Vér mótmælum allir - 01.05.1946, Blaðsíða 5

Vér mótmælum allir - 01.05.1946, Blaðsíða 5
STEFÁN ÖGMUNDSSON, varaforseli Alþýðusambands íslands: Verum á verði íslenditigar! Nýr þáttur er haíinn í baráttu þjóðar vorrar gegn afsali íslenzkra landréttinda. Þær yfhiýsingar, sem fram komu í útvarpsum- ræðum frá Alþingi s. 1. föstudag gefa gleggst til kynna, hver þörf hefur verið þeirra umræðna, sem fram hafa farið um þetta mál, hver nauð- syn hefur verið þess vökula auga alþýðu og menntamanna, sem hvílt hefur á hinum leyndu hræringum, er miðað hafa til þess að fá valda- menn þjóðarinnar til samninga um skerðingu á landi og frelsi íslendinga. Hinar opinberu yfirlýsingar stjórna íslands og Bandaríkjanna í herstöðvamálinu staðfesta í öll- um atriðum þær upplýsingar, sem fram hafa komið í umræðum undanfarinna mánaða um þetta mál og réttlæta ekki aðeins þann ótta, sem gripið hefur um sig vegna þeirra sömu fregna, sem almenningi bárust til eyrna, heldur staðfesta yfirlýsingar ríkisstjórnanna það, að hann hefur ekki verið meiri en efni stóðu til. Eins og sakir s':anda er ekki unnt að leggja dóm á mikilvægi þeirrar afdráttarlausu afstöðu, sem yerkalýðshreyfingin og menntamenn tóku til sjálfstæðismálsins, þegar í öndverðu, slíkt mun auðveldaia að meta síðar, þegar öll gögn liggja l'yrir. Þess er þó rétt að geta, að áður en nokkurt svar barst við hinni frómu ósk verndara vorra um afsal íslenzkra landsréttinda þeim til handa. höfðu samtök alþýðunnar þegar tekið sína af- stöðu til málsins. Þann 2. nóv. s. 1. samþykkti fundur fullskipaðrar sambandsstjórnar Alþvðu- sambands íslands ályktun þess efnis, að hún liti á „hvers konar tilburði erlendra ríkja og inn- lendra erindreka þeirra til íhlutunar, áhrifa eð.i sérstöðu hér á landi . . . hvaðan, sem hún kann að koma og í hvaða mynd sem hún birtist, sem ógnun við sjálfstæði vort og tröðkun á yfirlýst- um vilja hinna Sameinuðu þjóða um að virða sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt smáríkjanna og telja það ótvíræða skyldu valdhafa landsins þings og stjórnar að svara hverri slíkri móðgandi áleitni með hiklausri neitun". Síðan þessi ályktun var gerð, hefur ekki linnt mótmælum alþýðu og menntamanna, sem geng ið hafa mjög í eina og sömu átt, og loks haf'i knúð fram þær yfhiýsingar opinberra aðila, sem nú liggja fyrir. Eftir að ríkisstjórn íslands hafnaði kröfu Bandaríkjanna um miðjan október s. 1. féllst stjórn þeirra á, að málið yrði stöðvað ,,að minnsta kosti í bili", og er það sigur, sem allir þjóðhollir íslendingar hljóta að telja mikils virði. Þetta ei þó aðeins áfangi af langri leið, þar sem svar Bandaríkjastjórnar getur naumast skilizt á ann- an veg en þann, að hún hyggist að reifa málið með öðrum hætti, næst þegar hún ber að dyrum íslendinga. Því má heldur ekki gleyma, að svo tvíræð var og er afstaða margra þingmanna, svo treg og loðin eru svör þeirra, að ekki mun af veita, að þeir verði studdir þaðan, sem þeir nú eru staddir, jafnvel þótt óttinn við dóm almennings hafi borið þá áleiðis til rétts vegar fram að þessu. Öruggast er þó að eiga það ekki á hættu að fela slíkum mönnum varðveizlu á fjöreggi þjóðar- innar, sem hún þarf að vaka yfir hverja stund, •svo að þeir selji ekki af hendi frelsi hennar um ár og ókomna tíma. Þótt sigur hafi unnizt í fyrsta áfanga barátt- unnar gegn hinni nýju ásælni, sem fram kemur við oss á þann hátt, sem flestar þjóðir munu fordæma, þar sem landið er hersetið af þeim, er sérréttindanna óska, benda öll leiðarmerki til þess, að þeir, sem gleggst skilja, hver alvara er á ferðum, samtök alþýðu og menntamanna, þurfi að þjappa enn betur bökum saman og vera viðbúin hverju, sem aðhöndum kann að bera. Krafa íslendinga er í dag: Brottför Bandaríkahers af íslandi! Engar herstöðvar á íslandi handa nokkrum erlendum her! VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! 5

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.