Vér mótmælum allir - 01.05.1946, Blaðsíða 7

Vér mótmælum allir - 01.05.1946, Blaðsíða 7
GUNNAR FINNBOGASON, stud. mag. ÞJÓÐVILLINGAR Það er nú liðinn ærið langur tími síðan íor- ráðamenn Bandaríkjanna báru fram undarleg tilboð við íslendinga. Það mun óþarfi að skýra þessi tilboð nánar, því að hér er átt við her- stöðvamálið svokallaða. Bandaríkin vilja fá hluta af landi okkar til að koma sér upp herstöðvum. Þetta veit allur heimurinn. Það er ekki til neins að þræta fyrir það. — Það er einnig á allra vit- orði, að Bandaríkin hafa brotið samning á okk- ur. Hér skal sett 1. gr. herverndarsamningsins frá 10. júlí 1941: „(1) Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó undir eins og nú- verandi ófriði er lokið". Það er skýlaus réttur okkar samkv. samningi þessum, að bandaríski lierinn hverfi á brott af Islandi þegar í stað. Enginn telur nauðsyn, að iierinn þurfi að vera hér af hernaðarástæðum síðasta stríðs. Bandarík- in hafa því tekið upp liáttalag liarðstjóra - að hirða ekki um gerða samninga. í skjóli stærðar sinnar hafa þau troðið á oss vegna smæðar vorr- ar. — I rauninni þarf enginn að kippa sér upp við þetta. Það hefir ætíð gengið svo í heimin- um, að hinn stóri hefir skammtað hinum litla rétt sinn úr hnefa. Rússar hafa t. d. nýlega brot- ið samninga, er þeir gerðu við íransmenn árið 1941. En þegar það fréttist, ætlaði hér allt vit- laust að verða. Þetta þóttu mikil tíðindi - og þó sögðu þeir, sem hæst létu, að þeir hefðu alltaf vitað, að Rússinn væri svona. En það var bara skrýtið, að þeim liinum sömu fannst þetta einstakt fyrirbrigði. Flest dagblöðin birtu stórar og feitletraðar fyrirsagnir um samningsrof þetta — rétt eins og um afdrifaríkar stríðsfréttir væri að ræða. Þetta er mjög virðingarvert. Ritstjórar þessara dag- blaða hljóta að vera gæddir ákaflega mikilli rétt- lætiskennd. Við gætum meira að segja verið stoltir af þessum einbeittu vörðum réttlætisins, ef annað en þetta hefði ekki komið upp úr kaf- inu. Ég man t. d. ekki eftir að hafa lesið eftir þessa sömu blaðamenn jalninníjálgar hugvekj- ur um samningsbrot Bandaríkjamanna á Is- lendingum. Maður skyldi þó ætla, að þetta lægi þeim miklu nær. Eða er kannski réttlætiskennd þeirra dáh'tið mislit eftir því, hver í hlut á? Eða eru kannski blaðamenn þessir orðnir svo þjóð- villtir, að þeir hafa gleymt að liugsa íslenzkt? — Þetta er í rauninni mjög sorgleg saga. Hún er miklu alvarlegri en saga bifreiðarstjóra, sem hef- ir orðið fyrir því óláni að aka yfir liund í ölæði. Það eru miklar líkur til, að það „renni af" bif- reiðarstjóranum innan stundar, en það er von- laust, að þessum blaðamönnum batni. Þeir eru hættulega smitaðir. Hugur þeirra er ekki lengur íslenzkur. Þeir eru þjóðvilltir. Það liefir heyrzt á sumum, að næg gögn hafi ekki legið fyrir í málinu til að mynda sér skoðun á því og taka aístöðu til þess. Þetta kom m.a. fram í svari sumra alþingismanna við spurningu rit- nefndar þessa blaðs: Teljið þér, að íslendingar eigi að veita nokkru erlendu ríki herstöðvar á Islandi? Það er ekki úr vegi að yfirvega röksemd þessa nokkru nánar. Við vitum öll, að Bandarík- in hafa farið þess á leit við okkur, að við leigð- um þeim land undir lierstöðvar. Raunverulega þurfum við ekki að vita meira til þess að tjá skoðun okkar á málinu. En auðvitað skal ég við- urkenna það, að þeir, sem eru ólmir í að selja, vilji heyra skilmálana og helzt þreifa á gull- inu. Þetta er göður háttur kaupmanna og prangara. En við, sem viljum ekki selja, þurfum ekki að vita meira. Allir, sem eru að tala um það, að þá vanti vitneskju um málið til að segja álit sitt um það, eru að dylja skoðun sína, af því að þeir þora ekki að láta iiana uppi. Þetta er vel skiljanlegt. Allar þjóðir eiga sín lítil- menni, en þau virðast bara vera nokkuð mörg, sem hafa komizt til metorða hér á landi. Skal nú vikið að svörum alþingismanna við fyrr- greindri spurningu. Sumir þóttust ekki geta tekið afstöðu til málsins eins og sakir stæðu, og VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! 7

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.