Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 7

Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 7
STOFUNNI Halldór Bjömsson, varaformaður. Sérsamninga- maðurinn S Ö GURIT ARINN Hjálmfríður Þórðardóttir og Sigurður Bessason í afgreiðslu Dagsbrúnar. Hiti og þungi dagsins Hjálmfríður Þórðardóttir ritari félagsins hefur unnið á skrifstofunni við Lindar- götu í rúm fimm ár og um hana er óhætt að segja að hún geti sífellt á sig blómum bætt, eins og Tóta tindilfætta, því stöð- ugt bætast á hana verkefnin. Hún sinnir símavörslu og almennri afgreiðslu og er að auki einskonar félagsmálafulltrúi, sem hefur mikið og stöðugt samband við félagsmenn. Til hennar leita hrjáðir og kúaðir í löngum bunum og menn þurfa ekki að staldra lengi við á skrif- stofu Dagsbrúnar til að skilja, að Hjálmfríður má ekkert aumt sjá. Hún skipuleggur einnig og heldur námskeið af ýmsu tagi, eins og nánar er gerð grein fyrir í blaðinu. Á liðnu ári kom einnig til starfa á skrifstofunni Sigurður Bessason, sem á undanförnum árum hefur tekið sífellt virkari þátt í starfi félagsins. Hann var bensínafgreiðslumaður um nokkurra ára skeið og var sem slíkur í samninga- nefnd fyrir félaga sína. Hann sinnir einnig símaþjónustu og ýmiskonar afgreiðslu, tekur þátt í skipulagi nám- skeiða, annast tengsl við félagsmenn og fleira. Halldór Björnsson hefur starfað á skrif- stofu Dagsbrúnar í tvo áratugi og verið varaformaður féiagsins alla formannstíð Guðmundar J. Guðmundssonar. Hall- dór hefur annast alhliða skrifstofustörf og að auki haft ýmsa sérsamning félags- ins á sinni könnu, svo sem samninga Dagsbrúnar við Áburðarverksmiðjuna, Mjólkursamsöluna og fleiri. Hann hefur sömuleiðis haft umsjón með orlofs- heimilum Dagsbrúnar og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stjórn félagsins. Halldór hefur verið í samninganefnd- um félagsins og stærri samninganefnd- um í samflotum verkalýðshreyfingar- innar í háa herrans tíð. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur hefur undanfarin fjögur ár starfað við að skrá sögu félagsins — með hléum, því hann hefur einnig gefið sér tíma til að rita umtalaðar bækur um þróun íslenskra stjómmála á fyrri hluta þessar- ar aldar. Hann gerir ráð fyrir að saga Dagsbrúnar verði í þremur myndarleg- um bindum og að fyrsta bindið komi út í haust — „að öllu forfallalausu“, eins og hann orðar það. Þar verður fjallað um fyrsta aldarfjórðunginn í sögu Dags- brúnar, árin 1906—1930. „Það voru mikil umbrotaár," segir Þorleifur, „og á þeim tíma var verka- lýðshreyfingin, með Dagsbrún í broddi fylkingar, mikið framfaraafl í þjóðfélag- inu.“ Þorleifur Fríðriksson sögurítarí DAGSBRÚN 7

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.