blaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 6
þriðjudagur, 10. maí 2005 I blaðið 1985-2005 OPlNJ££B^ wvvw. ok.is Samvinna = árangur Velkomin á afmælisráðstefnu Opinna kerfa Hátíðarsal Öskju í Háskóla íslands, fimmtudaginn 12. maí 2005, kl. 13.00. Dagskrá: Halldór Ásgrímsson Forsætisrá&herra Islands ávarpar gesti Frosti Bergsson Einn stofnenda Opinna kerfa: Saga Opinna kerfa sl. 20 ár Bernard Meric Forstjóri HP í Evrópu, Mi&-Austurlöndum og Afríku (EMEA): HP - fyrirtækið og stefna þess í Evrópu Andy Lockhart Framkvæmdastjóri Cisco Systems í Nor&ur-Evrópu: Aherslur Cisco til framtí&ar Andrew Butler Framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Gartner Group: Upplýsingatækni til framtíðar Ráðstefnustjóri Gylfi Árnason Forstjóri Opin Kerfi Group hf. kl. 16.30-18.00 Léttar veitingar *Verð 20.000 kr. skráning fer fram á www.ok.is/20ara OPIN KERFI www.ok.is / Sími 570 1000 *Takmarkað sætaframboð 6 innlent Orðrómur um uppsagnir hjá Varnarliðlnu KristjánGunnarsson.formað- ur Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og nágrennis (VSFK), er rólegur þrátt fyr- ir þrálátan orðróm þess efnis að segja eigi upp allt að 300 starfsmönnum Varnarliðsins á næstu mánuðum. „Þvert á móti hefur Varnarliðið verið að auglýsa eftir fólki, bæði í fóst störf og í sumarafleys- ingarstörf," sagði Kristján og bætti við að illa gengi að fylla þessi störf. Kristján segir að því miður hafi yfirleitt verið töluverð innstæða fyr- ir þeim orðrómi sem varðar starfs- H-------- Auðvitað fer um mann þegar spurt er að þessu hvað eftir annað. mannahald svæðisins en nú hafi hann engar tilkynningar á borðinu hjá sér um uppsagnir. Reyndar heyri hann mik- inn orðróm um uppsagnir og segir að sömu sögu sé að segja um þá sem starfa í starfsmannahaldinu. Ekkert bendi þó til þess að uppsagnir séu yfirvof- andi. „Hér hjá mér voru bæði starfsmenn utanrík- isráðuneytisins og vam- arliðsins að segja mér að það væri ró- legt yfir málunum en auðvitað fer um mann þegar spurt er að þessu hvað eftir annað.“ Friðþór Eydal, blaðafull- trúi Varnarliðsins, segist engar upp- lýsingar hafa um að uppsagnir standi til. Hann telur fólk tengja þetta því að í september endar íjárhagsárið hjá Varnarliðinu. „Það gengur alltaf þessi orðrómur um að nú standi þetta og hitt til en þetta er orðrómur. Hér bíða menn eftir ákvörðunum stjóma íslands og Bandaríkjanna um það hver framtíðin hérna verður. Ákvarð- anir verða síðan teknar eftir því.“ Hann segist ekkert hafa heyrt um málin utan þeirra yfirlýsinga sem ut- anríkisráðherra hefur gefið. íbúðalán bankanna (ma.kr.) 250-1--------------------------- okt.04 des.04 feb.05 apr.05 Bankarnir hafa lánað 200 milljarða til íbúðakaupa Bankamir lánuðu tæpa 20 milljarða króna til íbúðakaupa í aprílmánuði og nemur heildampphæð lána nú sléttum 200 millj- örðum króna frá því í sept- ember á síðasta ári. Athygli vekur að ekkert virðist draga úr spum eftir lánum. Meðalfjárhæð hvers láns nemur 11 milljónum króna og hefur meðalfjárhæðin sömuleiðis lítið sveiflast frá því að farið var að bjóða upp á þessi lán. Samkvæmt Meðalfjár- hæð hvers láns er 11 milljónir króna. Morgunkomi íslandsbanka er fjöldi lána kominn í rúmlega 14.500. Frá áramótum hefur rúmlega 3.800 kaupsamningum ver- ið þinglýst á höfuðborgar- svæðinu og á Akureyri og írá sama tíma hafa bank- amir afgreitt ríflega 7.900 íbúðalán. íslandsbanki seg- ir að enn virðist töluvert um að fólk enduríjármagni eldri lán án þess að um íbúðaskipti sé að ræða. Skipskaði undan Siglunesi: Tveir bjargast Tveimur mönnum var bjargað heilu og höldnu þegar línubáturinn Ásdís Ólöf SI23 sökk skammt norðvestur af Siglunesi í gærnótt. Neyðarkall barst frá línubátnum rétt fyrir klukkan tvö og í kjölfarið var reynt að ná sambandi við skip- veija aftur, án árangurs. Björgun- arbáturinn Sigurvin, frá Björgunar- sveitinni Strákum, var kallaður út frá Siglufirði, þyrla Gæslunnar var ræst út og eins vílt samband haft við nærstadda báta. Áhöfn Sigurvins kom auga á neyð- arblys skammt fyrir klukkan þijú og skömmu síðar fundust mennir tveir um borð í gúmbjörgunarbát um tíu mílur norður af Siglufirði. Línubát- urinn maraði þá í hálfu kafi með stefnið upp úr. Sigurvin kom svo með bátinn í togi inn til Siglufjarðar á ní- unda tímanum í morgun. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að leki hafi komið að bátnum með skrúfunni en rétt er að taka fram að eiginleg rannsókn er ekki hafin. Gott veður var á þessum slóðum, gola og gott skyggni. Um fjögur tonn af fiski voru í bátnum og hann því nokkuð hlað- inn. Auglýsingadeild 510-3744 I ^ FTT.Tr.Tl

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.