Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 6

Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 6
I þetta fara félagsgjöldin STORMSVEITIN Á SKRII Það er gjarnan mikið að gera á stórum heimilum og á sama hátt er augljóslega í mörg horn að líta á skrifstofu fimm þúsund manna stéttarfélags. Á skrif- stofu Dagsbrúnar er vösk sveit manna og kvenna, sem sinnir málefnum félags- ins og félagsmanna — og oft jaðrar við að skrifstofan beri meiri keim af félags- málastofnun en venjulegum kontór. Það er á engan hallað þótt því sé haldið fram, að í huga almennings sé nafn Dagsbrúnar og Guðmundar J. Guðm- undssonar formanns félagsins nánast eitt og hið sama. Hann hefur verið í stjóm félagsins í yfir 30 ár, lengi varaformaður og formaður frá 1981. Hann segir að það eigi „að heita svo að ég stjórni starfseminni á þessari skrif- stofu“. Hlutverk hans er að taka ákvarðanir um daglegan rekstur og starfsemi félags- ins, skera úr deilumálum, undirbúa fundi stjórnar, trúnaðarráðs og félags, koma fram fyrir hönd félagsins gagnvart Seint á síðasta ári, skömmu eftir að Sjávarútvegsráðuneytið flutti í gamla útvarpshúsið við Skúlagötu, urðu nokkrar tilfærslur í húsinu við Lindar- götu 9, sem Dagsbrún á í félagi við Sjó- mannafél. Reykjavíkur. Dagsbrún flutti sig upp á aðra hæð, þar sem ráðuneytið var áður, Sjómannafélagið fékk aukið húsrými á fyrstu hæðinni og Verka- stjórnvöldum, vinnuveitendum og stofnunum og veita upplýsingar um túlkun samninga og samþykkta félagsins og fleiri aðila, og ekki síst að upplýsa fólk um rétt þess í samfélaginu. „Ég geld í þessu starfi langrar setu minnar í stjórn Verkamannabústað- anna,“ segir Guðmundur. Til hans er stöðugur straumur fólks — ekki aðeins Dagsbrúnarfélaga — sem leitar réttar síns gagnvart þeirri andlitlausu ófreskju, sem gengur almennt undir nafninu kerfið. „Fólk er oft óttalega umkomulaust gagnvart kerfinu,“ segir hann. mannasamband íslands fékk helming þeirrar hæðar undir sína starfsemi, en hafði áður veríð um nokkurra ára bil í húsi iðnaðarmannafélaganna og AJþýðubankans á Suðurlandsbraut 30. Nýja húsnæðið er hið vistlegasta og þar er oft lif í tuskunum. Gullkistu- yerðirnir Emilía S. Emilsdóttir gjaldkeri hefur starfað hjá Dagsbrún í tuttugu ár. Hún heldur utan um sjóði félagsins, sér um dagleg bankaviðskipti og útborgun úr sjóðum. Hver króna, sem greidd er úr sjóðum félagsins, fer um hendurnar á Emilíu, hvort sem það eru atvinnu- leysisbætur, sjúkrabætur, peningar úr orlofssjóði, vinnudeilusjóði eða fræðslusjóði. Hún sinnir einnig almenn- um skrifstofustörfum. Emilíu til aðstoðar er Kristjana Val- geirsdóttir, bókari og aðstoðargjald- keri, sem hefur unnið á skrifstofunni frá 1982. Hún annast greiðslu reikninga, skráningu og bókhald, vélritun, passar félagatalið og sitthvað fleira. Emilía Emilsdóttir gjaldkerí afgreiðir Dagsbrúnarfélaga. Kristjana Valgeirsdóttir bókarí á kafl í tölvuútskriftum. V Guðmundur J. á skrífstofu sinni ásamt tveimur stjórnarmönnum, Sigurði R. Magnússyni og Leifl Guðjónssyni. „Fólk umkomulaust gagnvart kerflnu4t 6 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.