Bændablaðið - 28.09.2004, Qupperneq 28
28 Þriðjudagur 28. september 2004
Dráttarvélar hafa tekið
miklum breytingum í áranna rás.
Liðin er sú tíð er ökumenn þeirra
ríghéldu sér í stýrið og hentust til
og frá. Búnaður nýrra dráttarvéla
gefur sportbílum ekkert eftir og
þægindin eru ótrúlega mikil.
Bændablaðið átti þess kost að
fara á dráttarvélasýningu hjá
Valtra á Skáni í Suður-Svíþjóð.
Sýningin var á stórbýlinu
Gårdstånga Nygård. Á hlaðinu
stóðu allar nýjustu vélarnar frá
Valtra. Hver og ein Valtra
dráttavél er "sérsmíðuð" en
Valtra verksmiðjan í Finnlandi
smíðar ekki vél nema búið sé að
selja hana. Þegar pöntun berst -
með öllum þeim sérkennum sem
hver og einn vill fá - hefst
framleiðslan. Það má því með
sanni segja að engar tvær vélar
eru nákvæmlega eins en daglega
renna 50 til 60 vélar af færibandi
verksmiðjunnar í Suolathi í
Finnlandi. Undanfarin ár hefur
um það bil fimmta hver ný
dráttarvél á Íslandi verið Valtra.
Í dráttarvélaheimi gildir það
sama og þegar bílar eru annars
vegar. Módel koma og fara og
vélarnar breytast stöðugt. Líklega
er tími "byltinga" í hönnun
nánast liðinn en þróunin er hægt í
áttina til meiri afkasta og
þæginda.
En hvað um nýjungar hjá
Valtra? Blaðamenn norrænna
landbúnaðarblaða fengu að prófa
hinar ýmsu dráttarvélar en aðeins
við slíkar aðstæður geta menn
fengið að upplifa sjálfvirkar
gírskiptingar í HiTech
skiptingunni, sem eiga sér stað,
þegar stutt er á hnappinn fyrir
rafstýrðu inngjöfina. Það er líka
mikil upplifun að aka hratt á
ósléttum vegi og njóta þæginda
fjaðrandi framássins og nýju
fjöðrunarinnar á ökumannshúsi T
og M vélanna. Það er líka
skoðunar virði að kynnast t.d.
hvernig vökvaknúni
lyftukrókurinn virkar - og fá að
sjá hve auðvelt er að skipta um
krók.
Aðalnúmer sýningarinnar var
ný A-lína (74-98 hestöfl) en
fyrirrennari hennar hefur notið
mikilla vinsælda hér á landi. Nú
hefur útliti A línunnar verið
breytt til samræmis við aðrar
vélar frá Valtra og sagði dóttir
blaðamanns sem staddur var á
sýningunni að vélin væri
"krúttleg" en ekki er nú alveg víst
að bændur noti almennt þetta orð
um A-línuna!
Mesta athygli vekur glænýr
framendi, sem beygist niður að
framan, til að bæta útsýnið enn
frekar auk þess sem hægt er að
svipta vélarhlífinni upp með einu
handtaki. En til viðbótar við
útlitsbreytinguna hafa líka verið
gerðar breytingar á A-línunni
sem varða öryggi og notagildi.
A-lína Valtra var upphaflega
kynnt til sögunnar með
alsamhæfðum gírbúnaði með 12
gírum áfram og 12 gírum
afturábak. Nú er búið að þróa
gírbúnaðinn enn frekar, tenging
fjórhjóladrifs er nú með sama
hætti og á stærri Valtra
dráttarvélunum, með
fjöldiskakúplingu sem aftengjast
með vökvaþrýsting og tengjast
með fjöður á vélrænan hátt.
Útkoman verður sjálfvirk hemlun
á öllum fjórum hjólum við allar
aðstæður.
Að auki er nú hægt að tengja
og aftengja mismunadrifslásinn á
einfaldan hátt með rafmagnsrofa,
rétt eins og dráttarvélarnar í A-
línunnu eru fáanlegar með
rafstýrðri Hishift kúplingu, sem
minnkar álag á fætur. Það er líka
Hishift kúpling fyrir aflúrtakið
sem hægt er að tengja og aftengja
rafrænt. Auðvelt er að stilla hve
snöggt er tekið af stað eða hve
hratt aflúrtakið tengist og þegar
þörf krefur við krefjandi
aðstæður er mögulegt að stýra
aflúrtakskúplingunni vélrænt
með handfangi.
Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns Véla ehf., er þarna með dráttarvél í A-línunni. Finnbogi sagði að kaupendur nýrra dráttarvéla ættu
að íhuga alvarlega að hafa loftkælingu í þeim. Á sólríkum dögum væri fátt eins þægilegt og að geta lokað gluggum og andað að sér kældu, ryklausu
lofti. Þegar haft er í huga að margir bændur dvelja allt að 600-800 klukkustundir á ári í dráttarvélunum skiptir máli að loftið sé hreint.
Hvað framleiðir Valtra?
T-línan 6 strokka(125 til
210 hö). T-línan kom fram
fyrir tveimur árum.
C-línan 4ra strokka (95-
150 hö). Kom fram á
sjónarsviðið vorið 2004.
Þessar vélar eru víða í
sveitum Íslands. Þess má geta
að þyngdarhlutföll í þessari
vél henta sérstaklega vel við
ámoksturtækjavinnu.
A-línan 4ra strokka (74-
98 hö). Nýtt útlit og
fjölmargar nýjungar.
XM-línan 4ra strokka
(135-150 hö). Liðstýrðir
traktorar.
Bændablaðið á Valtra-sýningu
Aðalnúmerið ný A-lína
Á sýningunni í
Gårdstånga Nygård
voru kynnt tæki og tól
sem norrænir bændur
nota í skógunum.
Athygli vakti
sterklegur frágangur
á tækjunum enda
gengur mikið á þegar
trén eru felld og
sneiddar af þeim
greinar. Tæki í
skógarvinnslu eru
þegar farin að líta
dagsins ljós á Íslandi
og má nefna að í vor
flutti Jötunn til
landsins tvo
skógarvagna með
krönum.
Góðir gestir í Garðyrkjuskólanum
Björn Bjarndal Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga og
formaður Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), heimsótti nemendur og
starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum nýverið á fyrsta
miðvikudagsfundi annarinnar. Á hverjum miðvikudegi á önninni
munu góðir gestir heimsækja skólann og fara yfir það helsta sem
þeir eru að fást við. Byrjað var á þessum fundum í skólanum síðasta
vetur og var ákveðið að halda þeim áfram núna enda hafa þeir
heppnast mjög vel. Í máli Björns kom m.a. fram að 230 jarðir eru nú
í Suðurlandsskógum og nokkur biðlisti eftir því að komast inn í
verkefnið. Þá sagði hann frá því að 70 þúsund manns eru
félagsmenn í UMFÍ en félagið fagnar 100 ára afmæli árið 2007.
Björn svarði nokkrum spurningum nemenda og starfsmanna eftir
ávarp sitt. Næstu gestir á miðvikudagfundi skólans verða Ásborg
Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu (29.
september), Árni Magnússon félagsmálaráðherra (6. október),
Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu, (13. október) og Sigurður
Guðmundsson landlæknir (20.október).
Á myndinni má sjá Björn Bjarndal Jónsson kynna starfsemi
Suðurlandsskóga og UMFÍ á miðvikudagsfundi Garðyrkjuskólans.
Fundirnir eru ætlaðir nemendum og starfsmönnum skólans.
Bændablaðsmynd/MHH
Seinni part ágústmánaðar 2002
komu þau hjón Guðni Ágústsson
og Margrét Hauksdóttir í heimsókn
að bænum Erpsstöðum í Dölum
vestur og meðan á dvöl þeirra
stóð bar ein kýrin. Það fæddist
kvíga og hlaut hún nafnið
Ráðherrafrú. Fyrr í mánuðinum
bar svo kýrin og hér á myndinni
má sjá þá Guðmund Kára og Einar
Björn Þorgrímssyni - sem annast
gjarnan ungviði á bænum - líta
eftir kálfinum.
Kynningarfundur
um breiðbands-
væðingu
Samband íslenskra
sveitarfélaga hefur verið beðið
um að koma á framfæri við öll
sveitarfélög upplýsingum um
kynningarfund um
breiðbandsvæðingu í
sveitarfélögum, sem haldinn
verður á Nordica hótelinu í
Reykjavík 29. september nk.
Umræddur kynningarfundur er
sérstaklega haldinn fyrir
fulltrúa sveitarfélaga og þar
verður m.a. fjallað um hvers
vegna sveitarfélögin ættu að
taka upp breiðbandið.
Kynningarfundurinn er haldinn
í tengslum við ráðstefnuna
“Digital Reykjavík” sem haldin
verður á Nordica- hótelinu
dagana 30. september til 1.
október og þangað eru fulltrúar
sveitarfélaga einnig velkomnir.
Akureyri s.462 3002
Egilsstaðir s. 471 2002
Yamaha Bruin 350cc 4x4 sjálfsk
Nýtt verð 590 þús + vsk.
Yamaha Kodiak 400cc 4x4 sjálfsk
Nýtt verð 638 þús + vsk.
Traust og góð
hjól á Tompólu verði!
Plus Gallery ehf
sími: 898-2811