blaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 24
24 líkami & a | jM|y^F^5Á »3^1 rTl þriðjudagur, 10. maí 2005 ! blaðið Frekari skoðun á geðröskunum nauðsynleg 60% geðdeyfðaij ávísuð af heimilis lyfja læknum halldora@vbl.is Þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar eru orðnir nokkuð algengir hér á landi en talið er að um 20% kvenna og 7-12% karla muni einhvem tímann á lífsleiðinni þurfa að leita sér hjálpar vegna sjúklegrar geðlægðar. Lausnin er yfir- leitt fundin með lyflagjöf, þó svo að margir hveijir telji of langt gengið og að sneitt sé fram hjá allri eftirfylgni með þeim sjúklingum sem hefja lyfjakúra. „Það er orðið alltof mikið um að fólk fái lyfseðil eftir fyrsta tíma hjá heimilislækni en niðurstöður liggja fyrir um að það séu 60%. Þó svo að þeir séu faglega menntaðir í heimilislækningum hafa sina. þeir síður en svo næga þekkingu á sviði geðlækninga. Við hjá Geðhjálp stöndum í endalausum slagsmálum hvað þetta varðar þessa dagana og beijumst fyrir því að litið verði á aðrar lausnir en lyfjagjöf, s.s. viðtalsmeðferðir. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að lyf eru lífsnauðsynleg en þetta er farið að snúast upp í andhverfu sína,“ segir Sveinn Magnús- son, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, en hann hefur sjálfur þjáðst af alvarlegu þunglyndi í þijú ár. „Ég er til dæmis búinn að fara á fjögur mismunandi lyf en það segir manni bara að þetta krefst við- Lyfjagjöf er farin að snúast upp í andhverfu unandi rannsókna. Nú er loksins búið að gera réttar tilraunir á mér og finna út hvað hentar mér. Þetta gerist ekki hjá heimilislæknum, án þess að ég sé að hallmæla þeim. Svona mál krefj- ast bara meiri skoðunar og algjört lykilatriði er að fólk labbi ekki bara út með lyf og síðan ekki söguna meir. Eftirfylgni er nauðsynleg. Lyfin sem slík eiga bara að koma okkur á gott ról svo við getum farið að takast á við vandann. Fólk verður að leita sér samtalsmeðferðar og finna þannig hver rót vandans er. Geðdeyfðarlyf eru bara til þess að hjálpa til, þau laga ekki vandamálið. Sem dæmi má nefna kvíða og fælni en rannsóknir sýna að þessa kvilla er auðveldlega hægt að laga með viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi eða geðlækni." ' 0%... Depurð hjá börnum í kjölfar árása Geðshræring mæðra hefur lang- tímaáhrif á börn í móðurkviði haHdora@vbl.is Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Edinborg og New York sýna að böm sem voru í móðurkviði kvenna sem urðu vitni að árásinni á Tvíburatum- ana 9. september hér um árið hafi orð- ið fyrir áhrifum af áfalli móður sinn- ar. Þessu er greint frá á fréttavefnum bbc.co.uk, en böm þessi sýna fram á lágt magn hormónanna cortisol sem eiga að halda niðri streitu. Mæður bamanna hafa einnig lágt magn af þessum hormónum. Læknar munu fylgjast með bömunum næstu árin en líkur benda til þess að þau gætu þurft að þjást við alls kyns sálræna kvilla þegar þau verða eldri. Lágt magn hormónanna getur einnig valdið minnisleysi, geðkvillum og skapgerð- arbrestum. Önnur rannsókn sem gerð var í Columbia University Medical Centre leiðir í ljós að eitt af hveijum þrem- ur skólabömum þjáðist af minni eða meiri háttar geðröskunum í kjölfar árásanna. Vísindamenn vilja meina að þessi böm hafi mjög líklega skað- ast á einhvem hátt við að hlusta á for- eldra sína lýsa atburðinum eða horfa upp á þá í geðshræringu dögum sam- an. Miðað við þessar niðurstöður má fastlega gera ráð fyrir áhrifum sem foreldrar geta haft á böm sín, ómeð- vitað, en greinilegt er að böm taka ómeðvitað inn á sig ástand foreldra við hinar ýmsu aðstæður. Jonathan Seckl, prófessor við Edinborgarhá- skóla, segir þó að í góðu og nærandi umhverfi og við stöðugleika innan fjöl- skyldunnar sé hægt að laga þetta með tíð og tíma. halldora@vbl.is Nú til dags er mikið um alls kyns lækn- ingaaðferðir sem fólk notar. Mikið hef- ur verið í tísku að prófa nýjar leiðir þar sem fólk getur kynnst öðmm og framandi víddum lækninga. Hómó- patía er ein af þessum óhefðbundnu lækningaaðferðum sem þekktar em. Hérlendis em starfandi þónokkrir hómópatar sem hafa það að leiðarljósi að hjálpa fólki og kenna því að lækna sig sjálft. Með því að leita sér hjálpar hómópata nær fólk aukinni orku til þess að vinna á málum sem þurfa úr- vinnslu. Marta Emstdóttir er hómópati og starfar hjá Ljósheimum, sem er and- leg miðstöð. „Þetta er ein af mörgum leiðum sem hægt er að nota til þess að auka eigin lækningamátt," segir Marta. „Við gefum svokallaðar remed- íur í töfluformi, en þær em unnar úr náttúmnni og em mjög misjafnar. Orðið remedía er tekið úr grísku og merkir í rauninni björgun. Við gefum remedíur sem passa fyrir viðkomandi. Þær em alveg sérhæfðar og eftir góða stund með einstaklingnum getum við fundið út hvað ætti að henta. Við með- höndlum þetta á heildrænan hátt en það er tekið mið af líkamsstarfsemi, tilfinningum og andlegu ástandi. Fólk kemur t.d. mjög orkulítið og hefur ekki kraft í að byija að gera eitthvað í sínum málum og þá reynum við að koma fólki af stað, hvort sem það er að komast á lappir og byija að hreyfa sig eða annað.“ Frá tímum Hippókratesar Aðspurð um hvort að fólk leiti sér aðstoðar hómópata í miklum mæli segir Marta að þetta sé fljótt að ber- ast manna á milli og að mikil aukn- ing sé í þessu. „Þetta berst fljótlega á milli, fólk er yfirleitt mjög ánægt og bendir því vinum og vandamönnum á að prófa. Fólk lætur ekkert plata sig, það verður bara að koma að sjá. Þetta er aldagömul aðferð - hugsunin sjálf er frá tímum Hippókratesar en hug- myndin byijaði að þróast og þroskast fyrir röskum 200 árum.“ í fyrsta tíma hjá hómópata er byij- að á viðtali, sem getur tekið upp und- ir tvo tíma. Þar er viðkomandi látinn lýsa eigin ástandi eins og hann upp- lifir það. „Þetta byrjar eiginlega bara eins og sálfræðimeðferð. Eftir að fólk hefur talað út í einhvem tíma hefur það yfirleitt leyst mikið úr læðingi og opnað fyrir sjálfsheilun," segir Marta en bendir á að hver verði að dæma fyr- ir sig og um að gera sé að prófa.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.