Bændablaðið - 28.09.2004, Side 24

Bændablaðið - 28.09.2004, Side 24
24 Þriðjudagur 28. september 2004 Mörg af verkefnum Fram- leiðsluráðs fluttust einmitt til félagssviðs BÍ þegar það var lagt niður í árslok 1999. Nokkrir af starfsmönnum félagssviðs eru einnig fyrrum starfsmenn Fram- leiðsluráðs. Hlutverk félagssviðs er í meginatriðum fjórþætt: Stjórnsýsluhlutverk Í fyrsta lagi má nefna stjórn- sýsluhlutverkið en í því felst fram- kvæmd ýmissa laga og reglugerða sem Bændasamtökunum eru falin ýmis beint í lögum, með reglugerðum eða með ráðherrabréfum. Þetta snýst fyrst og fremst um framkvæmd á mjólk- ursamningi, sauðfjársamningi og samningi um starfsskilyrði garð- yrkjunnar. Það sem snýr beint að bændum er að koma beingreiðslum til kúa-, sauðfjár- og garðyrkjubænda sam- kvæmt þessum samningum. Einnig ýmis önnur framkvæmd búvöru- laga svo sem innheimta á gjöldum af framleiðslunni. Þessi verkefni eru reyndar leyst að nokkrum hluta með verk- efnasamningi við Samtök afurðar- stöðva í mjólkuriðnaði sem sjá þá jafnframt um bókhald þeirra sjóða sem við höfum gert samning við þá um að þeir taki að sér og ráðherra hefur staðfest. Með sams- konar samningi sjá Landssamtök sláturleyfishafa um álagingu á verðmiðlunar- og verðskerðingar- gjöldum, söfnun upplýsinga um framleiðslu, ráðstöfun og birgðir kjöts og afgreiðslu fjármuna eins og t.d. ullarniðurgreiðslna. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sjá um söfnun upplýsinga á fram- leiðslu og ráðstöfun mjólkurafurða og senda inn til okkar mánaðar- lega. Félagssvið fær svo beint frá mjólkursamlögunum upplýsingar um framleiðslu einstakra bænda en framleiðslutölur einstakra samlaga koma í gegnum SAM. Ofangreint, ásamt því að halda utan um greiðslumarksskrár og réttindi lögbýla til þessara greiðslna, eru fyrirferðarmestu verkefni félagssviðs. Á milli 6-7 milljarðar ,,Í fjárhæðum talið eru bein- greiðslur og aðrir peningar sem fara í gegn hjá okkur, upp á 6-7 milljarða króna á ári. Hjá félags- sviði eru tveir starfsmenn að stærstum hluta í þessum verkefn- um og sá þriðji sinnir í hlutastarfi þeim verkefnum sem snúa ein- göngu að garðyrkjunni," sagði Erna. Kjaramálin Annað meginhlutverk félags- sviðs eru hagfræðileg verkefni, sem einkum eru unnin fyrir forystu Bændasamtakanna og samtökin í heild sinni. Sem dæmi má nefna undirbúning við gerð búvöru- samninga og eftirlit með þróun verðlags og afkomu bænda. Hjá félagssviði eru gerðir útreikningar á ýmsum möguleikum og forystu- menn aðstoðaðir við að leggja mat á þá. Norrænt samstarf mikilvægt Erna segir að hluti af starfi félagssviðs séu alþjóðasamskipti og öflun upplýsinga um landbún- aðarmál á erlendri grund. Í þessu sambandi, segir Erna, að samstarf við norrænu bændasamtökin sé mikilvægt. ,,Ég á sæti í fastanefnd miðstjórnar Norrænu bændasam- takanna (NBC) fyrir okkar hönd. Þarna fáum við mikið af upp- lýsingum um þróun mála á al- þjóðavettvangi. Frændur okkar á hinum Norðurlöndunum veita okkur líka mikilvæga aðstoð og vinna með okkur á fjölmörgum sviðum. Á stundum komum við saman sem ein heild, en auðvitað markast samstarfið af þeirri stað- reynd að þrjú ríkjanna eru innan ESB. Hagsmunir okkar og Norðmanna eru hins vegar nátengdari og hafa Norðmenn reynst okkur afar vinveittir. Ég er búin að vera í þessu norræna sam- starfi í fimm ár og sú þekking sem þarna aflast er afar dýrmæt fyrir íslenskan landbúnað," segir Erna. Félagsleg málefni Þá nefnir hún fjórða þáttinn í starfi félagssviðs sem eru ýmis fé- lagsleg mál svo sem tryggingamál, réttindamál gagnvart ríkinu, niðurgreiðslur á aksturskostnaði dýralækna og fleira. ,,Við svörum ótal fyrirspurnum varðandi ýmiss konar réttindi bænda. For- stöðumaður félagssviðs situr t.d. í framkvæmdastjórn sjúkrasjóðs Bændasamtakanna og við fáum inn á okkar borð alls konar erindi af þessu tagi," segir Erna Bjarna- dóttir. Erna Bjarnadóttir forstöðumaður annast ýmis konar hagfræðileg verkefni auk þess að stýra daglegum rekstri. Jóhann Ólafsson búfræðikandídat annast móttöku og vinnslu á skýrslum um innvigtun mjólkursamlaganna og innleggi einstakra bænda. Hann sér einnig um að svara fyrirspurnum um greiðslumark og þróun framleiðsluréttar einstakra býla. Einnig sér hann um móttöku og afgreiðslu tilkynninga um aðilaskipti greiðslumarks bæði í mjólk og sauðfé. Þá er gerð og viðhald skrár vegna útflutningsskyldu dilkakjöts að öllu leyti á hans ábyrgð. Ennfremur hefur hann eftirlit með niðurgreiðslum ríkisins á aksturskostnaði dýralækna og svarar fyrirspurnum um ýmis félagsleg mál frá bændum. Maríanna Helgadóttir, búfræðikandidat frá Hvanneyri, er í 50% starfi hjá félagssviði. Hennar starf er fyrst og fremst fólgið í sjá um framkvæmd á samningum garðyrkjubænda, bæði afgreiðslu á beingreiðslum og úreldingu á gróðurhúsum. Már Pétursson hrl. er lögfræðingur samtakanna í hálfu starfi. Hann sinnir lögfræðilegri ráðgjöf fyrir stjórn BÍ. Hann sinnir líka lögfræðilegum álitamálum sem upp koma við framkvæmd félagssviðs á ýmsum lögum og reglugerðum auk þess að leiðbeina einstökum bændum sem til hans leita. Ómar Jónsson viðskiptafræðingur annast afgreiðslu og uppgjör beingreiðslna og útgáfu afurðamiða, einnig uppgjör sjóða sem tengjast búvörulögum. Þá vinnur hann við viðhaldi tölvukerfa sem halda utan um útreikninga á beingreiðslum. Einnig sér hann um ýmsar tölfræðilegar úrvinnslur úr afurðakerfi og greiðslumarksskrám. Þórarinn Sveinsson mjólkurverkfræðingur vinnur að ýmsum verkefnum m.a. alþjóðamálum. Einnig að framgangi samþykkta frá búnaðarþingi og við að svara tölfræðilegum fyrirspurnum sem berast félagssviði. Félagssvið Bændasamtaka Íslands Öflugt þjónustusvið fyrir bændur og samtök þeirra Félagssvið Bændasamtakanna hefur margþættu og þýðingarmiklu hlutverki að gegna í þjónustustarfi Bændasamtakanna. Félagssvið er eitt af fimm sviðum sem urðu til við þá endurskipulagningu sem varð á Bændasamtökum Íslands við það að Framleiðsluráð landbúnað- arins var lagt niður. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur er forstöðumaður félagsviðsins. Hún lauk búfræðikandidatsprófi frá búvísindadeild Bændaskólands á Hvanneyri (nú Landbúnaðarháskóla Íslands) 1987 og mastersprófi í landbúnaðarhagfræði frá University College of Wales árið 1990. Hún starfaði síðar hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og Hagþjónustu landbúnaðarins síðast sem forstöðumaður frá 1. september 1992. Hún kom síðan til starfa sem staðgengill framkvæmdastjóra hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins í ársbyrjun 1997. Starfsmenn félagssviðs Erna Jóhann Maríanna Már Ómar Þórarinn Síðastliðið vor urðu nokkur vandkvæði á útvegun repjufræs. Barcoli, sem hefur verið ráðandi í nokkur ár, fékkst ekki nema í takmörkuðu magni. Reynt var að leysa þörfina, annars vegar var seldur stofninn Fontan, sem er þýskur fóðurrepjustofn, og svo hins vegar vetrarnepja en sú tegund er nánast óþekkt hér á landi. Ég hefi heyrt af því að Fontan hafi hætt til að blómstra og það kom vissulega í ljós í tilraun hér á Hvanneyri. Stofninn varð mjög hávaxinn, enn hærri en Barcoli, og blómgaðist talsvert. Mér þætt fróðlegt að heyra af reynslu bænda sem reyndu Fontan, er blómgunin borgfirskt fyrirbrigði eða er þessi reynsla almenn? Eins er með nepjuna, fróðlegt væri að heyra af reynslu manna. Hér á Hvanneyri blómgaðist hún ekkert og stöngulvöxtur var enginn. Þar með var hún alltaf lágvaxin. Þegar snemma var slegið (60-70 dögum eftir sáningu) óx hún vel upp aftur. Kannast menn við þetta og ekki síst, hvernig hafa kýr og kindur látið af nepjunni? Sendið mér gjarnan nokkrar línur um reynsluna, góða eða slæma, netfangið er rikhard@hvanneyri. Svo er náttúrulega líka hægt að senda gamaldags póst eða bara hringja í síma 433 7017. Ríkharð Brynjólfsson Hvanneyri Gott er að hafa góðan staur! Nemendur Bændadeildar halda á fóðurkáli. Frá vinstri Helgi Haukur Hauksson (nepja), Þorbjörg H. Konráðsdóttir (Falstaff vetrarrepja (tiltölulegu lágvaxið afbrigði)), Hallveig Guðmundsdóttir (mergkál) og Eyþór D. Sigurðsson (Fontan vetrarrepja). Grænfóður í sumar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.