Vér mótmælum allir - 01.05.1946, Blaðsíða 1

Vér mótmælum allir - 01.05.1946, Blaðsíða 1
Útgefendur: Háskólastúdentar og Stúdentafélag Reykjavikur Abyrgðarmaður: Guðmundur Ásmundsson 3. tbl. í. mai í9kG VÉR MOTMÆLUM ALLIR! Eitgan her á islenzkri grund FRANKLIN D. ROOSLFELT Hann lofaði Islendingum, að Bandarikjaherinn yrði fluttur af íslandi strax að ófriðnum loknum. Slikt göfug- menni sem hann var, hefði staðið við pað loforð, ef hans hefði nú notið við. - Það er ósk íslendinga, að Bandaríkin haldi þau heit, sem hinn mikli leiðtogi þeirra gaf. Loks liefur iorsætisráðherra, Ólafur Thors, gefið hina langþráðu skýrslu um herstöðvamálið. Samkvæmt þeirri skýrslu er þetta upplýst í málinu (sbr. Mbl. 27. apríl): 1. Að ríkisstjórnin sá sér ekki fært að verða við þeirri ósk Bandaríkjastjórn- ar að fá hér leigðar til langs tíma þrjár tilgreindar stöðvar. 2. Að ríkisstjórnin tjáði Islendinga reiðubúna að verða ein hinna samein- uðu þjóða og taka á sig kvaðir sam- kvæmt sáttmála þeirra til tryggingar heimsfriðnum. 3. Að stjórn Bandaríkjanna liafði í desember s. I. fallizt á, að herstöðvamál- ið skyldi stöðvað, a. m. k. í bili. 4. Að íslenzka ríkisstjórnin var sam- mála um allt, sem gert liefur verið í þessu máli. Það má bæta liér við: 5. Að þrátt íyrir synjun ríkísstjórn- arinnar við beiðni Bandaríkjastjórnar eru bandarískar herstöðvar á íslandi, og 6. Að eigi upplýsti forsætisráðherrann að íslenzka ríkisstjórnin hefði enn gert kröfu til brottflutnings bandarískra setuliðsmanna af íslenzkri grund. Bandaríkjastjórn hefur einnig gefið út sína yfirlýsingu. Þar er því lýst yfir, að Bandaríkja- her verði fluttur héðan, þegar núverandi styrjöld lýkur. Þetta er ekki hægt að skilja á annan veg en þann, að Bandaríkjastjórn líti svo á, að ennþá geysi styrjöld í heiminum. Vér íslendingar lítum hins vegar svo á, að síðustu heimsstyrjöld hafi fokið um miðjan ágúst s. 1., og viðurkennum því \alls ekki núverandi dvöl Bandarikjahers á ís- landi. Þegar erlendur her dvelur í landinu án þess að um sé samið, ber rikisstjórn vorri tafarlaust að bera fram mótmœli við hlutaðeigandi hernað- aryfirvöld og stjórn viðkomandi rikis. Það er annars undarlegt, hversu mikill seina- gangur hefur verið á öllum þessum málarekstri. Og þó að stjórnin hafi neitað beiðni Banda- ríkjanna, þá er sú málsmeðferð algerlega ósæm- andi, að svarið skiljist ekki nema með munn- legri skýringu, sem einn ráðherranna lætur í té. Þótt málið hafi fallið niður um stundarsak- ir, þá ber skýrslan með sér, að hvenær sem er má búast við, að það verði tekið upp að nýju. Frh. á bls. 8.

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.