blaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 30
mánudagur, 30. maí 2005 ! blaðið
VIÍL
vnn/...
STJÖRNUSPÁ
Fótboltagláp
- óeðlileg og ankannaleg afþreying
Ég er enn alveg rasandi yfir síðastliðnu miðvikudagskvöldi,
sem fór heldur betur ekki fram hjá neinni lifandi manneskju.
Hversdagslegt rólegheitakvöld fór svo sannarlega fyrir bí á
mínu heimili en mér til mikillar armæðu öttu kappi fótboltalið-
in AC Milan og Liverpool. Það ætti nú ekki að teljast tiltökumál,
nema vegna þess að himinn og jörð ætluðu hreinlega að farast
yfir spenningi landsbúa fyrir leiknum. Manni var kurteislega
bent á það í upphafi vinnudags að hafa hraðar hendur þar sem
fólk þyrfti að komast heim til sín á skikkanlegum tíma. Ekki til
þess að halda heim í faðm flölskyldunnar - nei! Til þess að glápa
á einhvern bannsettan fótboltaleik.
Hvemig stendur á því að við Islendingar, sem og reyndar
fleiri þjóðir, höldum ekki vatni yfir einhveijum fótboltaliðum
úti í heimi? Hvemig er í rauninni vemleiki fólks sem lifir fyrir
einhver félagslið í Englandi? Maður horfir upp á mann og ann-
an gráta sorgum sínum eftir tap - nú, eða halda stórveislu til
heiðurs sigurliðinu, án þess að gera sér grein fyrir klikkuninni
sem þama er í gangi. Kosningar, afmæli vina, fæðing nýs barns
og fleira, fellur algerlega í skuggann af þessari leiðinlegu og væg-
ast sagt ankannalegu afþreyingu, og þeir sem á einhvem hátt
em eðlilegir sitja eftir með sárt ennið ef makinn t.d. gleymdi
brúðkaupsafmælinu og kom fullur heim eftir leik.
Og þar fyrir utan - hvernig getur manneskja tekið eins miklu
ástfóstri við eitthvert fótboltalið? Skiljanlegt væri það nú ef Ste-
ven Gerrard eða einhveijir af þessum hallærisköppum væru
skyldir manni. Nei, nei, þarna er fólk svoleiðis að tapa sér yfir
leikjum og í mörgum tilvikum hefur það ekki einu sinni stigið
fæti inn í landið. Ég persónulega skil ekki hvemig fólk getur
haldið svo rosalega með einhveiju liði að það þarfnist vistunar á
Kleppi eftir leik, sérstaklega þegar viðkomandi þekkir t.d. ekki
eina einustu hræðu sem arkar um á vellinum með það fyrir aug-
um að koma einhverri boltatuðru í netið. Þá finnst mér nú mun
heilbrigðara að horfa á beljumar hlaupandi úr fjósinu á vorin,
svo ekki sé minnst á það þegar fólk er farið að hringja í vinmma
og tilkynna veikindi vegna einhvers leiks þar sem milljónamær-
ingar (sem flestir kunna varla stafrófið) sparka tuðm á milli
sín. Forkastanlegt alveg hreint.
Hættið þessu helvítis kjaftæði - reynið að skilja að þessum
mönnum er skítsama um okkur hin og það er með öllu fáránlegt
að sýna einhveijum hræðum þann áhuga að heilu flölskyldurn-
ar þurfi að rústast sökum atvinnu þeirra.
Steingeit
Þú ert rausnarlegur á
tíma þinn og orku í dag
og fólkið í kringum þig
kann vel að meta það.
Ekki gleyma þó sjálfum þér,
þú ert alveg jafnmikilvægur
og aðrir.
Vatnsberi
f/\ Peningar eru orka og þú hefur
ekki mikið af því um þessar
mundir. Farðu varlega í fjár-
málum í dag og bíddu með
stórtækar ákvarðanir.
Jennifer Aniston virðist nú ekki eins áfjáó í að skilja
við Brad Pitt, eiginmann sinn til margra ára, og hef-
ur kallað Angelinu Jolie „svörtu ekkjuna". Hún er
sögð vilja allt gera til að halda í mann sinn þrátt fyr-
ir þrálátar sögusagnir um framhjáhald. Jolie og Pitt
hafa ekki viðurkennt að vera í sambandi og hefur Pitt
meira að segja látið hafa eftir sér í tímaritinu GQ að
hann langi til að kýla hvem þann sem kom orðrómn-
um um framhjáhald af stað. Mörgum þykir það miður
ef skötuhjúin skilja og hefur spjallþáttadrottningin
Oprah Winffey sett sig í samband við báðar stjöm-
umar til að reyna að fá þau til að hugsa málið og
reyna aftur. Aniston er um þessar mundir í London
við ffumsýningu nýjustu myndar sinnar, Derailed, og
Pitt hefur einnig dvalið í Bretlandi síðustu daga. Sög-
ur herma að hann sé jafnvel að leita sér að húsi þar.
Fiskur
Stundum þarf maður að
sjá hlutina frá sjónarhorni
annarra til að skilja málin
tilfulls. Vertu samvinnuþýð-
ur í dag, kæri fiskur.
Britney lætur
gamminn geii
Britney Spears hefur verið að
gera það gott í veruleikaþætti
sínum og lætur margt skemmti-
legt flakka. Meðal annars sagði
hún á dögunum að kynlífið með
manni sínum, Kevin Federline,
væri frábært og einhveijar út-
listanir fylgdu því í kjölfarið.
Eitthvað fer þetta fyrir bijóstið
á móður hennar Britney sem tel-
Æmm
4
Tvíburi
Varastu að takast of mikið í fang.
Afgreiddu einn hlut í einu, annars
gætirðu lent í vanda. Ef þú þarft
á aðstoð að halda þá eru vinir og
vandamenn ekki langt í burtu og
meira en tilbúnir til að hjálpa.
Krabbi
Þú ert í fullu fjöri í dag. Notaðu
jákvæðu orkuna og láttu gott af
þér leiða. Vertu trúr vinur ef ein-
hver trúir þér fyrir leyndarmáli.
ur hana vera að setja slæmt for-
dæmi fyrir yngri systurina sem
er aðeins 14 ára.
Einnig hefur Britney viður-
kennt flughræðslu sína í þættin-
um og segist hún verða reglulega
hrædd ef hún þarf að fljúga eitt-
hvað. Það er eflaust erfitt fyrir
poppstjörnu sem þarf að ferðast
mikið á milli staða.
V
■ ■
Ljón
Nú er tíminn til að spara.
Ef einhver vinur gerir þér
viðskiptaboð skaltu ígrunda
málið vel. Rómantíkin blómstr-
ar í dag. Komdu elskunni þinni á
óvart og gerðu eitthvað óvænt.
Meyja
Þú hefur notið óvæntrar
aðstoðar á vinnustað sem
hefur hjálpað þér upp met-
orðastigann. Mundu að sýna
þakklæti og launa greiðann.
Vog
Það eru til margar leiðir að þros-
ka. Að ferðast, nám og að hitta
nýtt fólk er meðal þeirra. Veldu eitt
af þessu, ef þú hefur tíma, og opn-
aðu sjóndeildarhringinn.
Sporðdreki
Þú átt það til að sýna fólki
þá hlið sem það vill sjá. í
dag skaltu vera út af fyrir
þig og stunda smá sjálfsí-
hugun. Vertu óhræddur við að
sýna réttan mann, þú hefur gull að geyma.
"\JI
Bogmaður
Taktu það rólega og leyfðu
hlutunum að ráðast í dag.
Ef þú ert á lausu, því þá
ekki að daðra aðeins og
bjóða einhverjum ókunnug-
um út?
- 30.05.2005 -
Hrútur
Vertu þolinmóður gagnvart
öðrum og hugsaðu áður en þú
talar. Þú gætir sært einhvern
óviljandi.
Naut
Gjafmildi er aðals-
merki þitt í dag. Láttu
eftir þér að gefa af þér,
það er af nógu af taka.
510-3737
510-3744
510-3799
510-3700
blaðid=