Bændablaðið - 28.09.2004, Síða 22

Bændablaðið - 28.09.2004, Síða 22
22 Þriðjudagur 28. september 2004 Búnaðarskólar í nokkrum löndum NV-Evrópu hafa með sér óformleg samtök sem halda annað hvert ár samkomu sem kallast Joint Course on Agricultural Education. Þessar samkomur fjalla, eins og nafnið bendir til, um ýmsa þætti er varða búnaðar- menntun. Einn slíkur fundur var haldinn á Írlandi 1-4. júlí. Á fundinn fóru af hálfu Íslands auk undirritaðs Valgeir Bjarnason, yfirkennari á Hólum. Þátttakendur á samkomunni voru að þessu sinni 122 talsins frá 11 löndum, langflestir frá Hollandi og Írlandi. Fundurinn var að mestu haldinn á Waterford Institut of Technology en einnig í Kiltadon Agricultural College, á báðum stöðum var aðstaða hin ágætasta og sama var að segja um gistingu og annan viðurgjörning. Aðalviðfangsefni fundarins voru tvö, Competency Based Agri- cultural Education og Lifelong Learning for Farmers sem gæti út- lagst hæfnistengd menntun í land- búnaði og símenntun bænda. Námsframboð er sífellt að verða fjölbreyttara (í Hollandi eru til yfir 600 mismunandi búfræðingar ef rétt var skilið!) og meiri og meiri áhersla er lögð á að meta nám eftir því hvað menn geta eftir að náminu lýkur frekar en hvað nemandinn átti að læra. Þetta gildir jafnt um "formlega" skólagöngu og hvers konar starfsþjálfun og endurmenntun. Stöðugt fjölgar þeim sem flakka milli landa í námi og störfum og Evrópusambandið vill að sjálfsögðu búa til eitthvert samræmt kerfi fyrir getumat, án þess er hugmyndin um sameigin- lega vinnumarkað hjóm eitt. Þá er einnig unnið að sam- ræmingu á mati þekkingar og getu sem ekki er eftir formlegum leiðum. Eins og tíðkast á slíkum sam- komum var ástandið í heima- landinu, Írlandi, kynnt sérstaklega en einnig sagt frá breytingum á skipulagi í hinum einstöku löndum. Sama sagan er alls staðar, fækkun nemenda og fækkun bænda en jafnframt stöðugt al- mennari þátttaku bænda í öðrum störfum eða þátttaka annarra en bænda í búvöruframleiðslu og síðastnefndi hópurinn er víða markhópur búnaðarmenntunar, ekki síst fjarkennslu. Ekki er auðvelt að greina fjöldaþróun því námið tekur stöð- ugum breytingum og bætt er við nýjum brautum, þó má nefna að í "búnaðarnámi" á írskum skóla voru 1112 nemendur árið 1994 en tilsvarandi tala nú er 538. Garð- yrkjan er inni í þessari tölu og þar virðist algjört hrun í áhuga á fram- leiðslugreinum. Nýnemar í Voca- tional Cert in Agriculture (almenna búnaðarnámið) haustið 2003 voru 321. Danskir búnaðarskólar taka nú inn um 800 nýnema á ári en voru 1.500 fyrir 10 árum; af nemendum í dönskum búnaðarskólum eru 70% úr þéttbýli. Í Noregi eru um 70.000 býli og fækkar um 4.000 á ári og 70% bænda hafa tekjur af öðru en bú- vöruframleiðslu. Búnaðarnám er tengt öðru námi og nemendur geta valið milli náms sem er starfstengt eða undirbúningur háskólanáms. Fleiri fara nú síðarnefndu leiðina. Fundarstaðirnir voru í Kilkenny-sýslu og leiðbeiningar- þjónustan þar var kynnt sérstak- lega; á Írlandi er öll búnaðar- menntun, jafnt á framhaldsskóla- og háskólastigi, allar landbúnaðar- rannsóknir og opinber leiðbein- ingarþjónusta á vegum sömu stofnunar sem heitir Teagasc. Í Kilkenny-sýslu eru um 3.000 bændur (þar af 2.000 sem ekki sinna öðru, hvergi var minnst á maka þessara bænda) og ræktar- land er um 185.000 ha. Bændur eru ekki sjálfkrafa þátttakendur í leiðbeiningarþjónustunni en greiða fyrir mestalla þjónustu, oft um 400 evrur (36.000 krónur) en getur verið frá 60-1000 evrur allt eftir þjónustustigi. Mikil áhersla er lögð á umræðuklúbba bænda, 15-20 bændur í hverjum og reglulegir fundir mánaðarlega heima hjá ein- hverjum. Þetta kerfi eru þeir mjög ánægðir með. Menn eru heimsóttir einu sinni til tvisvar á ári og boðið er upp á stutt námskeið (12-25 klst.). Hafa þarf í huga að vegalengdir eru stuttar. Þá er unnið út frá sprotabúum sem fá meiri þjónustu en aðrir en veita meiri upplýsingar um sinn rekstur en almennt gerist. Eitt svona sprotabú var heimsótt. Kýrnar voru um 70 og meðalnyt 5.200 lítrar, en það taldist mikið. Á öðrum góðum bæ sem við komum á var meðalnytin um 4.700 l. Algengast er að burður sé upp úr áramótum og leitast við að inni- stöðutími og geldstaða fari saman. Kýr þarna verða eldri en tíðkast hér, júgurbólga virðist lítið vandamál og þar með frumutala enda kýrnar á grænum grösum nær allt mjaltaskeiðið. Framkvæmd þessa fundar var með miklum ágætum en margir sem reyndir eru í þessu samstarfi minntust hliðstæðrar ráðstefnu sem haldin var hér á landi 1992 undir forystu Grétars J. Unnsteins- sonar, þáverandi skólastjóra á Reykjum, og mátti skilja að að sá fundur hafi verið með þeim ágætum að allir síðan hafi verið við hann bornir. Næsti fundur verður haldinn í Geirmundnes í Noregi að tveimur árum liðnum. Ríkharð Brynjólfsson Hvanneyri Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir ágúst 2004 ágú.04 jún.04 sep.03 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2004 ágú.04 ágú.04 ágúst '03 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 428.517 1.314.702 5.335.550 0,3 -10,0 -8,5 21,7% Hrossakjöt 52.331 136.163 800.793 3,7 -2,2 -17,5 3,3% Kindakjöt* 545.351 554.449 8.995.038 54,9 52,1 1,7 36,6% Nautgripakjöt 264.009 857.403 3.565.287 -6,8 -4,3 1,2 14,5% Svínakjöt 498.589 1.375.497 5.863.434 9,1% -12,9% -8,8% 23,9% Samtals kjöt 1.788.797 4.238.214 24.560.102 13,9% -4,5% -4,1% Innvegin mjólk 9.841.836 28.617.420 109.735.122 13,0 8,6 -0,3 Sala innanlands Alifuglakjöt 457.251 1.325.554 5.247.710 12,9 1,5 -0,2 23,9% Hrossakjöt 52.064 116.330 522.878 111,7 42,5 14,9 2,4% Kindakjöt 711.679 2.023.008 6.997.727 30,0% 38,5% 9,7% 31,8% Nautgripakjöt 271.564 867.893 3.565.638 -4,8 -5,3 0,6 16,2% Svínakjöt 492.181 1.372.782 5.662.311 7,1% -14,2% -7,5% 25,7% Samtals kjöt 1.984.739 5.705.567 21.996.264 15,3% 6,3% 1,1% Umreiknuð mjólk Umr. m.v. fitu 9.241.345 28.495.068 108.522.220 6,9 5,8 2,7 Umr. m.v. prótein * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Fundur evrópskra búnaðarskóla Fjallakofinn með vefverslun Ný verslun með útivistarvörur, Fjallakofinn, hefur verið opnuð að Bæjarhrauni 14 í Hafnar- firði. Hjá Fjallakofanum fást mörg af þekktustu vöru- merkjunum í útivist eins og Scarpa, Marmot, Ajungilak, 66°N, Primus, Leki Sport Buff, Tjaldborg, Ullfrotte, og mörg fleiri. Fjallakofinn er með vef- verslun á heimasíðu sinni. Heimasíða fyrirtækisins er: www.fjallakofinn.is Næsta blað kemur út þriðjudaginn 12. október.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.