Vér mótmælum allir - 01.05.1946, Blaðsíða 2

Vér mótmælum allir - 01.05.1946, Blaðsíða 2
TÓMAS GUÐMUNDSSON, skáld: ÞjóS vor á land sitt ein Kajlar úr útvarpsrœðu fyrsta sumardag Í9k6. Góðir hlustendur! Ég er hingað kominn þeirra erinda, sem ís- leridingum í þúsund ár hefur verið ljúfast að gegna. Ég er kominn til þess að flytja yður hoð- skap hins unga vors, til að bera yður öllufn ósk vor allra um gleðilegt sumar! Svo einföld og lát- laus eru kveðjuorð þessa dags, en svo máttug í sínum einfaldleik, að meðan sú hætta vofir yfir flestum öðrum orðum tungunnar að slitna og glata hugsun sinni og merkingu, þá koma þau enn til okkar þennan fyrsta vordag með allan fögnuð og töfra bernskunnar, málfar ljóðs- ins, liina gullnu rödd heiðríkjunnar, dularfull- an grun, sem er uppistaðan í hinum eilífa og undarlega skáldskap lífsins. Og svo sannarlega hefur vorið komið til þessa lands, svo sannarlega höfum vér í dag ástæðu til að fagna sumrinu. Enginn, sem óhöldnum augum litast um í þjóðfélagi okkar í dag, gétui komizt lijá því að verða snortinn af þeim lífs- mætti, áræði og stórhug, sem lýsir sér hvarvetna. fsland hefur aldrei verið elskað jafn iieitt eins og í dag, engin kynslóð þjóðar vorrar hefur ver- ið fallegri og bjartsýnni né átt sér meiri mann- dóm en sú æska, sem nú er að vaxa upp. Aldrei hefur viljinn til þess að láta gott af sér leiða verið almennari, aldrei hefur jafn mikill hluti þjóðarinnar tekið höndum saman um stærri og glæsilegri viðfangsefni en einmitt nú. Ég ef- ast um, að saga vor eigi sér nokkuð hugðnæmara en hina almennu, einlægu og uppgerðarlausu lörigun allra góðra íslendinga til þess að sjá frelsi og heiðri þjóðar sinnar borgið. Slík er hamingja okkar í dag, og einmitt fyrir þessar sa'kir er það ánægjulegra iilutskipti en nokkru sinni fyrr að vera íslendingur og um leið virðulegra og vandasamara. Enginn mun dylja sig þess, að margar torfærur eru enn eftir á leiðinni til fyrirheitna landsins, og sérstaklega mun mörgum finnast ískyggilegt í dag, hversu hin raunverulega, og daglega lífsbarátta fyrir uppeldi þjóðarinnar og menningarlífi hvílir á tiltölulega lárra herðum. Þess vegna verður stundum vart þreytumerkja, sem eru í lirópandi mótsögn við það gróðurmagn og sólskinshug, sem annars er fegurst einkenni bezta og stærsta Iilutans af íslenzkri æsku. í hverri einustu sveit á landinu hefur einhverjum þreyttum augum verið horft í dag yfir fagra og snauða átthaga, og úr þessum vonsviknu augum hefur mátt lesa gamla og nýja spurningu: Verður þessari baráttu haldið áfram? - og á mörgum smáum fleytum allt í kringum landið hefur sams konar ¦spurningum skotið upp: Er allt þetta leggjandi í sölurnar? Það er eigi aðeins skylda, heldur lífs- spursmál fyrir þjóðfélagið, að þessum byrðum verði jainað, en þegar þær hafa verið teknar á fleiri herðar mun það sýna sig, að í raun og veru hefur ávallt allt verið leggjandi í sölurnar. Sá einn, sem fórnar lífi sínu, má vera sér þess viss að hafa ekki glatað því, og þjóð, sem ann því landi, sem hún á ein, veit með vissu, að það er allt til vinnandi nema það eitt, að glata rétti sínum til þess. Því vissulega á þjóð vor land sitt ein, — að guðs og manna lögum á hún það ein, en sé nokkur sá íslendingur til, sem efast um rétt vorn og skyldu til að eiga það ein, þá á tunga vor að vísu orð yfir slíka menn, en saga landsins mun hlífast við að nefna nöfn þeirra. Hvert undanbragð, sem miðar til annarlegra afskipta af landi voru, tungu og menningu, er svik við þær þrjátíu kynslóðir, sem hér hafa þjáðst og barizt til þess að helga okkur þann rétt, sem hver siðmenntuð þjóð metur dýrstan, hvert af- csal sh'ks réttar er með sama hætti óbætanleg og háskasamleg svik við allar þær kynslóðir, sem vér vonum, að eigi eftir að elska og byggja þessa fögru og undarlegu ættjörð. En um þetta er í rauninni þarflaust að ræða. Hamingja íslands hefur kannske ekki. alltaf 2 VÉR MÓTMÆLUM ALLIR!

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.