraunhreppi 1703, Snorrasonar. Jón Gíslason er fæddur 27.3.1959 á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri og hófu þau Kristjana Stefanía búskap á Stóra-Búrfelli 1979 í félagi við Gísla föður Jóns en Ingibjörg móðir Jóns féll frá 1978 aðeins 55 ára gömul. Gísli tók þátt í búskapnum meðan heilsan leyfði en hann dó 1985 eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Á Stóra-Búrfelli er rekið blandað bú með sauðfé, kýr og hross. 1994 var sauðféð skorið niður vegna riðuveiki en aftur tekið fé 1997. Jón hefur jafnhliða búskapnum tekið mikinn þátt í félagsmálum. Hann hefur starfað í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps frá 1994, í stjórn Sölufélags Austur - Húnvetninga 1994-2002 og deildarstjóri þess frá 1991-2002. Hann hefur setið í hreppsnefnd Svínavatnshrepps frá 1994 og verið fjallskilastjóri Upprekstrarfélags Auðkúluheiðar frá 1998, búnaðarþingsfulltrúi Austur - Húnvetninga frá 1987, í stjórn Búnaðarsambands Austur - Húnvetninga frá 1988 og stjórnarformaður frá 1989. Stjórnarformaður Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda frá stofnun hennar 1. janúar 2002. Formaður Búnaðarfélags Svínavatnshrepps 1985-1989, í Náttúruverndarnefnd Austur - Húnavatnssýslu frá 1993, sóknarnefndarformaður Svínavatnskirkju frá 1993, formaður Svínavatnsdeildar Veiðifélagsins Orra frá 1994, formaður Veiðifélags Auðkúluheiðar frá 2002 og í varastjórn BÍ frá 1998. Ættir & uppruni Umsjón: Ármann Þorgrímsson, Akureyri. Stóra-Búrfell Stóra-Búrfell stendur við norðanvert Svínavatn og á töluvert land að vatninu, meðal annars er þar Búrfellsskógur (svo nefndur frá fornu fari) sem er bunga meðfram vatninu, en þar er gróskumikið víðikjarr og töluvert af birkibróðir og berjaland. M.a. hrútaberjalyng og einir. Á þessu svæði er nú hafin skipulögð skógrækt á 52ja hektara svæði í samvinnu við Norðurlandsskóga. Að öðru leyti er stór hluti jarðarinnar frjósamt mýrlendi sem hentar vel til ræktunar. Ofan við bæinn er stuðlabergsfell sem heitir Búrfell og dregur bærinn nafn sitt af því. Austan fellsins er Búrfellstjörn.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.