blaðið - 10.05.2005, Page 4

blaðið - 10.05.2005, Page 4
þriðjudagur, 10. maí 2005 l blaðið Við tölum og tölum Enginn geðlæknir á Litla-Hraun „Við þurfum að taka ókvörðun um það hvort við auglýsum aftur eða hvort við leitum annarra leiða. Við látum þetta ekki stöðva okkur og munum leita einhverra leiða til að leysa máliðsegir Magnús Skúlason, fr amkvæmdastj óriHeilbrigðsstofnun- ar Suðurlands á Selfossi. Stofnunin auglýsti eftir að ráða geðlækni á Heil- brigðisstofnunina en sá átti einnig að sinna vistmönnum á Litla-Hrauni og Réttargeðdeildinni á Sogni. Engin umsókn barst og Magnús segist ekki hafa neina sérstaka skýringu á því. „Við vildum koma á fót vísi að geðlæknisþjónustu fyrir íbúa á Suð- urlandi, ekki bara fyrir vistmenn á Litla-Hrauni og Réttargeðdeildinni á Sogni.“ Spurður hvort hann teldi að þessi samtvinning starfsins hefði ■w- fælt einhverja umsækjendur frá því að sækja um starfið sagði Magnús: „Það kann að vera en það ber einnig að hafa í huga að enginn geðlæknir er búsettur hér. Staðsetningin kann að hafa haft einhver áhrif. Nú athugum við hvort við auglýsum aftur eða leys- um málið eftir öðnun leiðum.“ - en höfum ekki hugmynd um hvað það kostar Yfirtökutilboð í Þormóði ramma Níu af hveijum tíu íslendingum eiga farsíma en aðeins einn af hveijum fimm veit hversu mikið kostar að tala í hann. Um 16 prósent hafa skipt um símafyrirtæki á síðustu tveimur árum, svipaður fjöldi og fylgist með tilboðum frá þeim, enda þykja upplýs- ingar frá fjarskiptafyrirtækjum mjög flóknar. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem IMG Gallup hefur gert fyrir Póst- og fjarskiptastofnun og birt var í gær. Langflestir með ADSL Þar kemur líka fram að 83 prósent heimila hafa nettengingu, þar af um 75 prósent í gegnum ADSL. Það er umtalsverð aukning frá fyrra ári þeg- ar sambærilega tala var um 58 pró- sent. Þeim sem eru með þráðlausan sendi hefur flölgað úr 1,2 prósentum í 5,4. 6.500 krónur á mánuði Meðalkostnaður heimilis vegna net- tengingar er um fjögur þúsund krónur á mánuði, um 5.000 fyrir heimasíma og um 6.500 krónur vegna farsíma. Sjö af hveijum tíu á aldrinum 16-24 ára eru með fyrirframgreidda far- símaþjónustu (frelsi), en aðeins 15 prósent á aldrinum 35-54 ára. Not- endum þessarar þjónustu hefur raun- ar fækkað frá fyrra ári. FáSMS Fjórðungur svarenda sagðist aldrei senda SMS-skilaboð og 30 prósent sjaldnar en einu sinni í viku. 14,5 pró- sent senda skilaboð 1-2 á dag og öfl- ugustu fimm prósentin senda þrenn skilaboð eða fleiri á hveijum degi. Síminn hefur vinninginn Skv. könnuninni er hlutdeild stóru fjarskiptafyrirtækjanna tveggja, Sím- ans og OgVodafone, í farsímaáskrift óbreytt á milli ára og er markaðsskipt- ingin u.þ.b. 69-31, Símanum í hag. V. Hlutabréf Þormóðs ramma - Sæ- bergs hafa verið flutt á athugunar- lista Kauphallarinnar vegna yfirtöku- skyldu sem hefur myndast í félaginu. Gunnar Sigvaldason, Marteinn Har- aldsson ehf., Ráeyri ehf., Svavar Berg Magnússon og Unnar Már Pét- ursson, eiga nú rúmlega 65 prósent í fyrirtækinu og hafa þeir náð inn- byrðis samkomulagi um stjómun og rekstur fyrirtækisins. Þar með hefur myndast yfirtökuskylda og verður verð á bréfúm í yfirtökutilboðinu 3,85 krónur á hlut, sem er hæsta verð sem ofangreindir aðilar hafa greitt fyrir hluti í félaginu á síðustu sex mánuð- um. Óskað verður eftir afskráningu félagsins úr Kauphöll íslands í kjöl- far yfirtökutilboðsins. Lífshættu- legar barnakerrur Samkvæmt nýlegri gæðakönnun sem danska Neytendastofnunin gerði gátu fimm af tíu barnakerrum sem stofnunin skoðaði verið lífshættuleg- ar börnum. Neytendasamtökin fóm á stúfana og að sögn Jóhannesar Gunn- arssonar, formanns samtakanna, fundu þau flórar af þessum kerrum í verslunum hér heima, þar af tvær sem geta verið lífshættulegar. Fjóla Guðjónsdóttir hjá Löggildingarstofu segir að þau hafi skoðað þessi mál en kerrumar hafi verið til í mjög tak- mörkuðu upplagi og eru nú uppseld- ar í verslunum. í einu tilfellinu höfðu verið seldar fimm kerrnr og í hinu vom það tvær. „Það sem við óskuðum eftir var að fá að vita hvernig fram- leiðendumir hygðust bregðast við og við erum að bíða eftir frekari upplýs- ingum,“ segir Fjóla. Hlíðasmára 8 i Kópavogur Sími 586 8585 Opið alla daga 11:00-22:00 LLT ■MMB GrOTT Grilluð kjúklingabringa meö heltri sósu, hrisgrjónum, 1.090 mafs, fersku salati og Topp 1/2 grillaður kjúklingur með heitri sósu, hrísgrjónum, maís, 1.050 fersku salati og Sódavatn Kjúklingasalat með grilluðum kjúkling, lceberg, tómötum, agúrkum, papriku, pasta, rauðlauk og Sódavatn 590 í Sellafield lokað vegna leka Upplýsinga frá Bretum óskað þegar í stað, segir umhverfisráðherra Kjamorkuúrvinnslustöðinni í Sellafield hefur verið lokað eftir að mikið magn geislavirkra eína lak út í síðasta mánuði. Þar er um að ræða 20 tonn af úrani og plútoni, sem leyst em upp í saltpéturssýru, en efhið lak út um spnmgna pípu inn í stál- klefa og er hann nú svo geislavirkur að ekki er hægt að fara inn í hann. Marga mánuði mun taka að hreinsa þessa stórhættulegu blöndu og til þess þarf væntanlega að nota sérsmíð- aða þjarka, sem ekki em til. Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af þessu og að grannt verði fylgst með þróuninni. „Við óskuðum eftir upplýsingum og skýringum frá breskum stjómvöldum þegar í morg- un en það hefur enn ekkert borist frá þeim.“ Á hinn bóginn segir ráð- herra að upplýsingar um stöðuna frá úrvinnslustöðinni sjálfri hafi þegar borist. „Ég geri ráð fyrir því að þetta mál verði til þess að umræða um að Sel- lafield verði lokað fyrir fullt og allt hefyst á nýjan leik. Það hafa áður komið upp ýmis vandamál í kring- um þessa stöð og það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af henni,“ segir Sigríður Anna. „Mér finnst af- ar líklegt að máhð verði tekið upp á Norðurlandavettvangi því hér ræðir um hagsmuni sem standa okkur og Norðmönnum afar nærri. Því verður fylgt eftir.“ Ef blaðið hefur ekki borist heim til þín eða í þitt fyrirtæki, hafðu þá samband í sírna: 5103700 eðaádreifing@vbl.is blaðið=

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.