Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 12

Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 12
Dagsbrún 1. TBL. 40. ÁRG. FEBRÚAR 1989 NÁMSKEIÐ 1988—1989 Engir lokaðir sellufundir Fyrsta námskeið vetrarins var kynnt á trúnaðarráðsfundi 17. nóvember. Svo margir skráðu sig á fundinum að ljóst var þá strax, að halda þyrfti að minnsta kosti annað námskeið svo fleiri kæmust að. Það námskeið var svo haldið í januar og fullt útlit er fyrir að við þurf- um að bæta því þriðja við, sem verður gert ef óskir berast um það. Þetta eru ræðunámskeið. Þjálfun í góðum framburði, upplestri, funda- stjórn, þátttakendur æfa sig í að flytja mál, sækja og verja. Við þessi námskeið höfum við notið leiðsagnar þeirra Þráins Hallgrímssonar og Baldvins Halldórssonar og mér er það bæði ljúft og skylt að þakka þeim frábæra kennslu og öllum þátttakendum góðan og ánægjulegan árangur. Það er ekkert minna en stórkostlegt að sjá fjötra, feimni og óframfærni falla af mönnum eins og helsi. En auðvitað þarf meira en stutt nám- skeið, þetta er þjálfun, sem þarf að styðja við og rækta. Hæfileikamenn Á námskeiðunum er þátttakendum kennt og hjálpað að taka fyrstu sporin til virkrar tjáningar — en það er ekki nóg. Það þarf að gefa því góðan tíma að þjálfa menn í ræðumennsku og félags- störfum. Það eru svo margir hæfileika- menn í Dagsbrún. Hæfileikamenn á svo mörgum sviðum. Fram undir vorið, að minnsta kosti, reynum við að hittast eitt kvöld í viku á Lindargötunni til að spjalla saman og æfa ræðumennsku og fundarstjóm. Þetta eru engir lokaðir sellufundir. Allir félagar, sem vilja koma, eru velkomnir, það þarf bara að hringja og tilkynna þátttöku. Yfirleitt kemur Baldvin Halldórsson leikari þessi kvöld og miðlar af sinni ríkulegu þekkingu og reynslu. Trúnaðarmannanámskeið stendur nú yfir í febrúar undir styrkri stjórn Snorra S. Konráðssonar. Snorri er landsþekkt- ur leiðbeinandi og einn af aðalkennur- um Félagsmálaskólans í Ölfusborgum. Fjórir félagar úr Dagsbrún verða núna í febrúar á Félagsmálaskólanum. Þessi námskeið gera meira en að afla mönnum þekkingar. Félagsskapurinn og samveran hafa líka sitt gildi og það er mjög gagnlegt, ekki hvað síst fyrir trún- aðarmenn frá vinnustöðum, iíkum og ólíkum, að geta hist og rætt saman vandamál og viðhorf. Námskeið af þessu tagi kosta vinnu, tíma, húspláss og peninga. Ég vil tjá formanni og stjórn bestu þakkir fyrir að gefa mér svo frjálsar hendur við fram- kvæmd þeirra. Hjálmfríður i —— —«j— Trúnaðarmenn á námskeiði í Dagsbrúnarhúsinu við Lindargötu. Það er engin léttúð í svip þessara trúnaðarmanna — en þeir eru heldur ekki á sellufundi.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.